Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 37 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getið þið útskýrt fyrir mér hvað sin er? Úr hverju eru sinar og hvert er hlutverk þeirra?

Sin er seigt knippi úr trefjóttum bandvef sem tengir vöðva við bein. Þegar vöðvi dregst saman togar hann í sinina sem togar þá í bein og stuðlar að hreyfingu þess. Stundum tengjast sinar öðru en beini, til dæmis augum, og stuðla að hreyfingu þeirra þegar augnvöðvarnir dragast saman. Í grófum dráttum líkjast sinar ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru vöðvar í fingrum?

Það hljómar ef til vill ankannalega en það eru engir vöðvar í fingrunum sjálfum nema svokallaðir hárreisivöðvar í húðinni. Hvernig í ósköpunum förum við þá að því að hreyfa fingurna? Segja má að þeir séu hreyfðir með nokkurs konar fjarstýringu. Reyndar má líta svo á að allar hreyfingar mannslíkamans séu framkallað...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er maður í "essinu sínu"?

Orðasambandið að vera í essinu sínu ‘vera mjög vel fyrir kallaður, njóta sín vel’ er erlent að uppruna og þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Nafnorðið ess í merkingunni ‘gott ástand’ þekkist hins vegar frá því á 17. öld. Orðasambandið hefur sennilega borist í íslensku úr dönsku være ...

category-iconLögfræði

Geta kjósendur gefið þingmönnum bindandi fyrirmæli?

Í 48. grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína og ekki við neinar reglur frá kjósendum sínum. Af þeim sökum getur hvorki ríkisstjórn né aðrir handhafar framkvæmdarvalds gefið þingmönnum bindandi fyrirmæli um hvernig þeir skuli haga störfum sínum. Þingmenn er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið útskýrt reglu Rolles og meðalgildissetninguna?

Regla Rolles og meðalgildissetningin eru náskyldar, og sú fyrrnefnda er notuð við sönnun þeirrar seinni. Regla Rolles er kennd við franska stærðfræðinginn Michel Rolle (1652-1719; frb. 'roll' eins og í 'holl' og 'troll') en hann sannaði regluna árið 1691 með örsmæðareikningi. Á þessum tíma voru aðferðir í örsmæðar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir blótsyrðið ekkisens?

Uppruni blótsyrðisins ekkisens liggur alls ekki í augum uppi. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um þessa notkun eru frá síðari hluta 19. aldar. Ýmsar myndir koma þá fram eins og ekkisens, ekkisins, ekki sinn, ekki-sin, ekki-sen og ekkins. Helst koma tvær skýringar í hugann og eru báðar sóttar til Danmerkur. Önnur er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er ljósleiðari?

Þegar talað er um ljósleiðara er oftast átt við granna þræði úr gleri eða plasti sem eru búnir þeim eiginleikum að geta leitt ljós frá einum stað til annars. Tilkoma ljósleiðara hefur valdið byltingu í samskiptatækni, en ljósleiðarar eru einnig notaðir í öðrum tilgangi, til dæmis í lækningatækjum. Til að skilja...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er hantaveira?

Í Kóreustríðinu, sem háð var á árunum 1950-1953, varð vestrænum læknum fyrst kunnugt um dularfullan „nýjan“ sjúkdóm sem lagðist á hermenn Sameinuðu þjóðanna sem þar börðust. Sjúkdómnum var gefið nafnið kóresk blæðandi hitasótt (Korean hemorrhagic fever). Yfir 2000 hermenn sýktust og margir þeirra dóu af völdum sjú...

category-iconLæknisfræði

Hvernig lýsir Hunter-heilkenni sér og af hverju leggst það aðallega á stráka?

Hunter-heilkenni er afar sjaldgæfur erfðasjúkdómur. Talið er að alls séu um 2000 einstaklingar með sjúkdóminn í öllum heiminum. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu I2S-geni á X kynlitningi og er það ástæða þess að hann leggst aðallega á stráka. Strákar hafa aðeins einn X litning í frumunum sem þeir erfa í öllum t...

category-iconLæknisfræði

Þursabit og brjósklos, hver er munurinn á þessu tvennu?

Í stuttu máli er munurinn á þursabiti og brjósklosi sá að þursabit er almennt heiti á skyndilegum bakverk en brjósklos er fræðilegt heiti á orsök fyrir bakverk. Hryggurinn er burðarás líkamans, súla sem ber mannslíkamann uppi. Hann er gerður úr flóknu kerfi 26 samtengdra hryggjarliða úr beini, taugum, vöðvum, s...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef boruð yrði hola gegnum jörðina gæti maður, tæknilega séð, svifið í lausu lofti vegna aðdráttaraflsins?

Þessu máli eru oft gerð skil í kennslubókum í eðlisfræði, þar sem það varpar ljósi á mikilvæg atriði í aflfræði. Hugsum okkur sem sagt að við höfum borað holu beint niður í jörðina, gegnum miðju hennar og út hinum megin. Hugsum okkur líka að jörðin sé nákvæmlega kúlulaga og að massinn í henni dreifist jafnt um ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til jafna sem hefur graf sem fer í spíral?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er til jafna sem hefur graf sem fer í spíral? Hver er sú jafna? Eru til einhver önnur áhugaverð mynstur á gröfum? Hver?Það eru til margar slíkar jöfnur. Auðveldast er að fá vefjulaga (e. spiral) graf með því að nota pólhnit. Byrjum með venjulegt hnitakerfi. Þegar við notum p...

category-iconStærðfræði

Hvað er stjörnuferill?

Myndin hér að ofan sýnir stjörnuferil (e. astroid). Þessi ferill er innhjólferill (e. hypocycloid) því hann er teiknaður af punkti sem er fastur á hring sem rúllar innan í öðrum stærri hring. Hreyfimyndin sýnir hvernig ferillinn er teiknaður. Það fer eftir afstæðum stærðum hringanna hvernig innhjólferillinn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það? Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðb...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður sinaskeiðabólgu og hvernig er hægt að losna við hana?

Sinar eru úr þéttum bandvef og tengja vöðva við bein. Á handarbaki eru sinar sem sjá um að rétta fingur en í lófa eru þær sinar sem beygja fingur. Átta bein mynda úlnliðinn og lófamegin liggur trefjabandvefur (e. flexor retinaculum) milli fjögurra þeirra og myndar göng (e. carpal tunnel) sem sinarnar liggja um. Fl...

Fleiri niðurstöður