Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til drekar á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunni: Eru drekar skordýr?

Drekar eru ekki skordýr, heldur áttfætlur (Arachnida) líkt og köngulær, langfætlur og sporðdrekar. Drekar líkjast helst sporðdrekum að því leyti að þreifararnir hafa ummyndast í öflugar griptangir. Það er líklega ástæða þess að á ensku eru þeir nefndir gervisporðdrekar (pseudoscorpion).

Á Íslandi þekkjast aðeins tvær tegundir dreka, húsadreki (Chelifer cancroides) og mosadreki (Neobisium carcinoides).

Húsadrekinn er aðeins um 3-4 millimetrar á lengd. Hann hefur dreifst með manninum út um allan heim líkt og svo mörg önnur dýr. Hann er til dæmis mjög algengur víða í Evrópu enda gengur hann undir heitinu „common book scorpion“ á ensku.

Húsadreki hefur fundist í híbýlum víða á Íslandi og þá gjarnan í baðherbergjum enda sækir hann í hátt rakastig. Hann telst ekki vera meindýr á Íslandi líkt og silfurskottur og önnur smádýr sem finnast oft í mannabústöðum. Húsadrekinn lifir á ýmis konar smádýrum sem lifa í híbýlum manna, aðallega rykmaurum.



Mosadreki virðist vera tiltölulega algengur í graslendi syðst á landinu svo sem í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllum auk þess sem hann finnst í Vestmannaeyjum.

Margt í atferli mosadrekans hefur vakið athygli líffræðinga. Þegar karldýrið er orðið rúmur millimetri á lengd gerir það sér óðal. Það nuddar þá kviðnum við jörðina einhvers staðar á miðju óðalinu og er sennilega að merkja með lyktarefni (feromóni). Þegar kvendýr rambar inn á svæðið þá upphefur karldýrið einhvers konar biðilsdans sem felst í því að hrista skrokkinn og veifa griptöngunum sitt á hvað. Því næst losar það sæðispoka á jörðina, bakkar yfir hann og reynir að leiða kvendýrið yfir pokann. Hugmyndin er sú að kvendýrið taki upp pokann og noti hann seinna til að frjóvga egg sín. Helsta fæða mosadrekans eru áttfætlumaurar og stökkmor.



Heimildir og myndir:
  • Árni Einarsson og Hrefna Sigurjónsdóttir (ritstj.) „Pöddur.“ Rit landverndar . Reykjavík. 1989.
  • Muchmore, W. B. „Pseudoscorpionida.“ Synopsis and Classification of Living Organisms. Vol. 2. Parker, S. P. 1982.
  • Aegaweb.com
  • Chelifer.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.9.2004

Spyrjandi

Sóley Mist, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til drekar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 24. september 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4530.

Jón Már Halldórsson. (2004, 24. september). Eru til drekar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4530

Jón Már Halldórsson. „Eru til drekar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4530>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til drekar á Íslandi?
Hér er einnig svarað spurningunni: Eru drekar skordýr?

Drekar eru ekki skordýr, heldur áttfætlur (Arachnida) líkt og köngulær, langfætlur og sporðdrekar. Drekar líkjast helst sporðdrekum að því leyti að þreifararnir hafa ummyndast í öflugar griptangir. Það er líklega ástæða þess að á ensku eru þeir nefndir gervisporðdrekar (pseudoscorpion).

Á Íslandi þekkjast aðeins tvær tegundir dreka, húsadreki (Chelifer cancroides) og mosadreki (Neobisium carcinoides).

Húsadrekinn er aðeins um 3-4 millimetrar á lengd. Hann hefur dreifst með manninum út um allan heim líkt og svo mörg önnur dýr. Hann er til dæmis mjög algengur víða í Evrópu enda gengur hann undir heitinu „common book scorpion“ á ensku.

Húsadreki hefur fundist í híbýlum víða á Íslandi og þá gjarnan í baðherbergjum enda sækir hann í hátt rakastig. Hann telst ekki vera meindýr á Íslandi líkt og silfurskottur og önnur smádýr sem finnast oft í mannabústöðum. Húsadrekinn lifir á ýmis konar smádýrum sem lifa í híbýlum manna, aðallega rykmaurum.



Mosadreki virðist vera tiltölulega algengur í graslendi syðst á landinu svo sem í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllum auk þess sem hann finnst í Vestmannaeyjum.

Margt í atferli mosadrekans hefur vakið athygli líffræðinga. Þegar karldýrið er orðið rúmur millimetri á lengd gerir það sér óðal. Það nuddar þá kviðnum við jörðina einhvers staðar á miðju óðalinu og er sennilega að merkja með lyktarefni (feromóni). Þegar kvendýr rambar inn á svæðið þá upphefur karldýrið einhvers konar biðilsdans sem felst í því að hrista skrokkinn og veifa griptöngunum sitt á hvað. Því næst losar það sæðispoka á jörðina, bakkar yfir hann og reynir að leiða kvendýrið yfir pokann. Hugmyndin er sú að kvendýrið taki upp pokann og noti hann seinna til að frjóvga egg sín. Helsta fæða mosadrekans eru áttfætlumaurar og stökkmor.



Heimildir og myndir:
  • Árni Einarsson og Hrefna Sigurjónsdóttir (ritstj.) „Pöddur.“ Rit landverndar . Reykjavík. 1989.
  • Muchmore, W. B. „Pseudoscorpionida.“ Synopsis and Classification of Living Organisms. Vol. 2. Parker, S. P. 1982.
  • Aegaweb.com
  • Chelifer.com
...