Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Nykur eða Nykurtjörn að finna á fleiri stöðum en í Svarfaðardal á Norðurlandi?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Örnefnið Nykurtjörn er að finna á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars upp af Grund í Svarfaðardal í Eyjafirði (JÁ III:211) og á Garðshornsheiðum í Svarfaðardal. Ein Nykurtjörnin er á Arnhólsstöðum í Skriðdal, ein á Tindum í Geiradal, ein á merkjum Kvígsstaða og Fossa í Andakíl og ein í Kasthvammi í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu.

Nykurinn er algengur í þjóðtrú og ýmis örnefni tengd honum. Eftirtalin Nykur-örnefni eru okkur tiltæk, samkvæmt örnefnaskrám:
  • Nykurborg er lítið fell í norður og vestur frá Gautsdal í Geiradalshreppi í Austur-Barðastrandarsýslu.
  • Nykurfoss er í Tungudalsá í Fáskrúðsfirði í Suður-Múlasýslu. “Hann er kenndur við vatnavætti, ófreskju í hestslíki.”
  • Nykurhylur er í Fossá í Suður-Múlasýslu.
  • Nykurstallar eru við Svarfaðardal í Eyjafirði.
  • Nykurvatn er vestan Bustarfells í Vopnafirði (Grímnir 3:102-104).
Í þjóðsagnasöfnum eru einnig nefnd Nykur-örnefni, svo sem Nykurpyttur í Hellisvatni undir Eyjafjöllum (JÁ III:208, IV:41), Nykursskál í Geitafellshnjúk í Suður-Þingeyjarsýslu (JÁ III:170), einnig nefnd Nykurtjörn (Landið þitt I:234). Nykhóll er hóll og bær í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu (SS III:163), Nykurlág er örnefni á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu (SS V:79) og Nykurvatn er austur frá bæ í Borgarhöfn í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. (SS IV:95).

Nykur-örnefni geta verið mun víðar en hér er rakið.

Heimildir:
  • Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Nýtt safn. Reykjavík 1961.
  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson. Landið þitt Ísland. Reykjavík 1984.
  • Sigfús Sigfússon. Íslenskar þjóðsögur og sagnir. Ný útgáfa. Reykjavík 1993.
  • Grímnir 3:102-104.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

24.11.2005

Spyrjandi

Auður Hreinsdóttir, f. 19991

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Er Nykur eða Nykurtjörn að finna á fleiri stöðum en í Svarfaðardal á Norðurlandi?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5430.

Svavar Sigmundsson. (2005, 24. nóvember). Er Nykur eða Nykurtjörn að finna á fleiri stöðum en í Svarfaðardal á Norðurlandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5430

Svavar Sigmundsson. „Er Nykur eða Nykurtjörn að finna á fleiri stöðum en í Svarfaðardal á Norðurlandi?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5430>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er Nykur eða Nykurtjörn að finna á fleiri stöðum en í Svarfaðardal á Norðurlandi?
Örnefnið Nykurtjörn er að finna á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars upp af Grund í Svarfaðardal í Eyjafirði (JÁ III:211) og á Garðshornsheiðum í Svarfaðardal. Ein Nykurtjörnin er á Arnhólsstöðum í Skriðdal, ein á Tindum í Geiradal, ein á merkjum Kvígsstaða og Fossa í Andakíl og ein í Kasthvammi í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu.

Nykurinn er algengur í þjóðtrú og ýmis örnefni tengd honum. Eftirtalin Nykur-örnefni eru okkur tiltæk, samkvæmt örnefnaskrám:
  • Nykurborg er lítið fell í norður og vestur frá Gautsdal í Geiradalshreppi í Austur-Barðastrandarsýslu.
  • Nykurfoss er í Tungudalsá í Fáskrúðsfirði í Suður-Múlasýslu. “Hann er kenndur við vatnavætti, ófreskju í hestslíki.”
  • Nykurhylur er í Fossá í Suður-Múlasýslu.
  • Nykurstallar eru við Svarfaðardal í Eyjafirði.
  • Nykurvatn er vestan Bustarfells í Vopnafirði (Grímnir 3:102-104).
Í þjóðsagnasöfnum eru einnig nefnd Nykur-örnefni, svo sem Nykurpyttur í Hellisvatni undir Eyjafjöllum (JÁ III:208, IV:41), Nykursskál í Geitafellshnjúk í Suður-Þingeyjarsýslu (JÁ III:170), einnig nefnd Nykurtjörn (Landið þitt I:234). Nykhóll er hóll og bær í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu (SS III:163), Nykurlág er örnefni á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu (SS V:79) og Nykurvatn er austur frá bæ í Borgarhöfn í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. (SS IV:95).

Nykur-örnefni geta verið mun víðar en hér er rakið.

Heimildir:
  • Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Nýtt safn. Reykjavík 1961.
  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson. Landið þitt Ísland. Reykjavík 1984.
  • Sigfús Sigfússon. Íslenskar þjóðsögur og sagnir. Ný útgáfa. Reykjavík 1993.
  • Grímnir 3:102-104.
...