Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er vörumerkið Nike nefnt eftir grísku gyðjunni Níke?

Geir Þ. Þórarinsson

Já, vörumerkið er nefnt eftir sigurgyðjunni Níke en nafn hennar merkir einfaldlega "sigur" á grísku. Ástæðan er einföld: í íþróttum er keppt til sigurs.

Níke er hvergi getið í kviðum Hómers en skáldið Hesíódos (uppi á seinni hluta 8. aldar f.Kr.) segir að sigurgyðjan hafi verið dóttir Pallasar og Styx, dóttur Ókeanosar, og systir Kapps, Máttar og Styrks.

Skáldin Bakkhylídes og Pindaros geta hennar einnig en að öðru leyti fer lítið fyrir Níke í bókmenntum.


Stytta af sigurgyðjunni Níke frá eynni Samóþrake. Styttan er frá 3. öld f.Kr. og geymd í Louvre-safninu.

Höggmyndir sýna hana iðullega með vængi en sagt er að myndhöggvarinn Arkermos frá Kíos hafi fyrstur manna gefið henni vængi snemma á 6. öld f.Kr. Hún var gjarnan talin fylgja öðrum guðum, svo sem Aþenu, en var sjaldnast dýrkuð ein og sér. Um árið 566 f.Kr. var reist altari Níke á Akrópólishæð í Aþenuborg og um 410 f.Kr. var henni reist hof. Frægasta varðveitta styttan af Níke er marmarastytta frá eynni Samóþrake frá 3. öld f.Kr. Styttan, sem uppgötvaðist árið 1863, er nú geymd í Louvre-safninu í París í Frakklandi.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

6.11.2007

Spyrjandi

Sigrún B.

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Er vörumerkið Nike nefnt eftir grísku gyðjunni Níke?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6888.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 6. nóvember). Er vörumerkið Nike nefnt eftir grísku gyðjunni Níke? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6888

Geir Þ. Þórarinsson. „Er vörumerkið Nike nefnt eftir grísku gyðjunni Níke?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6888>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er vörumerkið Nike nefnt eftir grísku gyðjunni Níke?
Já, vörumerkið er nefnt eftir sigurgyðjunni Níke en nafn hennar merkir einfaldlega "sigur" á grísku. Ástæðan er einföld: í íþróttum er keppt til sigurs.

Níke er hvergi getið í kviðum Hómers en skáldið Hesíódos (uppi á seinni hluta 8. aldar f.Kr.) segir að sigurgyðjan hafi verið dóttir Pallasar og Styx, dóttur Ókeanosar, og systir Kapps, Máttar og Styrks.

Skáldin Bakkhylídes og Pindaros geta hennar einnig en að öðru leyti fer lítið fyrir Níke í bókmenntum.


Stytta af sigurgyðjunni Níke frá eynni Samóþrake. Styttan er frá 3. öld f.Kr. og geymd í Louvre-safninu.

Höggmyndir sýna hana iðullega með vængi en sagt er að myndhöggvarinn Arkermos frá Kíos hafi fyrstur manna gefið henni vængi snemma á 6. öld f.Kr. Hún var gjarnan talin fylgja öðrum guðum, svo sem Aþenu, en var sjaldnast dýrkuð ein og sér. Um árið 566 f.Kr. var reist altari Níke á Akrópólishæð í Aþenuborg og um 410 f.Kr. var henni reist hof. Frægasta varðveitta styttan af Níke er marmarastytta frá eynni Samóþrake frá 3. öld f.Kr. Styttan, sem uppgötvaðist árið 1863, er nú geymd í Louvre-safninu í París í Frakklandi.

Mynd: