Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gáta: Hvernig getur Jón gamli mælt út mjólkina?

Ritstjórn Vísindavefsins

Jón gamli var bóndi í Árnessýslu og gamaldags í háttum. Hann rak bú sitt líkt og faðir hans hafði gert forðum og hélt fast í gamla siði. Jón hafði til dæmis aldrei komist upp á lagið með að nota mjólkurvélar, en mjólkaði þess í stað sjálfur í könnur og bar í hús.

Það var svo einn fagran Hvítasunnudag að Jón gamli var að bera mjólkina í hús að venju. Hann hellti allajafna mjólkinni í einn 8 lítra brúsa svo að hægt væri að bera hana alla í einni ferð. Þar sem hann er að rogast með mjólkina í hús kemur skyndilega maður hlaupandi yfir túnið í áttina til hans. Jón gamli lagði brúsann varlega frá sér, tuggði strá og horfði undrandi á aðkomumanninn sem augljóslega var borgarbúi að þvælast um í sveitinni. Þegar maðurinn hafði kastað mæðinni sagði hann Jóni gamla farir sínar ekki sléttar.

Þannig var mál með vexti að maður þessi átti sumarbústað í Öndverðarnesi og hafði boðið þangað heilum hóp af krökkum í barnaafmæli. Í afmælinu átti að bjóða upp á súkkulaðiköku og mjólk, en þegar komið var að kaffitíma kom í ljós að engin mjólk var til í húsinu. Maðurinn dreif sig þá út til að kaupa mjólk en þar sem nú var Hvítasunnudagur voru allar verslanir lokaðar. Manninum hryllti hins vegar við því að koma tómhentur heim til tíu grátandi barna og var því búinn að þvælast um sveitina í leit að mjólkurdropa. Þar sem tíu börn biðu mannsins heima og glösin sem þau áttu voru 0,4 lítrar reiknaðist manninum til að hann þyrfti nákvæmlega 4 lítra af mjólk.

Jóni gamla fannst sjálfsagt að selja aðkomumanninum mjólk en sagði honum að hann þyrfti sjálfur að útvega brúsa. Maðurinn dró þá fram tvo brúsa sem hann átti, annan 5 lítra en hinn 3 lítra. Þegar Jón gamli sá þetta klóraði hann sér í kollinum. Hann sagði manninum að hann hefði nú aldrei verið sérlega sleipur í stærðfræði og vissi því satt að segja ekki hvernig þeir gætu mælt út nákvæmlega 4 lítra af mjólk fyrst þeir hefðu aðeins 8 lítra, 5 lítra og 3 lítra brúsa. Aðkomumaðurinn sagði að hann væri því miður litlu betri og þeir þyrftu því að leggja höfuðin í bleyti.

Við biðjum nú lesendur Vísindavefsins um að aðstoða þá við að leysa þessa gátu. Hvernig geta þeir mælt út nákvæmlega 4 lítra með því að nota einungis 8 lítra, 5 lítra og 3 lítra brúsa?


Rétt svar ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir hefur nú verið birt hér.

Útgáfudagur

4.6.2006

Spyrjandi

Róbert Gunnarsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvernig getur Jón gamli mælt út mjólkina?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5994.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2006, 4. júní). Gáta: Hvernig getur Jón gamli mælt út mjólkina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5994

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvernig getur Jón gamli mælt út mjólkina?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5994>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gáta: Hvernig getur Jón gamli mælt út mjólkina?
Jón gamli var bóndi í Árnessýslu og gamaldags í háttum. Hann rak bú sitt líkt og faðir hans hafði gert forðum og hélt fast í gamla siði. Jón hafði til dæmis aldrei komist upp á lagið með að nota mjólkurvélar, en mjólkaði þess í stað sjálfur í könnur og bar í hús.

Það var svo einn fagran Hvítasunnudag að Jón gamli var að bera mjólkina í hús að venju. Hann hellti allajafna mjólkinni í einn 8 lítra brúsa svo að hægt væri að bera hana alla í einni ferð. Þar sem hann er að rogast með mjólkina í hús kemur skyndilega maður hlaupandi yfir túnið í áttina til hans. Jón gamli lagði brúsann varlega frá sér, tuggði strá og horfði undrandi á aðkomumanninn sem augljóslega var borgarbúi að þvælast um í sveitinni. Þegar maðurinn hafði kastað mæðinni sagði hann Jóni gamla farir sínar ekki sléttar.

Þannig var mál með vexti að maður þessi átti sumarbústað í Öndverðarnesi og hafði boðið þangað heilum hóp af krökkum í barnaafmæli. Í afmælinu átti að bjóða upp á súkkulaðiköku og mjólk, en þegar komið var að kaffitíma kom í ljós að engin mjólk var til í húsinu. Maðurinn dreif sig þá út til að kaupa mjólk en þar sem nú var Hvítasunnudagur voru allar verslanir lokaðar. Manninum hryllti hins vegar við því að koma tómhentur heim til tíu grátandi barna og var því búinn að þvælast um sveitina í leit að mjólkurdropa. Þar sem tíu börn biðu mannsins heima og glösin sem þau áttu voru 0,4 lítrar reiknaðist manninum til að hann þyrfti nákvæmlega 4 lítra af mjólk.

Jóni gamla fannst sjálfsagt að selja aðkomumanninum mjólk en sagði honum að hann þyrfti sjálfur að útvega brúsa. Maðurinn dró þá fram tvo brúsa sem hann átti, annan 5 lítra en hinn 3 lítra. Þegar Jón gamli sá þetta klóraði hann sér í kollinum. Hann sagði manninum að hann hefði nú aldrei verið sérlega sleipur í stærðfræði og vissi því satt að segja ekki hvernig þeir gætu mælt út nákvæmlega 4 lítra af mjólk fyrst þeir hefðu aðeins 8 lítra, 5 lítra og 3 lítra brúsa. Aðkomumaðurinn sagði að hann væri því miður litlu betri og þeir þyrftu því að leggja höfuðin í bleyti.

Við biðjum nú lesendur Vísindavefsins um að aðstoða þá við að leysa þessa gátu. Hvernig geta þeir mælt út nákvæmlega 4 lítra með því að nota einungis 8 lítra, 5 lítra og 3 lítra brúsa?


Rétt svar ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir hefur nú verið birt hér.

...