Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að eitra fyrir lúsmýi og bitmýi í sumarbústöðum og koma þannig í veg fyrir bit?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Ef meindýraeyðir er fenginn til að eitra fyrir flugu eða skordýrum í sumarbústað? Hefur það mikla virkni? Mundi það hafa þann árangur ég sé ekki bitin af flugu? Þá er ég að tala um eftirfarandi: Lúsmý, mýflugu, könguló?

Eitranir í sumarbústöðum koma líklegast ekki í veg fyrir að fólk sem þar dvelur verði bitið af lúsmýi eða bitmýi. Flugurnar berast oftast inn um opna glugga á kvöldin og nóttunni, leita uppi grunlaust fórnarlambið og leggjast á það með tilheyrandi óþægindum. Það er vandséð hvernig ætti að eitra fyrir þeim á árangursríkan hátt inni í híbýlum þar sem þær flögra um en safnast ekki saman á ákveðnum stað. Svo má ekki gleyma því að flugurnar bíta líka þegar fólk er úti við.

Flugur af ættkvíslinni Culicoides en lúsmý og bitmý tilheyra þeirri ættkvísl.

Það er því nánast ómögulegt að koma algjörlega í veg fyrir flugnabit þessara tegunda en þó eru til ýmsar leiðir til að draga úr ágangi þeirra. Meðal annars að sofa með lokaðan glugga og svo er talið gott að vera með viftur í gangi til að halda loftinu á hreyfingu eða sem blása út á móti opnum glugga. Höfundur þessa svars þekkir þó ekki árangurinn af slíkum vörnum. Flugurnar þrífast í logni og stillu en eru ekki aðgangsharðar þar sem vindur blæs. Það eru því meiri líkur á að verða fyrir biti á skjólsælum stöðum eins og gjarnan er í kringum sumarbústaði þar sem búið er að rækta þéttvaxinn og skjólgóðan gróður. Fleiri ráð má nefna. Það er til dæmis vel þekkt á stöðum þar sem mikið er um mý að fólk bregði flugnaneti yfir höfuðið og er í síðum buxum og langerma peysum til þess að hylja sem best bert hold. Svo eru ýmis húsráð önnur sem finna má með því að leita aðeins á Netinu, en hversu vel þau virka skal ósagt látið hér.

Eitranir fyrir köngulóm er allt annað mál. Það er afar sjaldgæft að íslenskar köngulær bíti fólk eða valdi þeim meinum, nema kannski sálrænum, enda eru þær alltof smávaxnar til að skaða fólk. Það er því alveg ástæðulaust að eitra til þess að forðast köngulóabit. En mörgum er illa við köngulær þótt þær geri fólki ekkert og ef fólk vill eitra til þess að losna við þær við húsið sitt eða sumarbústaðinn þá virkar það ágætlega og fólk losnar að mestu leyti við þær.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.6.2019

Spyrjandi

Elsa María Ólafsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að eitra fyrir lúsmýi og bitmýi í sumarbústöðum og koma þannig í veg fyrir bit?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2019, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77703.

Jón Már Halldórsson. (2019, 27. júní). Er hægt að eitra fyrir lúsmýi og bitmýi í sumarbústöðum og koma þannig í veg fyrir bit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77703

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að eitra fyrir lúsmýi og bitmýi í sumarbústöðum og koma þannig í veg fyrir bit?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2019. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77703>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að eitra fyrir lúsmýi og bitmýi í sumarbústöðum og koma þannig í veg fyrir bit?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Ef meindýraeyðir er fenginn til að eitra fyrir flugu eða skordýrum í sumarbústað? Hefur það mikla virkni? Mundi það hafa þann árangur ég sé ekki bitin af flugu? Þá er ég að tala um eftirfarandi: Lúsmý, mýflugu, könguló?

Eitranir í sumarbústöðum koma líklegast ekki í veg fyrir að fólk sem þar dvelur verði bitið af lúsmýi eða bitmýi. Flugurnar berast oftast inn um opna glugga á kvöldin og nóttunni, leita uppi grunlaust fórnarlambið og leggjast á það með tilheyrandi óþægindum. Það er vandséð hvernig ætti að eitra fyrir þeim á árangursríkan hátt inni í híbýlum þar sem þær flögra um en safnast ekki saman á ákveðnum stað. Svo má ekki gleyma því að flugurnar bíta líka þegar fólk er úti við.

Flugur af ættkvíslinni Culicoides en lúsmý og bitmý tilheyra þeirri ættkvísl.

Það er því nánast ómögulegt að koma algjörlega í veg fyrir flugnabit þessara tegunda en þó eru til ýmsar leiðir til að draga úr ágangi þeirra. Meðal annars að sofa með lokaðan glugga og svo er talið gott að vera með viftur í gangi til að halda loftinu á hreyfingu eða sem blása út á móti opnum glugga. Höfundur þessa svars þekkir þó ekki árangurinn af slíkum vörnum. Flugurnar þrífast í logni og stillu en eru ekki aðgangsharðar þar sem vindur blæs. Það eru því meiri líkur á að verða fyrir biti á skjólsælum stöðum eins og gjarnan er í kringum sumarbústaði þar sem búið er að rækta þéttvaxinn og skjólgóðan gróður. Fleiri ráð má nefna. Það er til dæmis vel þekkt á stöðum þar sem mikið er um mý að fólk bregði flugnaneti yfir höfuðið og er í síðum buxum og langerma peysum til þess að hylja sem best bert hold. Svo eru ýmis húsráð önnur sem finna má með því að leita aðeins á Netinu, en hversu vel þau virka skal ósagt látið hér.

Eitranir fyrir köngulóm er allt annað mál. Það er afar sjaldgæft að íslenskar köngulær bíti fólk eða valdi þeim meinum, nema kannski sálrænum, enda eru þær alltof smávaxnar til að skaða fólk. Það er því alveg ástæðulaust að eitra til þess að forðast köngulóabit. En mörgum er illa við köngulær þótt þær geri fólki ekkert og ef fólk vill eitra til þess að losna við þær við húsið sitt eða sumarbústaðinn þá virkar það ágætlega og fólk losnar að mestu leyti við þær.

Mynd:

...