Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er húsdreki og af hverju er hann í húsakimum?

Jón Már Halldórsson

Húsdrekar (Chelifer cancroides) eru áttfætlur (Arachnida) og tilheyra ættbálki dreka (Pseudoscorpiones). Í útliti minna þeir um margt á sporðdreka en á þá vantar halann eða sporðinn sem er svo áberandi hjá sporðdrekum. Auk þess eru drekar miklu minni en sporðdrekar, en húsdrekar eru aðeins 2,5-4,5 mm á lengd.

Líkami dreka skiptist í frambol og afturbol. Fremsta útlimaparið af sex eru klóskæri en á þeim eru spunavörtur sem framleiða silki. Næstir koma langir þreifarar með eitraðri gripkló eða griptöng á endanum sem gerir það að verkum að drekar líkjast að nokkru sporðdrekum í útliti. Þreifararnir gegna margs konar hlutverki, meðal annars að fanga og drepa bráð og taka þátt í að mylja fæðuna. Auk þess eru á þreifurunum aragrúi skynhára, brodda og gadda sem gegna hlutverki í skynjun. Aftan við þreifarana taka svo við fjögur pör ganglima.

Á Íslandi finnst húsdreki (Chelifer cancroides) aðeins í híbýlum manna.

Drekar eru rándýr og veiða smávaxna hryggleysingja sér til matar. Þeir ýmist elta uppi bráð sína eða sitja fyrir henni, grípa hana með griptöngum og nota eitur til að lama hana. Það skal tekið fram að drekar eru ekki hættulegir fólki.

Húsdreki fannst fyrst á Íslandi á 7. áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur hann reglulega fundist á höfuðborgarsvæðinu en ekki er hægt að segja að hann sé mjög algengur. Hann hefur einnig fundist allvíða á suðvesturhorninu, frá Grindavík austur í Biskupstungur, í Hvalfirði, á Hellissandi, í Steingrímsfirði og við Eyjafjörð. Húsdrekinn lifir eingöngu í híbýlum manna hér á landi en erlendis finnst hann einnig í útihúsum, korngeymslum og verksmiðjum. Hann finnst einkum í eldri húsum en það er ekki algilt. Kjörlendi hans eru rök skúmaskot, sökklar undir innréttingum og rými á bak við þiljur þar sem ryklúsa er helst von en á þeim lifir drekinn. Einnig finnst hann innan um gamlar og rykugar bækur og hefur þar af leiðandi stundum verið kallaður 'book scorpion' á ensku, sem mætti þýða sem 'bókadreki'.

Húsdrekinn er önnur tveggja drekategunda sem finnast hér á landi. Hin tegundin er mosadreki (Neobisium carcinoides) en hann lifir úti í náttúrunni, mest í dauðu laufi og öðrum gróðurleifum en einnig má finna hann undir steinum. Hann hefur eingöngu fundist á sunnanverðum landinu.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.8.2019

Spyrjandi

Guðjón Hilmarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er húsdreki og af hverju er hann í húsakimum?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77579.

Jón Már Halldórsson. (2019, 12. ágúst). Hvað er húsdreki og af hverju er hann í húsakimum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77579

Jón Már Halldórsson. „Hvað er húsdreki og af hverju er hann í húsakimum?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77579>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er húsdreki og af hverju er hann í húsakimum?
Húsdrekar (Chelifer cancroides) eru áttfætlur (Arachnida) og tilheyra ættbálki dreka (Pseudoscorpiones). Í útliti minna þeir um margt á sporðdreka en á þá vantar halann eða sporðinn sem er svo áberandi hjá sporðdrekum. Auk þess eru drekar miklu minni en sporðdrekar, en húsdrekar eru aðeins 2,5-4,5 mm á lengd.

Líkami dreka skiptist í frambol og afturbol. Fremsta útlimaparið af sex eru klóskæri en á þeim eru spunavörtur sem framleiða silki. Næstir koma langir þreifarar með eitraðri gripkló eða griptöng á endanum sem gerir það að verkum að drekar líkjast að nokkru sporðdrekum í útliti. Þreifararnir gegna margs konar hlutverki, meðal annars að fanga og drepa bráð og taka þátt í að mylja fæðuna. Auk þess eru á þreifurunum aragrúi skynhára, brodda og gadda sem gegna hlutverki í skynjun. Aftan við þreifarana taka svo við fjögur pör ganglima.

Á Íslandi finnst húsdreki (Chelifer cancroides) aðeins í híbýlum manna.

Drekar eru rándýr og veiða smávaxna hryggleysingja sér til matar. Þeir ýmist elta uppi bráð sína eða sitja fyrir henni, grípa hana með griptöngum og nota eitur til að lama hana. Það skal tekið fram að drekar eru ekki hættulegir fólki.

Húsdreki fannst fyrst á Íslandi á 7. áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur hann reglulega fundist á höfuðborgarsvæðinu en ekki er hægt að segja að hann sé mjög algengur. Hann hefur einnig fundist allvíða á suðvesturhorninu, frá Grindavík austur í Biskupstungur, í Hvalfirði, á Hellissandi, í Steingrímsfirði og við Eyjafjörð. Húsdrekinn lifir eingöngu í híbýlum manna hér á landi en erlendis finnst hann einnig í útihúsum, korngeymslum og verksmiðjum. Hann finnst einkum í eldri húsum en það er ekki algilt. Kjörlendi hans eru rök skúmaskot, sökklar undir innréttingum og rými á bak við þiljur þar sem ryklúsa er helst von en á þeim lifir drekinn. Einnig finnst hann innan um gamlar og rykugar bækur og hefur þar af leiðandi stundum verið kallaður 'book scorpion' á ensku, sem mætti þýða sem 'bókadreki'.

Húsdrekinn er önnur tveggja drekategunda sem finnast hér á landi. Hin tegundin er mosadreki (Neobisium carcinoides) en hann lifir úti í náttúrunni, mest í dauðu laufi og öðrum gróðurleifum en einnig má finna hann undir steinum. Hann hefur eingöngu fundist á sunnanverðum landinu.

Heimildir og mynd:

...