Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Svanhildur Óskarsdóttir er handritafræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda. Í doktorsritgerð sinni (2000) fjallaði hún um Reynistaðarbók, handrit sem skrifað var á 14. öld í Skagafirði og ber einkar skýrt vitni um þá fjölbreyttu latínutexta sem þýddir voru á íslensku á miðöldum og var miðlað áfram í handritum.

Í framhaldi af því hefur Svanhildur haldið áfram að rannsaka fornar íslenskar biblíuþýðingar og stýrir meðal annars nýrri ritröð sem hefur það að markmiði að koma áður óprentuðum þýðingum á framfæri. Hún hefur einnig lagt drjúgan skerf til fræðilegrar heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar sem unnið er að á Árnastofnun og sinnt útgáfu fornrita fyrir almenning og skóla. Hún er annar tveggja ritstjóra WikiSögu, sem er lýsandi heimildaskrá Egils sögu og Njáls sögu á vef: https://wikisaga.hi.is

Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda.

Svanhildur hefur tekið þátt í ýmsum innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og stýrði sjálf verkefninu Breytileiki Njáls sögu (2011–13) sem snerist um rannsóknir á Njáluhandritum allt frá 14. öld og fram á þá nítjándu. Afrakstur verkefnisins má meðal annars sjá í bókinni Historia mutila: New studies in the manuscript tradition of Njáls saga sem kemur út á þessu ári hjá Medieval Institute Publications. Sem stendur tekur Svanhildur þátt í verkefninu Hið sveigjanlega helgihald: Hefðir og samhengi Gregorsöngs á Íslandi 1500–1700, sem dr. Árni Heimir Ingólfsson stýrir.

Svanhildur hefur fjallað um íslenskt mál og bókmenningu í fjölmiðlum og einnig lesið ýmis öndvegisverk upp í útvarp, svo sem Hrafnkels sögu freysgoða, Passíusálma Hallgríms Péturssonar og Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson.

Svanhildur er fædd árið 1964 og varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1983. Hún lauk BA-prófi í íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands 1988 og MA-prófi í miðaldafræðum frá Háskólanum í Toronto árið eftir. Hún stundaði síðan framhaldsnám í norrænum miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands og Hafnarháskóla en fluttist árið 1993 til Lundúna þar sem hún tók við stöðu Halldórs Laxness-lektors í íslensku við University College London. Hún lauk doktorsprófi frá Lundúnaháskóla árið 2000 og var ráðin í stöðu sérfræðings við Stofnun Árna Magnússonar árið eftir. Þar hefur hún starfað síðan og meðal annars gegnt starfi stofustjóra handritasviðs (2011–2017). Svanhildur hlaut Hvatningarverðlaun RANNÍS árið 2003 og Dag Strömbäck-verðlaun Konunglegu Gustavs Adolfs-akademíunnar í Uppsölum árið 2010.

Mynd:

  • © Jóhanna Ólafsdóttir.

Útgáfudagur

13.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75464.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 13. mars). Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75464

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75464>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?
Svanhildur Óskarsdóttir er handritafræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda. Í doktorsritgerð sinni (2000) fjallaði hún um Reynistaðarbók, handrit sem skrifað var á 14. öld í Skagafirði og ber einkar skýrt vitni um þá fjölbreyttu latínutexta sem þýddir voru á íslensku á miðöldum og var miðlað áfram í handritum.

Í framhaldi af því hefur Svanhildur haldið áfram að rannsaka fornar íslenskar biblíuþýðingar og stýrir meðal annars nýrri ritröð sem hefur það að markmiði að koma áður óprentuðum þýðingum á framfæri. Hún hefur einnig lagt drjúgan skerf til fræðilegrar heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar sem unnið er að á Árnastofnun og sinnt útgáfu fornrita fyrir almenning og skóla. Hún er annar tveggja ritstjóra WikiSögu, sem er lýsandi heimildaskrá Egils sögu og Njáls sögu á vef: https://wikisaga.hi.is

Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda.

Svanhildur hefur tekið þátt í ýmsum innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og stýrði sjálf verkefninu Breytileiki Njáls sögu (2011–13) sem snerist um rannsóknir á Njáluhandritum allt frá 14. öld og fram á þá nítjándu. Afrakstur verkefnisins má meðal annars sjá í bókinni Historia mutila: New studies in the manuscript tradition of Njáls saga sem kemur út á þessu ári hjá Medieval Institute Publications. Sem stendur tekur Svanhildur þátt í verkefninu Hið sveigjanlega helgihald: Hefðir og samhengi Gregorsöngs á Íslandi 1500–1700, sem dr. Árni Heimir Ingólfsson stýrir.

Svanhildur hefur fjallað um íslenskt mál og bókmenningu í fjölmiðlum og einnig lesið ýmis öndvegisverk upp í útvarp, svo sem Hrafnkels sögu freysgoða, Passíusálma Hallgríms Péturssonar og Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson.

Svanhildur er fædd árið 1964 og varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1983. Hún lauk BA-prófi í íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands 1988 og MA-prófi í miðaldafræðum frá Háskólanum í Toronto árið eftir. Hún stundaði síðan framhaldsnám í norrænum miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands og Hafnarháskóla en fluttist árið 1993 til Lundúna þar sem hún tók við stöðu Halldórs Laxness-lektors í íslensku við University College London. Hún lauk doktorsprófi frá Lundúnaháskóla árið 2000 og var ráðin í stöðu sérfræðings við Stofnun Árna Magnússonar árið eftir. Þar hefur hún starfað síðan og meðal annars gegnt starfi stofustjóra handritasviðs (2011–2017). Svanhildur hlaut Hvatningarverðlaun RANNÍS árið 2003 og Dag Strömbäck-verðlaun Konunglegu Gustavs Adolfs-akademíunnar í Uppsölum árið 2010.

Mynd:

  • © Jóhanna Ólafsdóttir.

...