Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2033 svör fundust
Hver er sterkasti vöðvinn í líkama manns, hver er sá stærsti og hvað eru vöðvarnir margir?
Vöðvar eru af þremur gerðum; sléttir vöðvar, hjartavöðvinn og beinagrindarvöðvar sem nefnast einnig þverrákóttir vöðvar. Legið og vöðvar í æðaveggjum og veggjum meltingarvegarins eru dæmi um slétta vöðva. Flestir sléttir vöðvar eru aðeins ein slétt vöðvafruma og fjöldi þeirra skiptir milljörðum. Þeir eru yfirl...
Er kvikasilfur hættulegt fyrir heilsuna og hvernig berst það í líkamann?
Kvikasilfur er frumefni og tilheyrir hópi mjúkra málma. Eins og við á um flest önnur frumefni finnst það oftast sem efnasamband. Kvikasilfur er að finna í jarðskorpunni, í jarðvegi, bergi og vatni og jafnvel að einhverju leyti í andrúmsloftinu. Það kemur fyrir sem frumefnið kvikasilfur sem er fljótandi málmur eða ...
Hvar er mesta þéttbýli í Bandaríkjunum?
Samkvæmt upplýsingum um Bandaríkin á Wikipediu búa tæpar 314 milljónir manna í Bandaríkjunum en íbúaþéttleiki er tæplega 34 íbúar á ferkílómetra (km2). Til samanburðar er íbúaþéttleiki Íslands um 10 sinnum minni en í Japan 10 sinnum meiri. Íbúaþéttleiki Bandaríkjanna er tiltölulega lítill miðað við önnur lönd. ...
Getið þið útskýrt fyrir mér hvað sin er? Úr hverju eru sinar og hvert er hlutverk þeirra?
Sin er seigt knippi úr trefjóttum bandvef sem tengir vöðva við bein. Þegar vöðvi dregst saman togar hann í sinina sem togar þá í bein og stuðlar að hreyfingu þess. Stundum tengjast sinar öðru en beini, til dæmis augum, og stuðla að hreyfingu þeirra þegar augnvöðvarnir dragast saman. Í grófum dráttum líkjast sinar ...
Hvaða áhrif hefur Hekla þegar hún gýs?
Tjón af völdum Heklugosa getur orðið af ýmsum orsökum. Helstar eru gjóskufall, flóð, hraunrennsli, jarðskjálftar og gasútstreymi. Gjóskufall hefur verið mesti skaðvaldurinn fyrr og síðar. Stóru forsögulegu gjóskugosin breyttu stórum svæðum í vikurauðnir sem voru lengi að gróa upp, og gjóskan veldur enn skaða me...
Er gagnlegt að taka hitalækkandi lyf við sótthita eða getur það haft áhrif á varnarkerfi líkamans?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að velta fyrir mér virkni sótthita. Þegar maður veikist á maður að taka hitalækkandi til þess að hjálpa líkamanum að starfa eða er hitinn tæki líkamans til þess að herja á óværur? Sótthiti er nokkuð sem flestir, ef ekki allir, upplifa einhvern tíma. Þessi fylgikvilli ...
Hvers vegna var fallöxin fundin upp?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvers vegna var fallöxin fundin upp, af hverju var hætt að nota hana og hver var fyrstur drepinn með henni? Fallöxi er aftökutæki sem samanstendur af háum ramma og þungu axarblaði, sem hengt er upp á rammann. Við aftöku er sakamaður festur í rammann þannig að háls h...
Hafa óvenjumargir stórir jarðskjálftar orðið undanfarið ár?
Langflestir skjálftar í heiminum stafa af flekahreyfingum og verða á svæðum þar sem spenna safnast í jarðskorpunni á eða nálægt flekaskilum. Stærstir verða skjálftarnir á þeirri gerð flekaskila þar sem samrek á sér stað. Skjálftar eru minni og fátíðari á hjáreksbeltum, og sýnu minnstir á fráreksbeltum. Hraði fleka...
Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?
Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjö...
Af hverju urðu Nonna- og Mannabækurnar svona vinsælar?
Jón Sveinsson fæddist árið 1857 og ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann missti föður sinn vorið 1869 en þá um haustið bauðst drengnum að fara til náms í Frakklandi. Út fór hinn ungi Jón og dvaldi eitt ár í Danmörku, tók kaþólska trú og hélt síðan til Frakklands til náms í jesúítaskóla. Hann gerðist jesúíti og ...
Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?
Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ...
Hver var Alfred Kinsey og hvert var hans framlag til fræðanna?
Alfred C. Kinsey (1894-1956) var líffræðingur sem er þekktastur fyrir áhrif rannsókna sinna á þróun kynfræða og á viðhorf almennings til kynlífs og kynhegðunar. Hann útskrifaðist með BS-próf frá Bowdoin College í Maine í Bandaríkjunum og tók síðan doktorspróf í líffræði frá Harvard-háskóla árið 1920. Hann var alla...
Hvers vegna var Hitler valinn maður ársins?
Adolf Hitler var valinn maður ársins af bandaríska tímaritinu Time árið 1938. Það kann að koma mönnum spánskt fyrir sjónir að Hitler hafi hlotið slíka útnefningu en hafa þarf í huga að hún var ekki hugsuð sem verðlaun og henni fylgdi enginn sérstakur heiður. 'Maður ársins' samkvæmt Time er sá einstaklingur/-ar (eð...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jónas R. Viðarsson rannsakað?
Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt ...
Voru einhver fræg kventónskáld á 19. öld?
Það ævagamla sjónarmið var sem fyrr ríkjandi á 19. öld að hljóðfæraleikur væri konum til prýði svo framarlega sem þær iðkuðu slíka list einungis innan veggja heimilisins. Fordómar feðraveldisins gerðu flestum konum ókleift að hafa hljóðfæraleik að lífsstarfi og enn minni trú höfðu menn á getu þeirra til að stunda ...