Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér sögu Titanic?

Kinnat Sóley Lydon, Ársól Þóra Sigurðardóttir og Heiða María Sigurðardóttir

Eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma varð 15. apríl árið 1912 þegar risaskipið RMS Titanic fórst með um 1.500 manns.

Titanic var á þessum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Skipið var 269 m langt og 28 metra breitt, eigin þyngd þess var 46.328 tonn en mögulegur heildarþungi skipsins, særými, var 66.000 tonn. Það var jafnframt með þeim allra glæsilegustu. Um borð var meðal annars bókasafn, sundlaug, íþróttasalur, veggtennissalur og tyrkneskt bað. Sagt var að skipið væri ósökkvanlegt, svo haganlega væri það byggt. Annað kom þó á daginn.

Stærð risaskipsins Titanic borin saman við ýmislegt. Stóra gráa skipið í bakgrunni er Queen Mary 2 en það sigldi af stað í jómfrúarferð sína 12. janúar 2004.

Titanic hóf jómfrúarferð sína 10. apríl árið 1912 þegar það sigldi úr höfn í Southhamton, Englandi. Áætlunarstaður var New York í Bandaríkjunum, með viðkomu í Frakklandi og á Írlandi. Fjórum dögum seinna, 14. apríl 1912, var skipið statt um 600 km suður af Nýfundnalandi. Rétt fyrir miðnætti sáu tveir áhafnarmeðlimir allt í einu að skipið stefndi rakleiðis á stóran ísjaka. Annar þeirra hringdi strax í yfirmenn áhafnarinnar og lét vita að það sæist „ísjaki, beint af augum“. Strax var gefin skipun um að beygja frá, en það dugði ekki til og skipið rakst utan í ísjakann. Við það rofnaði skipsskrokkurinn og sjór flæddi inn.

Skömmu eftir miðnætti, þann 15. apríl, varð ljóst að Titanic myndi sökkva. Þá var sent út neyðarkall og hafist handa við að rýma skipið og koma fólki í björgunarbáta. Ekkert skip var þó svo nálægt að það gæti komið til hjálpar í tæka tíð, utan eitt, en það ansaði ekki kallinu. Margir farþeganna gerðu sér ekki grein fyrir því hversu mikil hætta var á höndum, og voru hikandi við að yfirgefa Titanic. Allmargir björgunarbátar voru því settir á flot hálftómir. Að auki voru ekki nægjanlega margir björgunarbátar á skipinu til að rúma alla farþega og áhafnarmeðlimi.


Of fáir björgunarbátar voru í Titanic, og þeir sem þó voru á skipinu voru ekki fullnýttir.

Klukkan rúmlega tvö eftir miðnætti fór svo að Titanic endasteyptist og brotnaði í tvennt, og sökk að lokum í kaf. Aðeins um þriðjungur allra, eða um 700 manns, komst í björgunarbáta og var bjargað. Aðrir, um 1500 manns, drukknuðu eða létust úr ofkælingu.

Eftir að Titanic sökk voru reglur um öryggismál á sjó hertar til muna. Brak Titanic fannst svo 1. september 1985 á 4.000 metra dýpi. Þann 6. maí árið 2006 dó síðasti farþegi Titanic sem mundi eitthvað eftir slysinu. Hún hét Lillian Gertrud Asplund og var fimm ára þegar slysið varð. Tveir farþegar eru eftirlifandi, en báðir voru þeir undir eins árs aldri þegar Titanic sökk og muna því ekkert eftir þessu hræðilega atviki.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.


Vilbergur Magni Óskarsson, sviðstjóri skipstjórnarsviðs Fjöltækniskóla Íslands, fær þakkir fyrir upplýsingar um eigin þyngd og særými Titanic.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

18.7.2006

Spyrjandi

Steinunn Einarsdóttir, Andri Hafsteinn, f. 1991, Jóhannes Gauti Óttarsson

Tilvísun

Kinnat Sóley Lydon, Ársól Þóra Sigurðardóttir og Heiða María Sigurðardóttir. „Getið þið sagt mér sögu Titanic?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6067.

Kinnat Sóley Lydon, Ársól Þóra Sigurðardóttir og Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 18. júlí). Getið þið sagt mér sögu Titanic? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6067

Kinnat Sóley Lydon, Ársól Þóra Sigurðardóttir og Heiða María Sigurðardóttir. „Getið þið sagt mér sögu Titanic?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6067>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér sögu Titanic?
Eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma varð 15. apríl árið 1912 þegar risaskipið RMS Titanic fórst með um 1.500 manns.

Titanic var á þessum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Skipið var 269 m langt og 28 metra breitt, eigin þyngd þess var 46.328 tonn en mögulegur heildarþungi skipsins, særými, var 66.000 tonn. Það var jafnframt með þeim allra glæsilegustu. Um borð var meðal annars bókasafn, sundlaug, íþróttasalur, veggtennissalur og tyrkneskt bað. Sagt var að skipið væri ósökkvanlegt, svo haganlega væri það byggt. Annað kom þó á daginn.

Stærð risaskipsins Titanic borin saman við ýmislegt. Stóra gráa skipið í bakgrunni er Queen Mary 2 en það sigldi af stað í jómfrúarferð sína 12. janúar 2004.

Titanic hóf jómfrúarferð sína 10. apríl árið 1912 þegar það sigldi úr höfn í Southhamton, Englandi. Áætlunarstaður var New York í Bandaríkjunum, með viðkomu í Frakklandi og á Írlandi. Fjórum dögum seinna, 14. apríl 1912, var skipið statt um 600 km suður af Nýfundnalandi. Rétt fyrir miðnætti sáu tveir áhafnarmeðlimir allt í einu að skipið stefndi rakleiðis á stóran ísjaka. Annar þeirra hringdi strax í yfirmenn áhafnarinnar og lét vita að það sæist „ísjaki, beint af augum“. Strax var gefin skipun um að beygja frá, en það dugði ekki til og skipið rakst utan í ísjakann. Við það rofnaði skipsskrokkurinn og sjór flæddi inn.

Skömmu eftir miðnætti, þann 15. apríl, varð ljóst að Titanic myndi sökkva. Þá var sent út neyðarkall og hafist handa við að rýma skipið og koma fólki í björgunarbáta. Ekkert skip var þó svo nálægt að það gæti komið til hjálpar í tæka tíð, utan eitt, en það ansaði ekki kallinu. Margir farþeganna gerðu sér ekki grein fyrir því hversu mikil hætta var á höndum, og voru hikandi við að yfirgefa Titanic. Allmargir björgunarbátar voru því settir á flot hálftómir. Að auki voru ekki nægjanlega margir björgunarbátar á skipinu til að rúma alla farþega og áhafnarmeðlimi.


Of fáir björgunarbátar voru í Titanic, og þeir sem þó voru á skipinu voru ekki fullnýttir.

Klukkan rúmlega tvö eftir miðnætti fór svo að Titanic endasteyptist og brotnaði í tvennt, og sökk að lokum í kaf. Aðeins um þriðjungur allra, eða um 700 manns, komst í björgunarbáta og var bjargað. Aðrir, um 1500 manns, drukknuðu eða létust úr ofkælingu.

Eftir að Titanic sökk voru reglur um öryggismál á sjó hertar til muna. Brak Titanic fannst svo 1. september 1985 á 4.000 metra dýpi. Þann 6. maí árið 2006 dó síðasti farþegi Titanic sem mundi eitthvað eftir slysinu. Hún hét Lillian Gertrud Asplund og var fimm ára þegar slysið varð. Tveir farþegar eru eftirlifandi, en báðir voru þeir undir eins árs aldri þegar Titanic sökk og muna því ekkert eftir þessu hræðilega atviki.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.


Vilbergur Magni Óskarsson, sviðstjóri skipstjórnarsviðs Fjöltækniskóla Íslands, fær þakkir fyrir upplýsingar um eigin þyngd og særými Titanic.

...