Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær voru fyrstu rímur ortar og hvaða fyrirmyndir voru fyrir þessum kveðskap?

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók er elst varðveittra rímnatexta. Hún á sinn þátt í því samhljóða áliti fræðimanna að rímnagerð hafi hafist á fyrri hluta 14. aldar og jafnvel þegar um eða upp úr 1300. Með athugun á málstigi miðaldarímna hafa rannsóknir leitt i ljós að nokkrir nú varðveittir rímnaflokkar hafi verið ortir á síðari hluta 14. aldar. Varðveisla elstu rímnanna er bundin við safnrit, það er handrit þar sem mörgum rímnaflokkum hefur verið safnað saman, og er ljóst að efnið muni vera eldra og að upphafleg handrit muni vera glötuð. Aldursgreining rímna er þó langt frá því að vera fullkannað rannsóknarefni. Þróunarkenning Björns K. Þórólfssonar reyndist lengi vel áhrifamest, en hann taldi að:

  • ... rekja mætti rímur til dróttkvæða og sagnadansa, enda hefðu þær verið kveðnar í dansi framan af.
  • elstu rímur hefðu að jafnaði verið stuttar og mansöngur þeirra ýmist stuttur eða enginn.
  • eftir því sem tímar liðu hafi rímnahættir orðið fjölbreyttari, rímurnar lengst og mansöngvar þeirra að sama skapi.

Þótt margt bendi til þess að meginstraumar í rímnakveðskap hafi legið með þessum hætti, ber að taka kenningu Björns eins og öðrum þróunarkenningum með þeim fyrirvara að skaranir, jafnt sem hrein frávik, hljóta alltaf að hafa átt sér stað.

Nýlegar rannsóknir á rímum benda til þess að kveðskapargreinin verði ekki rakin með afgerandi hætti til tiltekinnar fyrirmyndar heldur liggi áhrifavaldar hennar víða, jafnt í innlendum sem erlendum skáldskap. Rímur eru til að mynda erindaskipt frásagnarkvæði rétt eins og eddukvæði en skáldskaparmál þeirra, stuðlun, innrím og hrynjandi á sér fyrirmynd í dróttkvæðum. Þó sverja þær sig jafnframt í ætt við erlendan samtímakveðskap, einkum enskan og þýskan. Hér mætti nefna til hinn ferskeytta hátt, stuðluð vísuorð, eignarfallsumritanir og mansöngva. Orðið ríma er tökuorð í íslensku.

Flest bendir til þess að höfundur Landrés rímna frá síðari hluta 15. aldar hafi verið kona. Á myndinni sést upphaf Landrés rímna í handritinu AM 604 4to b frá miðri 16. öld.

Þegar blómatími rímna var hvað mestur nutu þær vinsælda meðal allra stétta og karla jafnt sem kvenna; til dæmis bendir flest til þess að höfundur Landrés rímna frá síðari hluta 15. aldar hafi verið kona. Ef marka má varðveittar segulbandsupptökur frá 20. öld virðist þó sem karlmenn hafi verið duglegri við að kveða rímur, það er flytja þær, á meðan konur gegndu yfirburðahlutverki í varðveislu sagnadansa og þulna eða þjóðkvæða.

Myndir:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Aðalheiður Guðmundsdóttir

prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda

Útgáfudagur

10.5.2024

Spyrjandi

Laufey Ósk

Tilvísun

Aðalheiður Guðmundsdóttir. „Hvenær voru fyrstu rímur ortar og hvaða fyrirmyndir voru fyrir þessum kveðskap?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86533.

Aðalheiður Guðmundsdóttir. (2024, 10. maí). Hvenær voru fyrstu rímur ortar og hvaða fyrirmyndir voru fyrir þessum kveðskap? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86533

Aðalheiður Guðmundsdóttir. „Hvenær voru fyrstu rímur ortar og hvaða fyrirmyndir voru fyrir þessum kveðskap?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86533>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær voru fyrstu rímur ortar og hvaða fyrirmyndir voru fyrir þessum kveðskap?
Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók er elst varðveittra rímnatexta. Hún á sinn þátt í því samhljóða áliti fræðimanna að rímnagerð hafi hafist á fyrri hluta 14. aldar og jafnvel þegar um eða upp úr 1300. Með athugun á málstigi miðaldarímna hafa rannsóknir leitt i ljós að nokkrir nú varðveittir rímnaflokkar hafi verið ortir á síðari hluta 14. aldar. Varðveisla elstu rímnanna er bundin við safnrit, það er handrit þar sem mörgum rímnaflokkum hefur verið safnað saman, og er ljóst að efnið muni vera eldra og að upphafleg handrit muni vera glötuð. Aldursgreining rímna er þó langt frá því að vera fullkannað rannsóknarefni. Þróunarkenning Björns K. Þórólfssonar reyndist lengi vel áhrifamest, en hann taldi að:

  • ... rekja mætti rímur til dróttkvæða og sagnadansa, enda hefðu þær verið kveðnar í dansi framan af.
  • elstu rímur hefðu að jafnaði verið stuttar og mansöngur þeirra ýmist stuttur eða enginn.
  • eftir því sem tímar liðu hafi rímnahættir orðið fjölbreyttari, rímurnar lengst og mansöngvar þeirra að sama skapi.

Þótt margt bendi til þess að meginstraumar í rímnakveðskap hafi legið með þessum hætti, ber að taka kenningu Björns eins og öðrum þróunarkenningum með þeim fyrirvara að skaranir, jafnt sem hrein frávik, hljóta alltaf að hafa átt sér stað.

Nýlegar rannsóknir á rímum benda til þess að kveðskapargreinin verði ekki rakin með afgerandi hætti til tiltekinnar fyrirmyndar heldur liggi áhrifavaldar hennar víða, jafnt í innlendum sem erlendum skáldskap. Rímur eru til að mynda erindaskipt frásagnarkvæði rétt eins og eddukvæði en skáldskaparmál þeirra, stuðlun, innrím og hrynjandi á sér fyrirmynd í dróttkvæðum. Þó sverja þær sig jafnframt í ætt við erlendan samtímakveðskap, einkum enskan og þýskan. Hér mætti nefna til hinn ferskeytta hátt, stuðluð vísuorð, eignarfallsumritanir og mansöngva. Orðið ríma er tökuorð í íslensku.

Flest bendir til þess að höfundur Landrés rímna frá síðari hluta 15. aldar hafi verið kona. Á myndinni sést upphaf Landrés rímna í handritinu AM 604 4to b frá miðri 16. öld.

Þegar blómatími rímna var hvað mestur nutu þær vinsælda meðal allra stétta og karla jafnt sem kvenna; til dæmis bendir flest til þess að höfundur Landrés rímna frá síðari hluta 15. aldar hafi verið kona. Ef marka má varðveittar segulbandsupptökur frá 20. öld virðist þó sem karlmenn hafi verið duglegri við að kveða rímur, það er flytja þær, á meðan konur gegndu yfirburðahlutverki í varðveislu sagnadansa og þulna eða þjóðkvæða.

Myndir:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum. ...