Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jónas R. Viðarsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt sé talið.

Jónas hefur tekið þátt í fjölda innlendra og alþjóðlegra rannsóknaverkefna á undanförnum árum. Þar ber helst að nefna rannsóknarverkefnin EcoFishMan og MareFrame sem voru styrkt af sjöundu rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun (FP7). Þessi verkefni snéru að umbótum í fiskveiðistjórnun þar sem aukið tillit er tekið til vistkerfisnálgunar við stjórn fiskveiða, meðal annars með því að líta í auknum mæli til félagslegra- og efnahagslegra þátta við ákvarðanatöku.

Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt sé talið.

Jónas fór fyrir vinnupakka í FP7 verkefninu WhiteFish þar sem þróuð var aðferð og útbúinn staðall til að framkvæma mat á sjálfbærni í virðiskeðjum þorsk- og ýsuafurða.

Meðal þeirra verkefna sem Jónas vinnur að núna eru FP7 verkefnið FoodIntegrity og Horizon 2020 (áttunda rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun) Authent-Net þar sem matarheilindi og matvælasvindl er til rannsóknar. Meðal áhugaverðra niðurstaðna úr þeim verkefnum er að tegundasvik sjávarafurða á veitingastöðum á Íslandi virðast síst vera minni en annars staðar í Evrópu.

Jónas leiðir einnig vinnupakka í H2020 verkefninu DiscardLess þar sem brottkastsvandinn í evrópskum sjávarútvegi er til rannsóknar. Evrópusambandið er um þessar mundir að innleiða brottkastsbann í sínum veiðum og er DiscardLess verkefninu ætlað að nýtast til að greiða fyrir þeirri innleiðingu.

Jónas er að vinna að fjölmörgum verkefnum í augnablikinu, til að mynda FoodIntegrity, Authent-Net og DiscardLess sem lesa má nánar um í textanum hér að ofan.

Jónas er í forsvari fyrir vinnupakka í H2020 verkefninu ClimeFish þar sem áhrif hlýnunar jarðar á fiskveiðar og fiskeldi eru til rannsóknar. Meðal þeirra þátta sem vinna Jónasar í því verkefni snýr að er að þróa aðgerðaráætlanir (e. climate adaptation plans) til að bregðast við áhrifum hlýnunarinnar þannig að hagsmunaaðilar séu betur í stakk búnir til að takast á við vandann eða nýta sér jákvæð áhrif.

Jónas er líka leiðtogi í H2020 verkefninu SAF21 sem er Marie Sklodowska-Curie verkefni þar sem menntaðir eru tíu doktorsnemar á sviðum sem samþætta fiskveiðistjórnun og félagsfræði.

Síðast en ekki síst ber að nefna H2020 verkefnið FarFish sem Jónas stýrir. Í því verkefni eru veiðar Evrópusambandsins í lögsögum þriðja heims ríkja og á alþjóðlegum hafsvæðum til rannsóknar. Rúmur fimmtungur afla evrópska flotans kemur af hafsvæðum utan lögsagna Evrópusambandsins, en þekking á vistkerfunum, stofnunum og áhrifum veiðanna eru oft af skornum skammti. Markmið verkefnisins eru því að auka þekkingu á þessum veiðum og stuðla að úrbótum.

Jónas er Vestmannaeyingur fæddur 1971. Hann lauk BS-prófi í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1999 og meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Hann hefur einnig langa reynslu sem sjómaður, fiskverkamaður og netagerðamaður sem hefur nýst honum vel í starfinu hjá Matís.

Myndir:
  • Úr safni JRV.

Útgáfudagur

25.8.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jónas R. Viðarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76212.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 25. ágúst). Hvað hefur vísindamaðurinn Jónas R. Viðarsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76212

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jónas R. Viðarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76212>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jónas R. Viðarsson rannsakað?
Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt sé talið.

Jónas hefur tekið þátt í fjölda innlendra og alþjóðlegra rannsóknaverkefna á undanförnum árum. Þar ber helst að nefna rannsóknarverkefnin EcoFishMan og MareFrame sem voru styrkt af sjöundu rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun (FP7). Þessi verkefni snéru að umbótum í fiskveiðistjórnun þar sem aukið tillit er tekið til vistkerfisnálgunar við stjórn fiskveiða, meðal annars með því að líta í auknum mæli til félagslegra- og efnahagslegra þátta við ákvarðanatöku.

Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt sé talið.

Jónas fór fyrir vinnupakka í FP7 verkefninu WhiteFish þar sem þróuð var aðferð og útbúinn staðall til að framkvæma mat á sjálfbærni í virðiskeðjum þorsk- og ýsuafurða.

Meðal þeirra verkefna sem Jónas vinnur að núna eru FP7 verkefnið FoodIntegrity og Horizon 2020 (áttunda rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun) Authent-Net þar sem matarheilindi og matvælasvindl er til rannsóknar. Meðal áhugaverðra niðurstaðna úr þeim verkefnum er að tegundasvik sjávarafurða á veitingastöðum á Íslandi virðast síst vera minni en annars staðar í Evrópu.

Jónas leiðir einnig vinnupakka í H2020 verkefninu DiscardLess þar sem brottkastsvandinn í evrópskum sjávarútvegi er til rannsóknar. Evrópusambandið er um þessar mundir að innleiða brottkastsbann í sínum veiðum og er DiscardLess verkefninu ætlað að nýtast til að greiða fyrir þeirri innleiðingu.

Jónas er að vinna að fjölmörgum verkefnum í augnablikinu, til að mynda FoodIntegrity, Authent-Net og DiscardLess sem lesa má nánar um í textanum hér að ofan.

Jónas er í forsvari fyrir vinnupakka í H2020 verkefninu ClimeFish þar sem áhrif hlýnunar jarðar á fiskveiðar og fiskeldi eru til rannsóknar. Meðal þeirra þátta sem vinna Jónasar í því verkefni snýr að er að þróa aðgerðaráætlanir (e. climate adaptation plans) til að bregðast við áhrifum hlýnunarinnar þannig að hagsmunaaðilar séu betur í stakk búnir til að takast á við vandann eða nýta sér jákvæð áhrif.

Jónas er líka leiðtogi í H2020 verkefninu SAF21 sem er Marie Sklodowska-Curie verkefni þar sem menntaðir eru tíu doktorsnemar á sviðum sem samþætta fiskveiðistjórnun og félagsfræði.

Síðast en ekki síst ber að nefna H2020 verkefnið FarFish sem Jónas stýrir. Í því verkefni eru veiðar Evrópusambandsins í lögsögum þriðja heims ríkja og á alþjóðlegum hafsvæðum til rannsóknar. Rúmur fimmtungur afla evrópska flotans kemur af hafsvæðum utan lögsagna Evrópusambandsins, en þekking á vistkerfunum, stofnunum og áhrifum veiðanna eru oft af skornum skammti. Markmið verkefnisins eru því að auka þekkingu á þessum veiðum og stuðla að úrbótum.

Jónas er Vestmannaeyingur fæddur 1971. Hann lauk BS-prófi í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1999 og meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Hann hefur einnig langa reynslu sem sjómaður, fiskverkamaður og netagerðamaður sem hefur nýst honum vel í starfinu hjá Matís.

Myndir:
  • Úr safni JRV.
...