Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er talin vera helsta orsök þess að þriðja heims ríki nái ekki að rífa sig upp úr fátæktinni?

Hrund Gunnsteinsdóttir

Flest ríki heims tilheyra svokölluðum þriðja heims ríkjum. Hugtakið er þó vandmeðfarið og hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni. Hægt er að lesa um túlkun mannfræðings á hugtakinu í svari Sveins Eggertssonar við spurningunni Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn?

Þegar talað er um þriðja heims ríki er yfirleitt átt við ríki í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku auk þess sem sum ríki í Austur-Evrópu og fyrrverandi Sovétríkjunum falla undir þessa skilgreiningu. Fyrir vikið eru þetta fjölbreytt og ólík ríki sem eiga það þó sameiginlegt að stór hluti íbúanna er fátækur, þau eru eftirbátar Vesturlanda í tækni- og iðnvæðingu, víðast hvar eru sjúkdómar útbreiddir, útflutningur byggir að miklu leyti á óunnum vörum og löndin eru háð ríkari þjóðum heims um unnar vörur og þróunarhjálp í formi fjármagns, lána eða sérfræðiþekkingar.


Gengið gegn fátækt þriðja heims ríkja.

Mörg þessara ríkja eru fyrrverandi nýlendur Evrópu. Nýlendustjórnir héldu oft íbúunum niðri og nýttu auðlindir landa þeirra í þágu eigin þjóðar. Stefna þeirra einkenndist af vanþekkingu á þarlendum starfsháttum og menningu sem hafði slæmar afleiðingar fyrir mörg þessara ríkja.

Á tímum kalda stríðsins kepptu Bandaríkin og Sovétríkin um yfirráð og hollustu þriðja heims ríkjanna með ýmsum neikvæðum afleiðingum, meðal annars hervæðingu og vopnuðum átökum. Það er athyglisvert að það var að frumkvæði ríkja sem mörg hver voru fyrrverandi nýlendur í Asíu og Afríku að farið var að nota hugtakið þriðji heimurinn í pólitískum skilningi um miðja síðustu öld. Undir nafninu þriðji heimurinn vildu þau stofna bandalag sín í milli og standa utan við það sem kallað var fyrsti og annar heimur, það er hinn kapítalíska heim í Bandaríkjunum og hluta Evrópu, og hinn kommúníska heim í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Markmið þeirra var að vinna að efnahagslegu sjálfstæði sínu, fordæma nýlendutilþrif og yfirráð eins ríkis yfir öðru og efla viðskipta- og menningarleg tengsl sín á milli en einnig við kommúnísk og kapítalísk ríki.

Innan þróunarfræðinnar eru skiptar skoðanir um orsök þess að þriðja heims ríki nái ekki að rífa sig upp úr fátækt og ógerningur að svara þessari spurningu sómasamlega í svo stuttu máli. Fyrir utan það sem að framan er talið nefna sumir óstjórn í innanlandsmálum, spillingu stjórnvalda og valdahópa í viðkomandi ríkjum, ósanngjörn kjör þróunarlanda á alþjóðlegum markaði, skort á menntun, útbreiðslu sjúkdóma og skort á opinberri velferðaþjónustu. Ríkin eru mörg hver afskaplega ólík innbyrðis svo erfitt getur verið að samræma efnahagslega, félagslega og pólitíska uppbyggingu í löndunum. Þá hafa Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið gagnrýndir harðlega fyrir óábyrga lánastefnu í þróunarlöndum. Báðar hafa stofnanirnar lánað fjárhæðir sem farið hafa mestmegnis í vasa spilltra leiðtoga ríkjanna í stað uppbyggingar, og viðkomandi lönd eiga erfitt með að greiða lánin til baka. Einnig hafa þau skilyrði um efnahagslega og pólitíska ríkisstjórnun sem sett eru fyrir þróunarlánum ekki reynst raunhæf fyrir viðkomandi lönd.

Staða þróunarlanda á alþjóðlegum markaði hefur verið töluvert í umræðunni síðastliðin ár þar sem fjallað hefur verið um að ríkari þjóðir heims krefjist þess að fátækari ríki opni markaði sína á meðan vörur frá þróunarlöndum fá ekki greiðan aðgang að mörkuðum í norðri. Vöruflæði er því meira til þróunarlanda en frá þróunarlöndum. Í vaxandi mæli eru svo stórfyrirtæki að framleiða vörur sínar í þróunarlöndum þar sem laun eru mun lægri, launaréttindi oft á tíðum takmörkuð og umhverfisstaðlar ekki eins strangir og í Evrópu og Norður-Ameríku sem dæmi. Að mati margra verður þetta til þess að halda þróunarlöndunum niðri og auka á umhverfisskaða í þessum löndum.

Að lokum má nefna að svokallaður vitsmunaleki frá fátækari ríkjum til ríkari landa heims hefur aukist töluvert, þar sem menntað fólk frá þróunarlöndum flytur til að starfa í Vesturlöndum með þeim afleiðingum að sérþekkingu skortir enn frekar í þróunarlöndunum.

Frekara lesefni og mynd

  • Essendine School says "Make Poverty History" July 5th 2005.
  • Höfundur

    þróunarfræðingur

    Útgáfudagur

    16.3.2006

    Spyrjandi

    Ingólfur Pétursson
    Sigríður Lára Gunnarsdóttir

    Tilvísun

    Hrund Gunnsteinsdóttir. „Hver er talin vera helsta orsök þess að þriðja heims ríki nái ekki að rífa sig upp úr fátæktinni?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5712.

    Hrund Gunnsteinsdóttir. (2006, 16. mars). Hver er talin vera helsta orsök þess að þriðja heims ríki nái ekki að rífa sig upp úr fátæktinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5712

    Hrund Gunnsteinsdóttir. „Hver er talin vera helsta orsök þess að þriðja heims ríki nái ekki að rífa sig upp úr fátæktinni?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5712>.

    Chicago | APA | MLA

    Senda grein til vinar

    =

    Hver er talin vera helsta orsök þess að þriðja heims ríki nái ekki að rífa sig upp úr fátæktinni?
    Flest ríki heims tilheyra svokölluðum þriðja heims ríkjum. Hugtakið er þó vandmeðfarið og hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni. Hægt er að lesa um túlkun mannfræðings á hugtakinu í svari Sveins Eggertssonar við spurningunni Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn?

    Þegar talað er um þriðja heims ríki er yfirleitt átt við ríki í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku auk þess sem sum ríki í Austur-Evrópu og fyrrverandi Sovétríkjunum falla undir þessa skilgreiningu. Fyrir vikið eru þetta fjölbreytt og ólík ríki sem eiga það þó sameiginlegt að stór hluti íbúanna er fátækur, þau eru eftirbátar Vesturlanda í tækni- og iðnvæðingu, víðast hvar eru sjúkdómar útbreiddir, útflutningur byggir að miklu leyti á óunnum vörum og löndin eru háð ríkari þjóðum heims um unnar vörur og þróunarhjálp í formi fjármagns, lána eða sérfræðiþekkingar.


    Gengið gegn fátækt þriðja heims ríkja.

    Mörg þessara ríkja eru fyrrverandi nýlendur Evrópu. Nýlendustjórnir héldu oft íbúunum niðri og nýttu auðlindir landa þeirra í þágu eigin þjóðar. Stefna þeirra einkenndist af vanþekkingu á þarlendum starfsháttum og menningu sem hafði slæmar afleiðingar fyrir mörg þessara ríkja.

    Á tímum kalda stríðsins kepptu Bandaríkin og Sovétríkin um yfirráð og hollustu þriðja heims ríkjanna með ýmsum neikvæðum afleiðingum, meðal annars hervæðingu og vopnuðum átökum. Það er athyglisvert að það var að frumkvæði ríkja sem mörg hver voru fyrrverandi nýlendur í Asíu og Afríku að farið var að nota hugtakið þriðji heimurinn í pólitískum skilningi um miðja síðustu öld. Undir nafninu þriðji heimurinn vildu þau stofna bandalag sín í milli og standa utan við það sem kallað var fyrsti og annar heimur, það er hinn kapítalíska heim í Bandaríkjunum og hluta Evrópu, og hinn kommúníska heim í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Markmið þeirra var að vinna að efnahagslegu sjálfstæði sínu, fordæma nýlendutilþrif og yfirráð eins ríkis yfir öðru og efla viðskipta- og menningarleg tengsl sín á milli en einnig við kommúnísk og kapítalísk ríki.

    Innan þróunarfræðinnar eru skiptar skoðanir um orsök þess að þriðja heims ríki nái ekki að rífa sig upp úr fátækt og ógerningur að svara þessari spurningu sómasamlega í svo stuttu máli. Fyrir utan það sem að framan er talið nefna sumir óstjórn í innanlandsmálum, spillingu stjórnvalda og valdahópa í viðkomandi ríkjum, ósanngjörn kjör þróunarlanda á alþjóðlegum markaði, skort á menntun, útbreiðslu sjúkdóma og skort á opinberri velferðaþjónustu. Ríkin eru mörg hver afskaplega ólík innbyrðis svo erfitt getur verið að samræma efnahagslega, félagslega og pólitíska uppbyggingu í löndunum. Þá hafa Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið gagnrýndir harðlega fyrir óábyrga lánastefnu í þróunarlöndum. Báðar hafa stofnanirnar lánað fjárhæðir sem farið hafa mestmegnis í vasa spilltra leiðtoga ríkjanna í stað uppbyggingar, og viðkomandi lönd eiga erfitt með að greiða lánin til baka. Einnig hafa þau skilyrði um efnahagslega og pólitíska ríkisstjórnun sem sett eru fyrir þróunarlánum ekki reynst raunhæf fyrir viðkomandi lönd.

    Staða þróunarlanda á alþjóðlegum markaði hefur verið töluvert í umræðunni síðastliðin ár þar sem fjallað hefur verið um að ríkari þjóðir heims krefjist þess að fátækari ríki opni markaði sína á meðan vörur frá þróunarlöndum fá ekki greiðan aðgang að mörkuðum í norðri. Vöruflæði er því meira til þróunarlanda en frá þróunarlöndum. Í vaxandi mæli eru svo stórfyrirtæki að framleiða vörur sínar í þróunarlöndum þar sem laun eru mun lægri, launaréttindi oft á tíðum takmörkuð og umhverfisstaðlar ekki eins strangir og í Evrópu og Norður-Ameríku sem dæmi. Að mati margra verður þetta til þess að halda þróunarlöndunum niðri og auka á umhverfisskaða í þessum löndum.

    Að lokum má nefna að svokallaður vitsmunaleki frá fátækari ríkjum til ríkari landa heims hefur aukist töluvert, þar sem menntað fólk frá þróunarlöndum flytur til að starfa í Vesturlöndum með þeim afleiðingum að sérþekkingu skortir enn frekar í þróunarlöndunum.

    Frekara lesefni og mynd

  • Essendine School says "Make Poverty History" July 5th 2005.
  • ...