Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað orsakar litróf frumeinda og sameinda?

Ágúst Kvaran

Litróf efniseinda (frumeinda og sameinda) koma ýmist fram í útgeislun frá efnum eða í ljósgleypni þeirra. Fyrrnefndu litrófin nefnast útgeislunarróf (e. emission spectra) en þau síðarnefndu gleypiróf (e. absorption spectra). Sem dæmi eru litróf vetnisfrumeindarinnar sýnd á meðfylgjandi mynd.



Mynd 1. Litróf vetnisfrumeindarinnar: Efra litrófið er gleypiróf vetnisfrumeindar en neðra litrófið er útgeislunarróf vetnisfrumeindar

Gleypiróf eru tilkomin við það að orka ljóseinda í rafsegulgeislun sem fellur á efniseindir yfirfærist á efniseindirnar. Við það öðlast efniseindin aukna orku sem nemur orku ljóseindarinnar.

Útgeislunarróf eru á hinn bóginn tilkomin við það að orkuríkar frumeindir eða sameindir tapa orku í formi ljósorku sem geislar frá efninu. Litur þess ljóss sem viðkomandi efniseindir gleypa eða geisla er afmarkaður eða takmarkaður. Þannig greinast einungis ákveðnar ljósrákir á filmu vegna útgeislunar vetnisatóma (sjá mynd 1; neðri) en aðrir litir sjást ekki.

Á svipaðan hátt gleypa vetnisfrumeindir einungis afmarkaða liti (mynd 1; efri). Þar eð litur ljóss ræðst af bylgjulengd viðkomandi rafsegulbylgju eða orku viðkomandi ljóseindar svarar þetta til þess að litróf efniseinda samanstanda einungis af afmörkuðum orkuskömmtum ljóss. Þetta helgast af því að orka efniseinda er líka afmörkuð eða takmörkum háð í samræmi við kenningar skammtafræðinnar.

Samkvæmt einföldu líkani af vetnisfrumeindinni getur rafeind frumeindanna einungis verið á ákveðnum hvelum eða brautum (sjá mynd 2) sem eru misorkurík. Útgeislunar- eða gleypiróf eru tilkomin vegna tilfærslna rafeinda milli slíkra orkuhvela. Orka eða bylgjulengd ljóss litrófsins ákvarðast því af orkumismuni viðkomandi orkuhvela.



Mynd 2. Orkuhvel (n) og orkutilfærslur rafeinda á brautum umhverfis vetniskjarna í vetnisfrumeind.

Litróf frumeinda á borð við vetnisfrumeindir ráðast af tilfærslum rafeinda milli afmarkaðra orkuþrepa (orkuhvela) líkt og greint hefur verið frá hér á undan. Litróf sameinda, sem gerð eru úr tengdum frumeindum, ráðast hins vegar einnig af tilfærslum milli orkuþrepa sem ákvarðast af orku vegna innbyrðis titrings frumeindanna (titringsorku) sem og snúningi sameindanna (snúningsorku).

Þess má geta að litadýrð umhverfis okkar ræðst einmitt af mismunandi gleypni efniseinda þess efnis sem umleikur okkur. Mismunandi efniseindir gleypa mismunandi liti en endurkasta öðrum þannig að auga okkar skynjar misorkuríkar ljóseindir eða mismunandi bylgjulengdir hins sýnilega ljóss háð hlutum. Án þessa mismunar í getu efnis og einda til að gleypa mismunandi ljós væri umhverfi okkar ólíkt litlausara!

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir:
  • Litróf vetnis - Sótt 19.07.10. Texti á mynd var íslenskaður af ritstjórn.
  • Bohr-módelið - Sótt 19.07.10. Texti á mynd var íslenskaður af ritstjórn.

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

30.7.2010

Spyrjandi

Alma Helgadóttir, f. 1992; Bjarki Brynjólfsson, f. 1992; Dagmar Traustadóttir, f. 1992

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Hvað orsakar litróf frumeinda og sameinda?“ Vísindavefurinn, 30. júlí 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24478.

Ágúst Kvaran. (2010, 30. júlí). Hvað orsakar litróf frumeinda og sameinda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24478

Ágúst Kvaran. „Hvað orsakar litróf frumeinda og sameinda?“ Vísindavefurinn. 30. júl. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24478>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað orsakar litróf frumeinda og sameinda?
Litróf efniseinda (frumeinda og sameinda) koma ýmist fram í útgeislun frá efnum eða í ljósgleypni þeirra. Fyrrnefndu litrófin nefnast útgeislunarróf (e. emission spectra) en þau síðarnefndu gleypiróf (e. absorption spectra). Sem dæmi eru litróf vetnisfrumeindarinnar sýnd á meðfylgjandi mynd.



Mynd 1. Litróf vetnisfrumeindarinnar: Efra litrófið er gleypiróf vetnisfrumeindar en neðra litrófið er útgeislunarróf vetnisfrumeindar

Gleypiróf eru tilkomin við það að orka ljóseinda í rafsegulgeislun sem fellur á efniseindir yfirfærist á efniseindirnar. Við það öðlast efniseindin aukna orku sem nemur orku ljóseindarinnar.

Útgeislunarróf eru á hinn bóginn tilkomin við það að orkuríkar frumeindir eða sameindir tapa orku í formi ljósorku sem geislar frá efninu. Litur þess ljóss sem viðkomandi efniseindir gleypa eða geisla er afmarkaður eða takmarkaður. Þannig greinast einungis ákveðnar ljósrákir á filmu vegna útgeislunar vetnisatóma (sjá mynd 1; neðri) en aðrir litir sjást ekki.

Á svipaðan hátt gleypa vetnisfrumeindir einungis afmarkaða liti (mynd 1; efri). Þar eð litur ljóss ræðst af bylgjulengd viðkomandi rafsegulbylgju eða orku viðkomandi ljóseindar svarar þetta til þess að litróf efniseinda samanstanda einungis af afmörkuðum orkuskömmtum ljóss. Þetta helgast af því að orka efniseinda er líka afmörkuð eða takmörkum háð í samræmi við kenningar skammtafræðinnar.

Samkvæmt einföldu líkani af vetnisfrumeindinni getur rafeind frumeindanna einungis verið á ákveðnum hvelum eða brautum (sjá mynd 2) sem eru misorkurík. Útgeislunar- eða gleypiróf eru tilkomin vegna tilfærslna rafeinda milli slíkra orkuhvela. Orka eða bylgjulengd ljóss litrófsins ákvarðast því af orkumismuni viðkomandi orkuhvela.



Mynd 2. Orkuhvel (n) og orkutilfærslur rafeinda á brautum umhverfis vetniskjarna í vetnisfrumeind.

Litróf frumeinda á borð við vetnisfrumeindir ráðast af tilfærslum rafeinda milli afmarkaðra orkuþrepa (orkuhvela) líkt og greint hefur verið frá hér á undan. Litróf sameinda, sem gerð eru úr tengdum frumeindum, ráðast hins vegar einnig af tilfærslum milli orkuþrepa sem ákvarðast af orku vegna innbyrðis titrings frumeindanna (titringsorku) sem og snúningi sameindanna (snúningsorku).

Þess má geta að litadýrð umhverfis okkar ræðst einmitt af mismunandi gleypni efniseinda þess efnis sem umleikur okkur. Mismunandi efniseindir gleypa mismunandi liti en endurkasta öðrum þannig að auga okkar skynjar misorkuríkar ljóseindir eða mismunandi bylgjulengdir hins sýnilega ljóss háð hlutum. Án þessa mismunar í getu efnis og einda til að gleypa mismunandi ljós væri umhverfi okkar ólíkt litlausara!

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir:
  • Litróf vetnis - Sótt 19.07.10. Texti á mynd var íslenskaður af ritstjórn.
  • Bohr-módelið - Sótt 19.07.10. Texti á mynd var íslenskaður af ritstjórn.
...