Drekaeðlan var tvífætt líkt og margar kjötætur sem tilheyrðu skriðdýrum miðlífsaldar. Afturfæturnir voru langir og sterkvaxnir og má ætla að hún hafi verið ákaflega spretthörð. Tennurnar voru langar og mjóslegnar og hafa verið getgátur um að drekaeðlan hafi frekar stundað hræát en afrán þar sem framtennurnar voru of veikar til að taka niður stóra bráð. Slíkt þarf þó ekki að vera því mögulega lagðist hún á smærri dýr, jafnvel forn spendýr. Af steingervingum að ráða var einna mest áberandi einkenni þessarar tegundar par af kömbum á framanverðri hauskúpunni. Líklega var stærð kambanna kynbundin samkvæmt niðurstöðum rannsókna Robert Gay, bandarísks steingervingafræðings sem rannsakað hefur þessar eðlur. Á Vísindvefnum eru fjölmörg svör þar sem risaeðlur koma við sögu, til dæmis:
- Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld?
- Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar?
- Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og hver líkamsbygging þeirra var?
- Hvort voru fleiri risaeðlur rándýr eða jurtaætur?
- Dilophosaurus á Wikipedia. Sótt 25. 9. 2009.