Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Bjarnadóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Kristín Bjarnadóttir er prófessor emerita í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi. Megináhersla í rannsóknum hennar hefur verið á breytingar sem urðu á Íslandi á sjöunda áratug tuttugustu aldar í kjölfar námstefnu sem haldin var í Royaumont í Frakklandi árið 1959 um nýja hugsun í stærðfræði og hina svonefndu nýju stærðfræði. Hún rannsakaði menntapólitískar áherslur yfirvalda við þessar breytingar en einnig á öðrum tímamótum, sem sagt árin 1877 og 1904 þegar ákveðið var að stofna ekki stærðfræðideild við Lærða skólann í Reykjavík, og árið 1919 þegar stofnuð var stærðfræðideild við Menntaskólann í Reykjavík. Hún hefur rannsakað og greint íslenskar kennslubækur í stærðfræði fyrir börn og ungmenni allt frá ritgerðinni Algorismus frá 13. öld fram til síðustu aldamóta. Hún hefur einnig skrifað um árangur íslenskra nemenda í stærðfræði í PISA-rannsókninni.

Kristín hefur rannsakað sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi.

Kristín er virk í alþjóðlegum rannsóknarhópi um sögu stærðfræðimenntunar. Hópurinn hélt fyrstu ráðstefnu sína í Garðabæ á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands árið 2009 en hefur síðan haldið ráðstefnur annað hvert ár í Lissabon, Uppsölum, Torino og Utrecht og undirbýr nú sjöttu ráðstefnuna í Marseille í september árið 2019. Hún hefur setið í ritstjórn ráðstefnurita í framhaldi af þessum ráðstefnum.

Kristín fæddist 20. september 1943 í Ólafsvík og ólst upp í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963, BA-prófi í eðlisfræði og stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 1968 og prófi í uppeldisfræði og kennslufræðum frá HÍ árið 1971. Hún lauk M.Sc.-gráðu í stærðfræði frá Háskólanum í Oregon í Bandaríkjunum árið 1983 og PhD-gráðu í stærðfræðimenntun frá Háskólanum í Hróarskeldu í Danmörku árið 2006. Doktorsritgerðin fjallaði um stærðfræðimenntun á Íslandi í sögulegu samhengi – félagsleg og efnahagsleg áhrif og áskoranir.

Hún kenndi stærðfræði og eðlisfræði við Vogaskóla í Reykjavík, Kvennaskólann í Reykjavík og Grunnskólann í Stykkishólmi fram til 1981, og við Fjölbrautaskólann í Garðabæ á árunum 1983 – 2003 þar sem hún gegndi stjórnunarstörfum. Kristín var ráðin lektor við Kennaraháskóla Íslands árið 2003 og varð síðan dósent og prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún sat um skeið í háskólaráði Kennaraháskólans.

Kristín hefur ritað kennslubækur í stærðfræði og skrifað greinar um rannsóknir sínar á sviði sögu stærðfræðimenntunar í fagtímarit, svo sem International Journal for the History of Mathematics Education, NOMAD – Nordisk Matematikkdidaktikk, og Convergence – vefrit Mathematics Association of America, auk greina í Netlu, og Tímariti um uppeldi og menntun og margra greina í ráðstefnuritum. Hún situr í ritnefnd NOMAD. Hún skrifar reglulega pistla um söguleg efni í Flatarmál – Tímarit samtaka stærðfræðikennara, og fyrir Vísindavefinn.

Kristín stýrði Norðurlandaráðstefnu samtaka raungreinakennara árið 1990. Hún tók þátt í ritun námskráa í stærðfræði fyrir grunnskóla og framhaldsskóla árið 1989 og stýrði faghópum um ritun námskráa í stærðfræði fyrir grunnskóla og framhaldsskóla árið 1999.

Mynd:

  • © Kristinn Ingólfsson.

Útgáfudagur

15.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Bjarnadóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 15. október 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76352.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 15. október). Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Bjarnadóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76352

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Bjarnadóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76352>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Bjarnadóttir rannsakað?
Kristín Bjarnadóttir er prófessor emerita í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi. Megináhersla í rannsóknum hennar hefur verið á breytingar sem urðu á Íslandi á sjöunda áratug tuttugustu aldar í kjölfar námstefnu sem haldin var í Royaumont í Frakklandi árið 1959 um nýja hugsun í stærðfræði og hina svonefndu nýju stærðfræði. Hún rannsakaði menntapólitískar áherslur yfirvalda við þessar breytingar en einnig á öðrum tímamótum, sem sagt árin 1877 og 1904 þegar ákveðið var að stofna ekki stærðfræðideild við Lærða skólann í Reykjavík, og árið 1919 þegar stofnuð var stærðfræðideild við Menntaskólann í Reykjavík. Hún hefur rannsakað og greint íslenskar kennslubækur í stærðfræði fyrir börn og ungmenni allt frá ritgerðinni Algorismus frá 13. öld fram til síðustu aldamóta. Hún hefur einnig skrifað um árangur íslenskra nemenda í stærðfræði í PISA-rannsókninni.

Kristín hefur rannsakað sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi.

Kristín er virk í alþjóðlegum rannsóknarhópi um sögu stærðfræðimenntunar. Hópurinn hélt fyrstu ráðstefnu sína í Garðabæ á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands árið 2009 en hefur síðan haldið ráðstefnur annað hvert ár í Lissabon, Uppsölum, Torino og Utrecht og undirbýr nú sjöttu ráðstefnuna í Marseille í september árið 2019. Hún hefur setið í ritstjórn ráðstefnurita í framhaldi af þessum ráðstefnum.

Kristín fæddist 20. september 1943 í Ólafsvík og ólst upp í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963, BA-prófi í eðlisfræði og stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 1968 og prófi í uppeldisfræði og kennslufræðum frá HÍ árið 1971. Hún lauk M.Sc.-gráðu í stærðfræði frá Háskólanum í Oregon í Bandaríkjunum árið 1983 og PhD-gráðu í stærðfræðimenntun frá Háskólanum í Hróarskeldu í Danmörku árið 2006. Doktorsritgerðin fjallaði um stærðfræðimenntun á Íslandi í sögulegu samhengi – félagsleg og efnahagsleg áhrif og áskoranir.

Hún kenndi stærðfræði og eðlisfræði við Vogaskóla í Reykjavík, Kvennaskólann í Reykjavík og Grunnskólann í Stykkishólmi fram til 1981, og við Fjölbrautaskólann í Garðabæ á árunum 1983 – 2003 þar sem hún gegndi stjórnunarstörfum. Kristín var ráðin lektor við Kennaraháskóla Íslands árið 2003 og varð síðan dósent og prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún sat um skeið í háskólaráði Kennaraháskólans.

Kristín hefur ritað kennslubækur í stærðfræði og skrifað greinar um rannsóknir sínar á sviði sögu stærðfræðimenntunar í fagtímarit, svo sem International Journal for the History of Mathematics Education, NOMAD – Nordisk Matematikkdidaktikk, og Convergence – vefrit Mathematics Association of America, auk greina í Netlu, og Tímariti um uppeldi og menntun og margra greina í ráðstefnuritum. Hún situr í ritnefnd NOMAD. Hún skrifar reglulega pistla um söguleg efni í Flatarmál – Tímarit samtaka stærðfræðikennara, og fyrir Vísindavefinn.

Kristín stýrði Norðurlandaráðstefnu samtaka raungreinakennara árið 1990. Hún tók þátt í ritun námskráa í stærðfræði fyrir grunnskóla og framhaldsskóla árið 1989 og stýrði faghópum um ritun námskráa í stærðfræði fyrir grunnskóla og framhaldsskóla árið 1999.

Mynd:

  • © Kristinn Ingólfsson.

...