Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hámarksfjöldi rafeinda á atómhvolfum (e. shell) er fundinn samkvæmt reikniaðgerðinni 2n2, þar sem n er númer hvolfs.
Rafeindir á sveimi umhverfis atómkjarna fyrirfinnast á afmörkuðum líkindasvæðum sem nefnast svigrúm en hægt er að lesa meira um þau í svari við spurningunni Hvað er lotukerfið?
Í hverju svigrúmi er rými fyrir tvær rafeindir hið mesta. Svigrúm eru táknuð sem ferningar á meðfylgjandi mynd. Svigrúm geta verið misorkurík, háð höfuðskammtatölum (n) og hverfiþungaskammtatölum (l; það er s-, p-, d- og f-svigrúm). Fjöldi svigrúma, og þar af leiðandi rafeindarými, er einnig háð n og l. Þetta er sýnt á meðfylgjandi mynd og töflu.
Hvolf (shell) nefnist það heildarrými (líkindasvæði) sem hýst getur rafeindir með sömu höfuðskammtatölu (n) í atómum. Hvolf eru auðkennd með bókstafstáknum (K, fyrir n = 1, L fyrir n = 2 o.s.frv.). Þetta er tilgreint í meðfylgjandi mynd og töflu. Hámarksfjöldi rafeinda í hvolfum er einnig tilgreindur í töflunni.
Ágúst Kvaran. „Hvað eru margar rafeindir á hverju hvolfi?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2005, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4696.
Ágúst Kvaran. (2005, 4. janúar). Hvað eru margar rafeindir á hverju hvolfi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4696
Ágúst Kvaran. „Hvað eru margar rafeindir á hverju hvolfi?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2005. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4696>.