Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Átti Hitler konu og börn?

EDS

Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig strax eftir að hafa tekið inn blásýru. Hitler átti engin börn.



Hitler og Eva Braun voru hjón tæpa tvo sólahringa.

Þar sem Hitler var barnlaus eru engir beinir afkomendur frá honum komnir. Hann átti fimm alsystkini en aðeins systir hans, Paula (1896-1960), lifði fram á fullorðinsár. Hún giftist aldrei og átti engin börn og það sama er að segja um bróður hennar. Hins vegar átti Hitler tvö hálfsystkini, Alios (1882-1956) og Angelu (1883-1949), sem bæði gengu í hjónaband og eignuðust afkomendur.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Átti Hitler einhver börn? Eða konu? Ef svo er hvernig dóu þau og hvað hétu þau?

Höfundur

Útgáfudagur

13.4.2010

Spyrjandi

Björg Sóley Kolbeinsdóttir, f. 1997, Ástrós Óladóttir, Salvör Sæmundsdóttir

Tilvísun

EDS. „Átti Hitler konu og börn?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2010, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55661.

EDS. (2010, 13. apríl). Átti Hitler konu og börn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55661

EDS. „Átti Hitler konu og börn?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2010. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55661>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Átti Hitler konu og börn?
Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig strax eftir að hafa tekið inn blásýru. Hitler átti engin börn.



Hitler og Eva Braun voru hjón tæpa tvo sólahringa.

Þar sem Hitler var barnlaus eru engir beinir afkomendur frá honum komnir. Hann átti fimm alsystkini en aðeins systir hans, Paula (1896-1960), lifði fram á fullorðinsár. Hún giftist aldrei og átti engin börn og það sama er að segja um bróður hennar. Hins vegar átti Hitler tvö hálfsystkini, Alios (1882-1956) og Angelu (1883-1949), sem bæði gengu í hjónaband og eignuðust afkomendur.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Átti Hitler einhver börn? Eða konu? Ef svo er hvernig dóu þau og hvað hétu þau?
...