Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 348 svör fundust
Er hægt að eitra fyrir lúsmýi og bitmýi í sumarbústöðum og koma þannig í veg fyrir bit?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ef meindýraeyðir er fenginn til að eitra fyrir flugu eða skordýrum í sumarbústað? Hefur það mikla virkni? Mundi það hafa þann árangur ég sé ekki bitin af flugu? Þá er ég að tala um eftirfarandi: Lúsmý, mýflugu, könguló? Eitranir í sumarbústöðum koma líklegast ekki í veg fyrir ...
Hvað er húsdreki og af hverju er hann í húsakimum?
Húsdrekar (Chelifer cancroides) eru áttfætlur (Arachnida) og tilheyra ættbálki dreka (Pseudoscorpiones). Í útliti minna þeir um margt á sporðdreka en á þá vantar halann eða sporðinn sem er svo áberandi hjá sporðdrekum. Auk þess eru drekar miklu minni en sporðdrekar, en húsdrekar eru aðeins 2,5-4,5 mm á lengd. ...
Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld?
Orðið „atómskáld“ á uppruna sinn í skáldsögu Halldórs Laxness, Atómstöðinni, sem kom út árið 1948. Orðið birtist fyrst á prenti í íslenskum blöðum og tímaritum árið 1950 og virðist undraskjótt hafa öðlast nokkuð skýra merkingu sem á sér algerlega tvær hliðar. Þannig virðist það hafa lifað allt til dagsins í dag. A...
Hvað getið þið sagt mér um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi?
Þótt kvikmyndastjörnur og knattspyrnumenn hafi vakið athygli á götum Reykjavíkur og víðar um land sumarið 1919 voru þær ekki einu stjörnurnar sem aðdáun ungs fólks á Íslandi beindist að. Líklega var Davíð Stefánsson, ungt skáld norðan úr Eyjafirði, sá sem allra mestrar hylli naut. Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fja...
Hver var Eysteinn Ásgrímsson sem talinn er höfundur helgikvæðisins Lilju?
Árið 1343 var á margan hátt dæmigert fyrir íslenskan veruleika á 14. öld, ef marka má hinar knöppu frásagnir annálarita en í þeim er getið um helstu atburði hvers ár. Nafnkunnugt fólk dó drottni sínum og fjöldi manns fórst í sjóslysum úti fyrir ströndum landsins. Annað sem bar til tíðinda voru afbrot og refsingar ...
Hvenær voru fyrstu rímur ortar og hvaða fyrirmyndir voru fyrir þessum kveðskap?
Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók er elst varðveittra rímnatexta. Hún á sinn þátt í því samhljóða áliti fræðimanna að rímnagerð hafi hafist á fyrri hluta 14. aldar og jafnvel þegar um eða upp úr 1300. Með athugun á málstigi miðaldarímna hafa rannsóknir leitt i ljós að nokkrir nú varðveittir rímnaflokkar hafi ...
Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru gullkrónur og hvert er verðgildi þeirra sé miðað við íslenska krónu? Til frekari upplýsinga segir í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar að heimilt sé að sekta um 2.000 - 40.000 gullkrónur fyrir brot gegn lögunum en vísað í lög nr. 4/1924 um að miða við...
Hvað getur þú sagt mér um hagamýs?
Hagamúsin (Apodemus sylvaticus) er ein af sjö tegundum músa sem tilheyra ættkvíslinni Apodemus. Meðlimir þessarar ættkvíslar hafa aðlagast lífi á sléttum, engjum og skóglendi. Hagamúsin finnst um mest alla Evrópu, víða í Asíu og nyrst í Norður-Afríku. Heimkynni hennar ná hins vegar ekki langt norður í barrskógabel...
Hvað getið þið sagt mér um maríubjöllur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað borða maríubjöllur?Hvar finn ég upplýsingar um maríubjöllu á netinu? Eru maríuhænur á Íslandi? Maríubjöllur (Coccinellidae) er í raun sérstök ætt bjalla og innan ættarinnar eru um 4.500 tegundir sem finnast um allt þurrlendi jarðar. Þær eru kúlulaga og eru skjaldvængirnir í ...
Hvar get ég lesið um Sókrates og alla heimspekingana?
Upphaflega var spurningin svona: Ef ég ætla að fara að lesa mér til um heimspekinga, Sókrates og þá alla, á hverjum á ég þá fyrst að byrja? Nú er óljóst nákvæmlega hvaða heimspekinga er átt við að Sókratesi undanskildum. Það gæti verið að spyrjandi hafi í huga aðra gríska heimspekinga eða einfaldlega aðra fræga...
Er hægt að blóta á íslensku án þess að sækja blótsyrðin í kristindóminn?
Ef litið er í Íslenska orðabók (2002:142) og flett upp orðinu blót stendur sem fjórða merking ‘bölv, ragn’. Fyrsta merking er ‘guðsdýrkun (annarra guða en kristinna manna)’. Sögnin að blóta merkir annars vegar ‘dýrka (heiðin goð)’ en hins vegar ‘bölva, ragna’. Síðari tíma merkingarnar ‘bölv, ragn; bölva, ragna’ ur...
Átti rúnaletur sér einhverja fyrirmynd og til hvers voru rúnir notaðar í fyrstu?
Fyrirmynd rúnanna er að öllum líkindum latínustafrófið eins og það var ritað í Rómaveldi um Krists burð, eða á 1. öld, en margir fornleifafundir sýna að mikil samskipti voru milli Rómverja og Danmerkur á þeim tímum. Rúnirnar eru auðsjáanlega mótaðar af manni sem kunni latínustafrófið þótt ekki séu allar þangað sót...
Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?
Svanhildur Óskarsdóttir er handritafræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda. Í doktorsritgerð sinni (2000) fjallaði hún um ...
Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Jakobsdóttir stundað?
Sólveig Jakobsdóttir er dósent í fjarkennslufræðum við Menntavísindasvið (MVS) Háskóla Íslands og hefur verið forstöðumaður Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) frá því að stofan var stofnuð 2008. Rannsóknir hennar hafa beinst að fjarnámi og -kennslu, upplýsingatækni í menntun og skólastarfi og töl...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Bjarnadóttir rannsakað?
Kristín Bjarnadóttir er prófessor emerita í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi. Megináhersla í rannsóknum hennar hefur verið á breytingar sem urðu á Íslandi á sjöunda áratug tuttugustu aldar í kjölfar námstefnu sem haldin var í Royaumont ...