Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2641 svör fundust
Hvaðan kom hafið?
Hafið er að langmestum hluta orðið til úr gosgufum sem losnað hafa í eldgosum á 4.500 milljón ára ævi jarðar. Dæmigerðar gosgufur, eins og þær sem losnuðu í Surtseyjargosinu, eru um 85% vatn. Í hraunkviku, sem kemur upp á yfirborðið, eru um 0,6% af vatni, og af þeim losna um 0,5% út í andrúmsloftið, þar sem vatnið...
Hvað er Fibonacci-talnaruna?
Fibonacci-runan er talnarunan 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34, 55, 89, 144, 233, 377, 610, ... Hún ákvarðast af því að fyrstu tvær tölurnar eru báðar 1 en eftir það er sérhver tala í rununni summa næstu tveggja á undan. Runan er kennd við ítalska stærðfræðinginn Leonardo Fibonacci, sem fæddist á 12. öld. Hann no...
Hver kleif Everest fyrst án súrefnis?
Edmund Hillary og Tenzig Norgay klifu fyrstir manna Everesttind árið 1953. Þeir notuðu súrefniskúta líkt og aðrir Everest-leiðangrar næstu áratugina. Á áttunda áratug 20. aldar var umræðan um gildi fjallgöngu með aðstoð súrefniskúta orðin hávær. Töldu menn það ýmist brjálæði að reyna klifur á hæstu fjöll heims án ...
Hvað eru frauðvörtur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær? Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitas...
Gáta: Hvernig getur Jón gamli mælt út mjólkina?
Jón gamli var bóndi í Árnessýslu og gamaldags í háttum. Hann rak bú sitt líkt og faðir hans hafði gert forðum og hélt fast í gamla siði. Jón hafði til dæmis aldrei komist upp á lagið með að nota mjólkurvélar, en mjólkaði þess í stað sjálfur í könnur og bar í hús. Það var svo einn fagran Hvítasunnudag að Jón gam...
Hvað er bór?
Bór (B) er hálfmálmur með sætistöluna 5. Mólmassi bórs er 10,8 g/mól og eðlismassinn í storkuham (það er að segja sem fast efni) er 2,4 g/cm3. Bræðslumark þess er 2075°C og suðumark 4000°C og er það þess vegna í storkuham föstu formi við stofuhita. Til að einangra bór má blanda bórsýru saman við kalín og var þ...
Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?
Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem sn...
Eyðast demantar aldrei?
„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt h...
Hvers vegna fá íslenskir hestar erlendis sumarexem og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?
Sumarexem er ofnæmi í hrossum gegn biti mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Sjúkdómurinn finnst ekki á Íslandi enda lifir flugan sem veldur ofnæminu ekki hér á landi. Öll hrossakyn geta fengið sjúkdóminn en íslenskir hestar fæddir á Íslandi virðast vera næmari (20-30%) en flest önnur hrossakyn (3-7%) og næmari en...
Hver er lagalegur réttur fyrirtækis til að leita í fórum starfsmanns við brottför hans úr vinnu?
Í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þetta ákvæði veitir einstaklingum vernd jafnt fyrir ágangi hins opinbera og einkaaðila, til dæmis atvinnuveitanda. Þá segir í 2. mgr. að ekki megi gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum han...
Er vörumerkið Nike nefnt eftir grísku gyðjunni Níke?
Já, vörumerkið er nefnt eftir sigurgyðjunni Níke en nafn hennar merkir einfaldlega "sigur" á grísku. Ástæðan er einföld: í íþróttum er keppt til sigurs. Níke er hvergi getið í kviðum Hómers en skáldið Hesíódos (uppi á seinni hluta 8. aldar f.Kr.) segir að sigurgyðjan hafi verið dóttir Pallasar og Styx, dóttur ...
Hvað kom upp mikið af gosefnum í Skaftáreldum?
Lakagígar.Skaftáreldar í Lakagígum (1783-1784) voru eitt mesta eldgosið sem hefur orðið í sögu manna á jörðinni. Skaftáreldar eru dæmi um svonefnt flæðigos en í þeim kemur nær eingöngu upp hraun. Í Skaftáreldum komu upp um 14,5 km3 af hrauni og um 0,5 km3 af gjósku. Flatarmál hraunsins í Skaftáreldum er um 600 km2...
Átti Hitler konu og börn?
Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig s...
Er 1997 prímtala?
Kannski er fróðlegt fyrir lesendur að sjá hvernig hægt er að fara að til að komast að því hvort tiltekin tala er prímtala. Við byrjum á að hugsa okkur að talan sé skrifuð sem margfeldi tveggja náttúrlegra talna:1997 = n ∙ mþar sem n er náttúrleg tala stærri en einn og m þá sömuleiðis. Önnur af tölunum n ...
Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru?
Stafafura og bergfura eru báðar svokallaðar tveggja nála furur, sem þýðir að nálarnar eru tvær og tvær saman í knippum. Auk þess skarast ýmis augljós einkenni og mælanlegar stærðir milli þeirra. Nálar stafafuru eru til dæmis 3-5 cm langar en 3-6 cm langar á bergfuru, könglar eru svipaðir að stærð og svo framvegis....