Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig varð stærðfræðin til?

Kristín Bjarnadóttir

Stærðfræðin á tvennar rætur. Annars vegar í þörfinni fyrir að telja, halda reiður á hlutunum í kringum sig og eigin eigum. Hins vegar í formunum í umhverfinu.

Þörfin fyrir að telja og talning urðu grundvöllurinn að reikningi. Þegar búið var að telja hóp hér og hóp þar, til dæmis með fimm og sjö, lá næst við að leggja saman. Frádráttur er svo andhverfa aðgerðin við að leggja saman. Margföldun er í fyrstu endurtekin samlagning. Deilingu má bæði líta á sem endurtekinn frádrátt og skiptingu. Smám saman byggðist upp kerfi og menn tóku að skapa almennar reglur. Með tíð og tíma myndaðist táknmál, fyrst yfir talnareikninginn, síðan bókstafareikninginn, algebru. Á síðmiðöldum má finna orðið „cosa“ – hlutur, yfir óþekkta stærð, x-ið, í ítölskum reikningsbókum. Reikningur og algebra þroskuðust sem fræðigreinar meðal verslunarþjóða í Evrópu á síðmiðöldum, en áttu rætur að rekja austan að, frá Indverjum og líklega hafa þeir lært af Kínverjum, þeirri fornu menningarþjóð.

Stærðfræðin á tvennar rætur. Annars vegar í þörfinni fyrir að telja, halda reiður á hlutunum í kringum sig og eigin eigum. Hins vegar í formunum í umhverfinu.

Hinn jarðvegurinn eru formin í umhverfinu á himni og jörðu. Grikkir hinir fornu settu saman á 5.-4. öldum f.Kr. djúpvitur fræði sem þeir nefnu „geometríu“, orðrétt jarðmælingarfræði. Þeir lögðu einnig stund á talnafræði, aðallega um heilar tölur og hlutföll þeirra á milli. Af frumspekilegum ástæðum runnu talnafræðin og geometrían, sem hlaut heitið rúmfræði á íslensku, ekki saman. Það beið reiknimeistara nýaldar á 16., 17. og 18. öld að bræða stærðfræðina saman í eina fræðigrein.

Það stóð stærðfræðinni lengi fyrir þrifum að notaður var mismunandi ritháttur í hinum ólíku greinum hennar. Menn tóku sér fyrir hendur að bæta úr þessu fyrir og um miðja 20. öld með því að innleiða mengjarithátt. Það hefur fært ólíkar greinar stærðfræðinnar saman. Í upphafi var þó gengið fullhratt fram í að innleiða ritháttinn allt niður í fyrsta bekk grunnskóla, bæði á Íslandi og víðar. Það olli nokkrum óróa meðal foreldra og almennings á Íslandi en var sett fram í mildari búningi í skólastærðfræði þegar frá leið. Mengjarithátturinn er nú notaður í öllum helstu greinum stærðfræðinnar.

Mynd:

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

16.3.2017

Síðast uppfært

17.3.2017

Spyrjandi

Viktor Ingvarsson, f. 2004

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Hvernig varð stærðfræðin til?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2017, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71245.

Kristín Bjarnadóttir. (2017, 16. mars). Hvernig varð stærðfræðin til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71245

Kristín Bjarnadóttir. „Hvernig varð stærðfræðin til?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2017. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71245>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð stærðfræðin til?
Stærðfræðin á tvennar rætur. Annars vegar í þörfinni fyrir að telja, halda reiður á hlutunum í kringum sig og eigin eigum. Hins vegar í formunum í umhverfinu.

Þörfin fyrir að telja og talning urðu grundvöllurinn að reikningi. Þegar búið var að telja hóp hér og hóp þar, til dæmis með fimm og sjö, lá næst við að leggja saman. Frádráttur er svo andhverfa aðgerðin við að leggja saman. Margföldun er í fyrstu endurtekin samlagning. Deilingu má bæði líta á sem endurtekinn frádrátt og skiptingu. Smám saman byggðist upp kerfi og menn tóku að skapa almennar reglur. Með tíð og tíma myndaðist táknmál, fyrst yfir talnareikninginn, síðan bókstafareikninginn, algebru. Á síðmiðöldum má finna orðið „cosa“ – hlutur, yfir óþekkta stærð, x-ið, í ítölskum reikningsbókum. Reikningur og algebra þroskuðust sem fræðigreinar meðal verslunarþjóða í Evrópu á síðmiðöldum, en áttu rætur að rekja austan að, frá Indverjum og líklega hafa þeir lært af Kínverjum, þeirri fornu menningarþjóð.

Stærðfræðin á tvennar rætur. Annars vegar í þörfinni fyrir að telja, halda reiður á hlutunum í kringum sig og eigin eigum. Hins vegar í formunum í umhverfinu.

Hinn jarðvegurinn eru formin í umhverfinu á himni og jörðu. Grikkir hinir fornu settu saman á 5.-4. öldum f.Kr. djúpvitur fræði sem þeir nefnu „geometríu“, orðrétt jarðmælingarfræði. Þeir lögðu einnig stund á talnafræði, aðallega um heilar tölur og hlutföll þeirra á milli. Af frumspekilegum ástæðum runnu talnafræðin og geometrían, sem hlaut heitið rúmfræði á íslensku, ekki saman. Það beið reiknimeistara nýaldar á 16., 17. og 18. öld að bræða stærðfræðina saman í eina fræðigrein.

Það stóð stærðfræðinni lengi fyrir þrifum að notaður var mismunandi ritháttur í hinum ólíku greinum hennar. Menn tóku sér fyrir hendur að bæta úr þessu fyrir og um miðja 20. öld með því að innleiða mengjarithátt. Það hefur fært ólíkar greinar stærðfræðinnar saman. Í upphafi var þó gengið fullhratt fram í að innleiða ritháttinn allt niður í fyrsta bekk grunnskóla, bæði á Íslandi og víðar. Það olli nokkrum óróa meðal foreldra og almennings á Íslandi en var sett fram í mildari búningi í skólastærðfræði þegar frá leið. Mengjarithátturinn er nú notaður í öllum helstu greinum stærðfræðinnar.

Mynd:

...