Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 433 svör fundust
Úr hverju eru asíur eiginlega? Er í alvöru til einhver ávöxtur eða grænmeti sem kallast asíur?
Asíur eru einfaldlega stórar gúrkur (Cucumis sativus) sem yfirleitt eru seldar súrsaðar. Nafnið er hingað komið úr dönsku en þar er asie notað um kjarnhreinsaða, niðurskorna og súrsaða gúrku í edikslegi. Danska orðið gæti verið afbökun orðsins achar sem er haft um hvers kyns súrsað og kryddað grænmeti og ávexti. ...
Af hverju er himinninn blár?
Með þessu er einnig svarað spurningu Andrésar Magnússonar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svo framvegis. En hvernig stendur þá á því að tunglið er gult og jafnvel rauðleitt þegar það er lágt á himni?Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthj...
Hvað er snjáldra?
Snjáldrur eða snjáldurmýs (Soricidae) nefnist sérstök ætt lítilla spendýra innan ættbálks skordýraæta (Insectivora). Alls hefur rúmlega 300 snjáldrutegundum verið lýst og eru þær tegundaauðugasta ætt innan ættbálksins. Dæmi um önnur dýr sem tilheyra ættbálki skordýraæta eru moldvörpur og broddgeltir. Snjáldrur...
Getið þið sagt mér sögu Titanic?
Eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma varð 15. apríl árið 1912 þegar risaskipið RMS Titanic fórst með um 1.500 manns. Titanic var á þessum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Skipið var 269 m langt og 28 metra breitt, eigin þyngd þess var 46.328 tonn en mögulegur heildarþungi skipsins,...
Hvað orsakar litróf frumeinda og sameinda?
Litróf efniseinda (frumeinda og sameinda) koma ýmist fram í útgeislun frá efnum eða í ljósgleypni þeirra. Fyrrnefndu litrófin nefnast útgeislunarróf (e. emission spectra) en þau síðarnefndu gleypiróf (e. absorption spectra). Sem dæmi eru litróf vetnisfrumeindarinnar sýnd á meðfylgjandi mynd. Mynd 1. Litróf ve...
Hvað er venjulegur fótbolti stór og þungur?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað er venjulegur fótbolti stór hvað er hann breiður og hvað er hann þungur? Fótbolti er geysivinsæl boltaíþrótt sem iðkuð er um allan heim. Alþjóðanefnd knattspyrnusamtaka (IFAB) heldur utan um og gefur út reglur leiksins (e. Laws of the Game). Ásamt upplýsingum um grunn...
Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið?
Blettatígur (Acinonyx jubatus) er rándýr af kattarætt og sprettharðastur allra dýra. Hann getur hlaupið á allt að 90 til 112 km hraða á klukkustund en þeim hraða getur hann aðeins haldið stuttar vegalengdir. Hann nýtir sér framúrskarandi hlaupagetu við veiðar en uppáhalds fæða hans eru gaseðlur og antilópur....
Af hverju var ég léttari í morgun en í gærkvöldi?
Spyrjandi segir okkur því miður ekki nánar frá því, hvernig hann hefur komist að þessari niðurstöðu. Við skulum því hugsa okkur að hann hafi stigið á þokkalega nákvæma vog bæði um kvöldið og síðan morguninn eftir, og hann hafi að sjálfsögðu gætt þess að vera annaðhvort fatalaus í bæði skiptin eða þá í nákvæmlega s...
Er hægt að búa til algjört þyngdarleysi á jörðinni með rafmagni og ofurleiðurum?
Svarið er nei; það er ekki hægt. Þyngdarkraftur á hlut ákvarðast af massa hans og þyngdarsviðinu á staðnum. Algjört þyngdarleysi mundi þýða að allir hlutir á tilteknu svæði yrðu þyngdarlausir eða mundu haga sér eins og þyngdarsviðið væri núll. Þessu er hægt að koma á til dæmis í flugvélum tímabundið eins og les...
Hvað geta krókódílar orðið stórir og hvernig æxlast þeir?
Stærsta núlifandi tegund krókódíla í heiminum er saltvatnskrókódíllinn, Crocodylus porosus, sem lifir meðfram suðausturströnd Asíu. Stærstu einstaklingar þessarar tegundar geta náð um 7 metra lengd og vegið vel yfir 1000 kg. Litlu minni er Nílarkrókódíllinn, Crocodylus niloticus, og ameríski krókódíllinn, Cr...
Geturðu sagt mér allt um kambeðlur?
Kambeðlur (Stegosaurus) voru uppi á síðari hluta Júratímabilsins, fyrir 144-156 miljónum ára. Þær voru stórar, rúmir 6 metrar á lengd og um 6-8 tonn að þyngd. Beinagrindur benda til þess að skrokkur kambeðlunnar hafi verið á stærð við indverskan fíl. Helstu einkenni kambeðlurnar voru annars vegar stórir kamb...
Hvernig getur maður flogið?
Maðurinn getur ekki flogið af eigin rammleik án hjálpartækja eins og fuglarnir og þess vegna gerum við ráð fyrir að spurningin vísi til þess hvernig við getum flogið í flugvél. Þeir sem vilja fræðast um flug fugla geta hins vegar lesið svar við spurningunni: Hvernig geta fuglar flogið? Flugvélar haldast á loft...
Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum?
Þessi landselsurta hefur líklega ekki verið kynþroska. Nýfæddir landselskópar eru vanalega um 9-11 kg að þyngd og 70-90 cm langir. Undir venjulegum kringumstæðum þyngjast landselskópar um rúmlega helming á fyrsta ári þannig að lauslega á skotið hefur þessi urta verið á öðru til þriðja ári. Landselur © Jón Baldur ...
Hvað getið þið sagt mér um drekaeðlur?
Drekaeðlur (Dilophosaurus) voru af meiði risaeðla (dinosauria) og lifðu í Norður-Ameríku snemma á júratímabilinu fyrir um 200 milljónum ára. Drekaeðlur voru meðalstórar kjötætur, um 3 metrar á hæð og gátu orðið um 6 metrar á lengd. Sennilega vógu þær um 500 kg sem telst ekki vera mikil þyngd miðað við margar stórv...
Er eggjarauða fitandi?
Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að brenna. Orkuþörfin er breytileg á milli einstaklinga...