Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið útskýrt fyrir mér hvað sin er? Úr hverju eru sinar og hvert er hlutverk þeirra?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Sin er seigt knippi úr trefjóttum bandvef sem tengir vöðva við bein. Þegar vöðvi dregst saman togar hann í sinina sem togar þá í bein og stuðlar að hreyfingu þess. Stundum tengjast sinar öðru en beini, til dæmis augum, og stuðla að hreyfingu þeirra þegar augnvöðvarnir dragast saman. Í grófum dráttum líkjast sinar liðböndum og vöðvafellum að gerð. Liðbönd tengja saman bein við bein en vöðvafell vöðva við vöðva.

Vefjafræðilega eru sinar knippi úr þéttum reglulegum bandvef sem eru pökkuð inn í slíður úr þéttum óreglulegum bandvef. Heilbrigðar sinar eru yfirleitt gerðar að mestu úr samsíða söfnum af kollagenþráðum pökkuðum þétt saman, en kollagen er sérstök prótíntegund í líkamanum. Auk kollagens er eitthvað af prótíninu elastíni, sykurprótíni og steinefnum í sinum.

Kollagensameindir mynda saman þráðlur (e. fibrils) sem safnast saman í knippi sem síðan mynda kollagenþræði. Kollageni í sinum er haldið saman af sykurprótínum sem vefjast utan um kollagenþráðlur og binda þær saman. Sinafrumur mynda kollagensameindirnar sem safnast saman bæði langsum og þversum til að mynda þráðlur. Æðar liggja samsíða sinafrumum og greinast um þær. Aftur á móti er enginn taugavefur inni í sin en taugaendar tengjast sinaslíðrinu.

Sinar eru byggðar upp af kollagensameindum sem mynda þráðlur, þræði og knippi.

Lengi vel var eingöngu litið á sinar sem milliliði eða tengingu milli vöðva og beina. Á síðustu tveimur áratugum hefur rannsóknum hins vegar í auknum mæli verið beint að teygjanleika sina og hæfileika þeirra til að virka sem gormar. Þessi eiginleiki sina gerir þeim kleift að móta krafta við hreyfingu á óvirkan hátt og þar með veita aukinn stöðugleika. Teygjanleikinn gerir þeim kleift að geyma og endurheimta orku á mjög hagkvæman hátt. Sem dæmi má taka gönguhreyfingu. Þá teygir á hásininni þegar ökklinn beygist upp en í lok skrefsins losnar þessi geymda teygiorka og fóturinn vísar niður. Vegna þess að sinin teygist getur vöðvinn þar að auki starfað með minni eða engri breytingu á lengd sinni og þar með af meiri krafti.

Aflfræðilegir eiginleikar sina eru háðir þvermáli og stöðu kollagenþráða. Kollagenþráðlur liggja samsíða hver annarri og liggja þétt saman, en þó er um bylgjulögun að ræða þegar vel er að gáð, þar sem fram koma nokkurra míkrómetra (µm) langar bylgjur sem stafa af sérstökum eiginleikum prótínsins á þessum stöðum. Þessar bylgjur í þráðlunum veita sinum svolítinn teygjanleika en um leið litla samþjöppunarstífni. Þar sem sinar eru gerðar úr mörgum að sumu leyti óháðum þráðlum og knippum starfa þær ekki sem einn stakur strengur og hefur það einnig áhrif á sveigjanleika þeirra. Sykurprótínhluti sina er einnig mikilvægur fyrir aflfræðilega eiginleika þeirra. Á meðan kollagenþráðlur gera sinum kleift að þola togálag gera sykurprótínin þeim kleift að þola samþjöppunarálag. Lenging og þan kollagenþráðla einna og sér er mun minna en lenging og þan sinar í heild undir sama álagi, sem gefur til kynna að sykurprótíngrunnmassinn verði að gefa eftir og stífna á ný við mikið álag.

Sinar geta orðið fyrir margs konar skaða. Ýmis meiðsl geta komið fram vegna ofnotkunar og enda þau oftast með bólgum og hrörnun eða veikingu sinanna sem geta leitt til að þær slitni. Fyrst má nefna sinatrefjabólgu (e. paratenonitis) en þá bólgna sinatrefjar sem liggja á milli sinar og sinarhulu hennar. Í öðru lagi getur kvilli orðið í sin á frumustigi (e. tendinosis) sem hefur ekki bólgu í för með sér. Þá rýrnar sinin vegna skaða á kollageni, frumum og á æðum í sininni sem getur endað með að sinin slitni. Skoðun sina sem hafa slitnað fyrirvaralaust hafa leitt í ljós kollagenþráðlur sem eru ekki í réttri samsíða stöðu eða eru ekki af réttri lengd eða þvermáli ásamt rúnnuðum sinafrumum og öðrum afbrigðileikum frumanna. Enn fremur sjást æðar sem hafa vaxið inn í sinina. Í þriðja lagi er sinatrefjabólga ásamt sinabólgu (e. tenditis) sem einkennist af sinatrefjabólgu og hrörnun sinarinnar. Í síðasta lagi er sinabólga sem felur í sér hrörnun sinar ásamt bólgu í henni auk rofnunar æða.

Sinar geta orðið fyrir ýmiss konar skaða. Hér má sjá dæmi um vandamál tengd hásininni; slitin sin, bólgin sin og veikluð sin án bólgu.

Innri þættir sem hafa áhrif á sjúkdóma í sinum eru aldur, líkamsþyngd og næring. Ytri þættir tengjast oft íþróttum og of miklu álagi, lélegum þjálfunaráætlunum og umhverfisaðstæðum. Sinar eru lengi að gróa ef þær slitna og getur það verið sársaukafullt. Þeir sem komast ekki undir læknishendur innan tveggja sólarhringa frá slysinu þjást af miklum bólgum og brunatilfinningu á áverkastað.

Heimild og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

15.5.2013

Spyrjandi

Alexandra Kristjánsdóttir, f. 1996

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getið þið útskýrt fyrir mér hvað sin er? Úr hverju eru sinar og hvert er hlutverk þeirra?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2013, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59432.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2013, 15. maí). Getið þið útskýrt fyrir mér hvað sin er? Úr hverju eru sinar og hvert er hlutverk þeirra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59432

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getið þið útskýrt fyrir mér hvað sin er? Úr hverju eru sinar og hvert er hlutverk þeirra?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2013. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59432>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið útskýrt fyrir mér hvað sin er? Úr hverju eru sinar og hvert er hlutverk þeirra?
Sin er seigt knippi úr trefjóttum bandvef sem tengir vöðva við bein. Þegar vöðvi dregst saman togar hann í sinina sem togar þá í bein og stuðlar að hreyfingu þess. Stundum tengjast sinar öðru en beini, til dæmis augum, og stuðla að hreyfingu þeirra þegar augnvöðvarnir dragast saman. Í grófum dráttum líkjast sinar liðböndum og vöðvafellum að gerð. Liðbönd tengja saman bein við bein en vöðvafell vöðva við vöðva.

Vefjafræðilega eru sinar knippi úr þéttum reglulegum bandvef sem eru pökkuð inn í slíður úr þéttum óreglulegum bandvef. Heilbrigðar sinar eru yfirleitt gerðar að mestu úr samsíða söfnum af kollagenþráðum pökkuðum þétt saman, en kollagen er sérstök prótíntegund í líkamanum. Auk kollagens er eitthvað af prótíninu elastíni, sykurprótíni og steinefnum í sinum.

Kollagensameindir mynda saman þráðlur (e. fibrils) sem safnast saman í knippi sem síðan mynda kollagenþræði. Kollageni í sinum er haldið saman af sykurprótínum sem vefjast utan um kollagenþráðlur og binda þær saman. Sinafrumur mynda kollagensameindirnar sem safnast saman bæði langsum og þversum til að mynda þráðlur. Æðar liggja samsíða sinafrumum og greinast um þær. Aftur á móti er enginn taugavefur inni í sin en taugaendar tengjast sinaslíðrinu.

Sinar eru byggðar upp af kollagensameindum sem mynda þráðlur, þræði og knippi.

Lengi vel var eingöngu litið á sinar sem milliliði eða tengingu milli vöðva og beina. Á síðustu tveimur áratugum hefur rannsóknum hins vegar í auknum mæli verið beint að teygjanleika sina og hæfileika þeirra til að virka sem gormar. Þessi eiginleiki sina gerir þeim kleift að móta krafta við hreyfingu á óvirkan hátt og þar með veita aukinn stöðugleika. Teygjanleikinn gerir þeim kleift að geyma og endurheimta orku á mjög hagkvæman hátt. Sem dæmi má taka gönguhreyfingu. Þá teygir á hásininni þegar ökklinn beygist upp en í lok skrefsins losnar þessi geymda teygiorka og fóturinn vísar niður. Vegna þess að sinin teygist getur vöðvinn þar að auki starfað með minni eða engri breytingu á lengd sinni og þar með af meiri krafti.

Aflfræðilegir eiginleikar sina eru háðir þvermáli og stöðu kollagenþráða. Kollagenþráðlur liggja samsíða hver annarri og liggja þétt saman, en þó er um bylgjulögun að ræða þegar vel er að gáð, þar sem fram koma nokkurra míkrómetra (µm) langar bylgjur sem stafa af sérstökum eiginleikum prótínsins á þessum stöðum. Þessar bylgjur í þráðlunum veita sinum svolítinn teygjanleika en um leið litla samþjöppunarstífni. Þar sem sinar eru gerðar úr mörgum að sumu leyti óháðum þráðlum og knippum starfa þær ekki sem einn stakur strengur og hefur það einnig áhrif á sveigjanleika þeirra. Sykurprótínhluti sina er einnig mikilvægur fyrir aflfræðilega eiginleika þeirra. Á meðan kollagenþráðlur gera sinum kleift að þola togálag gera sykurprótínin þeim kleift að þola samþjöppunarálag. Lenging og þan kollagenþráðla einna og sér er mun minna en lenging og þan sinar í heild undir sama álagi, sem gefur til kynna að sykurprótíngrunnmassinn verði að gefa eftir og stífna á ný við mikið álag.

Sinar geta orðið fyrir margs konar skaða. Ýmis meiðsl geta komið fram vegna ofnotkunar og enda þau oftast með bólgum og hrörnun eða veikingu sinanna sem geta leitt til að þær slitni. Fyrst má nefna sinatrefjabólgu (e. paratenonitis) en þá bólgna sinatrefjar sem liggja á milli sinar og sinarhulu hennar. Í öðru lagi getur kvilli orðið í sin á frumustigi (e. tendinosis) sem hefur ekki bólgu í för með sér. Þá rýrnar sinin vegna skaða á kollageni, frumum og á æðum í sininni sem getur endað með að sinin slitni. Skoðun sina sem hafa slitnað fyrirvaralaust hafa leitt í ljós kollagenþráðlur sem eru ekki í réttri samsíða stöðu eða eru ekki af réttri lengd eða þvermáli ásamt rúnnuðum sinafrumum og öðrum afbrigðileikum frumanna. Enn fremur sjást æðar sem hafa vaxið inn í sinina. Í þriðja lagi er sinatrefjabólga ásamt sinabólgu (e. tenditis) sem einkennist af sinatrefjabólgu og hrörnun sinarinnar. Í síðasta lagi er sinabólga sem felur í sér hrörnun sinar ásamt bólgu í henni auk rofnunar æða.

Sinar geta orðið fyrir ýmiss konar skaða. Hér má sjá dæmi um vandamál tengd hásininni; slitin sin, bólgin sin og veikluð sin án bólgu.

Innri þættir sem hafa áhrif á sjúkdóma í sinum eru aldur, líkamsþyngd og næring. Ytri þættir tengjast oft íþróttum og of miklu álagi, lélegum þjálfunaráætlunum og umhverfisaðstæðum. Sinar eru lengi að gróa ef þær slitna og getur það verið sársaukafullt. Þeir sem komast ekki undir læknishendur innan tveggja sólarhringa frá slysinu þjást af miklum bólgum og brunatilfinningu á áverkastað.

Heimild og myndir:

...