Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er hlutdeild sjávarútvegsins í íslenska hagkerfinu og að hvaða leyti hefur hún breyst á síðustu 15 árum?

Gylfi Magnússon

Hægt er að skoða hlutdeild sjávarútvegs í hagkerfinu með ýmsum hætti. Svarið við spurningunni fer því nokkuð eftir því hvaða sjónarhorn er valið. Niðurstaðan er þó alltaf svipuð að því leyti að ótvírætt er að hlutdeildin hefur minnkað.

Árið 1991 unnu um 10,4% landsmanna við fiskveiðar og vinnslu en 15 árum síðar, árið 2006, var hlutfallið innan við helmingur þessa eða tæp 5%.

Rétt er þó að hafa í huga að mikilvægi greinanna sem vinnuveitanda er mjög mismunandi eftir svæðum. Árið 1991 unnu tæp 3% íbúa höfuðborgarsvæðisins við fiskveiðar eða vinnslu en rúm 20% íbúa annars staðar á landinu. 15 árum síðar unnu um 1,5% íbúa höfuðborgarsvæðisins við þessar greinar en um 11,5% íbúa annars staðar á landinu.

Framlag fiskveiða og vinnslu til landsframleiðslu var tæp 15% árið 1991 en var komið niður í 6% árið 2005.

Vægi sjávarútvegs í útflutningi er þó talsvert meira en þessar tölur gefa til kynna, þótt það hafi einnig dregið talsvert úr því með tímanum. Árið 1991 voru sjávarafurðir um 80% af vöruútflutningi landsmanna og 59% af heildarútflutningi. Árið 2006 voru þessi hlutföll komin niður í 51% og rúm 33%.

Heimild:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.8.2007

Spyrjandi

Sigurbjörn Óskarsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er hlutdeild sjávarútvegsins í íslenska hagkerfinu og að hvaða leyti hefur hún breyst á síðustu 15 árum?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6781.

Gylfi Magnússon. (2007, 29. ágúst). Hver er hlutdeild sjávarútvegsins í íslenska hagkerfinu og að hvaða leyti hefur hún breyst á síðustu 15 árum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6781

Gylfi Magnússon. „Hver er hlutdeild sjávarútvegsins í íslenska hagkerfinu og að hvaða leyti hefur hún breyst á síðustu 15 árum?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6781>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er hlutdeild sjávarútvegsins í íslenska hagkerfinu og að hvaða leyti hefur hún breyst á síðustu 15 árum?
Hægt er að skoða hlutdeild sjávarútvegs í hagkerfinu með ýmsum hætti. Svarið við spurningunni fer því nokkuð eftir því hvaða sjónarhorn er valið. Niðurstaðan er þó alltaf svipuð að því leyti að ótvírætt er að hlutdeildin hefur minnkað.

Árið 1991 unnu um 10,4% landsmanna við fiskveiðar og vinnslu en 15 árum síðar, árið 2006, var hlutfallið innan við helmingur þessa eða tæp 5%.

Rétt er þó að hafa í huga að mikilvægi greinanna sem vinnuveitanda er mjög mismunandi eftir svæðum. Árið 1991 unnu tæp 3% íbúa höfuðborgarsvæðisins við fiskveiðar eða vinnslu en rúm 20% íbúa annars staðar á landinu. 15 árum síðar unnu um 1,5% íbúa höfuðborgarsvæðisins við þessar greinar en um 11,5% íbúa annars staðar á landinu.

Framlag fiskveiða og vinnslu til landsframleiðslu var tæp 15% árið 1991 en var komið niður í 6% árið 2005.

Vægi sjávarútvegs í útflutningi er þó talsvert meira en þessar tölur gefa til kynna, þótt það hafi einnig dregið talsvert úr því með tímanum. Árið 1991 voru sjávarafurðir um 80% af vöruútflutningi landsmanna og 59% af heildarútflutningi. Árið 2006 voru þessi hlutföll komin niður í 51% og rúm 33%.

Heimild:...