Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er maður í "essinu sínu"?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að vera í essinu sínu ‘vera mjög vel fyrir kallaður, njóta sín vel’ er erlent að uppruna og þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Nafnorðið ess í merkingunni ‘gott ástand’ þekkist hins vegar frá því á 17. öld.

Orðasambandið hefur sennilega borist í íslensku úr dönsku være i sit es sem aftur er tekið að láni annaðhvort úr lágþýsku in sin esse eða úr háþýsku in seinem Esse sein. Að baki liggur latneska sögnin esse ‘vera’ sem í miðlatínu var notuð sem nafnorð í merkingunni ‘vera, ástand’.

Talið er að orðasambandið hafi blandast franska orðasambandinu être à son aise ‘vera hress, líða vel, hafa það gott’, samanber ensku at ease ‘í friði og ró’.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.10.2006

Spyrjandi

Halldór Reynir Bergvinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig er maður í "essinu sínu"?“ Vísindavefurinn, 23. október 2006, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6328.

Guðrún Kvaran. (2006, 23. október). Hvernig er maður í "essinu sínu"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6328

Guðrún Kvaran. „Hvernig er maður í "essinu sínu"?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2006. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6328>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er maður í "essinu sínu"?
Orðasambandið að vera í essinu sínu ‘vera mjög vel fyrir kallaður, njóta sín vel’ er erlent að uppruna og þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Nafnorðið ess í merkingunni ‘gott ástand’ þekkist hins vegar frá því á 17. öld.

Orðasambandið hefur sennilega borist í íslensku úr dönsku være i sit es sem aftur er tekið að láni annaðhvort úr lágþýsku in sin esse eða úr háþýsku in seinem Esse sein. Að baki liggur latneska sögnin esse ‘vera’ sem í miðlatínu var notuð sem nafnorð í merkingunni ‘vera, ástand’.

Talið er að orðasambandið hafi blandast franska orðasambandinu être à son aise ‘vera hress, líða vel, hafa það gott’, samanber ensku at ease ‘í friði og ró’.

...