Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geta krókódílar orðið stórir og hvernig æxlast þeir?

Jón Már Halldórsson

Stærsta núlifandi tegund krókódíla í heiminum er saltvatnskrókódíllinn, Crocodylus porosus, sem lifir meðfram suðausturströnd Asíu. Stærstu einstaklingar þessarar tegundar geta náð um 7 metra lengd og vegið vel yfir 1000 kg. Litlu minni er Nílarkrókódíllinn, Crocodylus niloticus, og ameríski krókódíllinn, Crocodylus acutus, sem er jafnframt stærsta krókódílategundin í Ameríku. Svokallaðir Orinoco-krókódílar, Crocodylus intermedius sem lifa í Orinoco-fljótakerfinu í Suður-Ameríku verða um það bil 6 metrar á lengd en aðrar tegundir amerískra krókódíla verða mun minni.

Til eru heimildir um saltvatnskrókódíla sem náð hafa meira en 9 metra lengd og þyngd yfir 1500 kg. Slíkir risar voru veiddir undan ströndum Papúa Nýju Guneu.

Krókódílar verða að jafnaði kynþroska við 10 ára aldur. Æxlun meðal krókódíla fer fram innvortis eins og hjá öðrum hryggdýrum. Mökunin fer fram nær undantekningarlaust í vatni og mánuði eftir verpir kvendýrið eggjum sem eru oftast á bilinu 20 - 80 stk. Eggin eru af svipaðri stærð og gæsaegg.

Eftir varpið grefur kvendýrið eggin í sand eða leðju eða þekur þau með gróðri til þess að verja þau fyrir sólarhitanum. Móðurumhyggja kvendýranna er með eindæmum meðal skriðdýra því að móðirin heldur sig í nágrenni við eggin eftir varpið. Ungarnir eru fullfærir um að bjarga sér strax eftir klak, án afskipta móður sinnar. Þeir vaxa ört fyrstu mánuðina og tvöfalda stærð sína fyrsta árið.

Mynd: Krókódíll Morrelet's, Crocodylus morreleti, AllTheWeb.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.11.2001

Spyrjandi

Bergur Þórmundsson, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta krókódílar orðið stórir og hvernig æxlast þeir?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2001, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1975.

Jón Már Halldórsson. (2001, 28. nóvember). Hvað geta krókódílar orðið stórir og hvernig æxlast þeir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1975

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta krókódílar orðið stórir og hvernig æxlast þeir?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2001. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1975>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geta krókódílar orðið stórir og hvernig æxlast þeir?

Stærsta núlifandi tegund krókódíla í heiminum er saltvatnskrókódíllinn, Crocodylus porosus, sem lifir meðfram suðausturströnd Asíu. Stærstu einstaklingar þessarar tegundar geta náð um 7 metra lengd og vegið vel yfir 1000 kg. Litlu minni er Nílarkrókódíllinn, Crocodylus niloticus, og ameríski krókódíllinn, Crocodylus acutus, sem er jafnframt stærsta krókódílategundin í Ameríku. Svokallaðir Orinoco-krókódílar, Crocodylus intermedius sem lifa í Orinoco-fljótakerfinu í Suður-Ameríku verða um það bil 6 metrar á lengd en aðrar tegundir amerískra krókódíla verða mun minni.

Til eru heimildir um saltvatnskrókódíla sem náð hafa meira en 9 metra lengd og þyngd yfir 1500 kg. Slíkir risar voru veiddir undan ströndum Papúa Nýju Guneu.

Krókódílar verða að jafnaði kynþroska við 10 ára aldur. Æxlun meðal krókódíla fer fram innvortis eins og hjá öðrum hryggdýrum. Mökunin fer fram nær undantekningarlaust í vatni og mánuði eftir verpir kvendýrið eggjum sem eru oftast á bilinu 20 - 80 stk. Eggin eru af svipaðri stærð og gæsaegg.

Eftir varpið grefur kvendýrið eggin í sand eða leðju eða þekur þau með gróðri til þess að verja þau fyrir sólarhitanum. Móðurumhyggja kvendýranna er með eindæmum meðal skriðdýra því að móðirin heldur sig í nágrenni við eggin eftir varpið. Ungarnir eru fullfærir um að bjarga sér strax eftir klak, án afskipta móður sinnar. Þeir vaxa ört fyrstu mánuðina og tvöfalda stærð sína fyrsta árið.

Mynd: Krókódíll Morrelet's, Crocodylus morreleti, AllTheWeb.com

...