Höggmyndir sýna hana iðullega með vængi en sagt er að myndhöggvarinn Arkermos frá Kíos hafi fyrstur manna gefið henni vængi snemma á 6. öld f.Kr. Hún var gjarnan talin fylgja öðrum guðum, svo sem Aþenu, en var sjaldnast dýrkuð ein og sér. Um árið 566 f.Kr. var reist altari Níke á Akrópólishæð í Aþenuborg og um 410 f.Kr. var henni reist hof. Frægasta varðveitta styttan af Níke er marmarastytta frá eynni Samóþrake frá 3. öld f.Kr. Styttan, sem uppgötvaðist árið 1863, er nú geymd í Louvre-safninu í París í Frakklandi. Mynd:
Höggmyndir sýna hana iðullega með vængi en sagt er að myndhöggvarinn Arkermos frá Kíos hafi fyrstur manna gefið henni vængi snemma á 6. öld f.Kr. Hún var gjarnan talin fylgja öðrum guðum, svo sem Aþenu, en var sjaldnast dýrkuð ein og sér. Um árið 566 f.Kr. var reist altari Níke á Akrópólishæð í Aþenuborg og um 410 f.Kr. var henni reist hof. Frægasta varðveitta styttan af Níke er marmarastytta frá eynni Samóþrake frá 3. öld f.Kr. Styttan, sem uppgötvaðist árið 1863, er nú geymd í Louvre-safninu í París í Frakklandi. Mynd: