Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Dróttkvæði er fornnorrænn skáldskapur sem flokkast ekki sem eddukvæði. Saman mynda dróttkvæði og eddukvæði tvær höfuðgreinar fornorræns skáldskapar. Kveðskapur af ýmsu tagi hefur verið spyrtur saman undir hugtakinu dróttkvæði og í fyrsta bindi Íslenskrar bókmenntasögu er að finna ágæta flokkun Vésteins Ólasonar á efni dróttkvæða:
hirðkvæði, sem eru lofkvæði um höfðingja, orðið drótt merkir hirð
goðfræðilegt kvæði, nátengd hirðkvæðunum enda líklega ort handa höfðingjum
einkamál, kvæði og lausavísur sem tekin hafa verið upp í sögur
kristinn trúarkveðskapur, var í fyrstu kveðinn undir dróttkvæðum háttum en þróaðist svo í aðrar áttir.
Heitið dróttkvæði er leitt af bragarhættinum sem langflest kvæðin eru ort undir en hann nefnist dróttkvæður háttur eða dróttkvætt. Ólíkt eddukvæðum eru dróttkvæðin yfirleitt eignuð nafngreindum skáldum. Egill Skallagrímsson er fyrsti Íslendingurinn sem orti lofkvæði um höfðingja, það er Höfuðlausn. Á erlendum málum nefnast dróttkvæði einfaldlega kvæði skáldanna, til dæmis "scaldic poem" og "skjaldedigt".
Frekara lesefni á Vísindavefnum: