Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni?

Jón Már Halldórsson

Já, það er rétt. Af þeim rúmlega 80 tegundum köngulóa sem hafa fundist hér á landi eru örfáar sem hafa nógu öflug klóskæri til að stinga í gegnum húð manna. Þær eru krossköngulóin (Araneus diadematus), heiðaköngulóin (Arctosa alpigena) og skurðalóin(Leptorhoptrum robustum). Þess má þó geta að bit af völdum þessara tegunda eru afar sjaldgæf og alls ekki hættuleg.

Víða erlendis eru til nokkrar tegundir sem eru mönnum mjög hættulegar og má þar fyrst nefna svörtu ekkjuna (Latrodectus mactans) og skyldar tegundir. Einnig má minnast á ástralskar tegundir af Atrax-ættkvíslinni, sem nefnast trektköngulær, en þessar tegundir hafa yfir að ráða mjög öflugu eitri sem hefur það hlutverk að lama bráð. Allar köngulær eru rándýr og hafa eiturkirtil til að vinna á bráð.

Mynd:

D.Hurd, E.B.Snyder, G.F.Matthias, J.D.Wright, S.M.Johnson: Lifandi veröld: Almenn náttúruvísindi. Hálfdan Ómar Hálfdanarson þýddi og staðfærði. Reykjavík: Námsgagnastofnun, 1999.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.3.2001

Spyrjandi

Auðunn Valsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2001, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1381.

Jón Már Halldórsson. (2001, 15. mars). Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1381

Jón Már Halldórsson. „Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2001. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1381>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni?

Já, það er rétt. Af þeim rúmlega 80 tegundum köngulóa sem hafa fundist hér á landi eru örfáar sem hafa nógu öflug klóskæri til að stinga í gegnum húð manna. Þær eru krossköngulóin (Araneus diadematus), heiðaköngulóin (Arctosa alpigena) og skurðalóin(Leptorhoptrum robustum). Þess má þó geta að bit af völdum þessara tegunda eru afar sjaldgæf og alls ekki hættuleg.

Víða erlendis eru til nokkrar tegundir sem eru mönnum mjög hættulegar og má þar fyrst nefna svörtu ekkjuna (Latrodectus mactans) og skyldar tegundir. Einnig má minnast á ástralskar tegundir af Atrax-ættkvíslinni, sem nefnast trektköngulær, en þessar tegundir hafa yfir að ráða mjög öflugu eitri sem hefur það hlutverk að lama bráð. Allar köngulær eru rándýr og hafa eiturkirtil til að vinna á bráð.

Mynd:

D.Hurd, E.B.Snyder, G.F.Matthias, J.D.Wright, S.M.Johnson: Lifandi veröld: Almenn náttúruvísindi. Hálfdan Ómar Hálfdanarson þýddi og staðfærði. Reykjavík: Námsgagnastofnun, 1999....