Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju var ég léttari í morgun en í gærkvöldi?

ÞV

Spyrjandi segir okkur því miður ekki nánar frá því, hvernig hann hefur komist að þessari niðurstöðu. Við skulum því hugsa okkur að hann hafi stigið á þokkalega nákvæma vog bæði um kvöldið og síðan morguninn eftir, og hann hafi að sjálfsögðu gætt þess að vera annaðhvort fatalaus í bæði skiptin eða þá í nákvæmlega sömu fötum. Við gerum ráð fyrir að hann eigi vog sem mælir massa hans með nákvæmninni 0,2 kg eins og margar vogir á markaðnum gera nú á dögum. Þá getur að minnsta kosti tvennt valdið mælanlegri léttingu eins og lýst er í spurningunni:
  • Maðurinn hefur "létt á sér" annaðhvort með þvagi eða hægðum. Massabreytingar af þessum sökum eru vel mælanlegar með vogum eins og við nefndum hér á undan.
  • Maðurinn hefur tapað vökva með svita, uppgufun frá húðinni og öndun. Sem dæmi um þetta má nefna að hlauparar og aðrir íþróttamenn léttast verulega á hverri æfingu en þurfa auðvitað að bæta sér það upp að mestu með drykkjum á eftir.
Þeir sem vilja fylgjast grannt með massa sínum eða þyngd þurfa að hafa ríkt í huga að "eðlilegar" massabreytingar eða sveiflur yfir sólarhringinn geta hæglega numið allt að einu kg til eða frá. Til að mæta þessum "skekkjuvaldi" er best að stíga alltaf á vogina við sömu aðstæður, til dæmis á morgnana eftir að menn hafa "létt á sér". Þeir sem gera sér grillur út af breytingum innan kílógrammsins án þess að gæta að þessum aðstæðum eru að búa til úlfalda úr mýflugu. Með öðrum orðum eru þeir ekki að tala um marktækar breytingar eins og það er kallað í vísindum.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

3.1.2001

Spyrjandi

Pétur Snæland

Tilvísun

ÞV. „Af hverju var ég léttari í morgun en í gærkvöldi?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1257.

ÞV. (2001, 3. janúar). Af hverju var ég léttari í morgun en í gærkvöldi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1257

ÞV. „Af hverju var ég léttari í morgun en í gærkvöldi?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1257>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju var ég léttari í morgun en í gærkvöldi?
Spyrjandi segir okkur því miður ekki nánar frá því, hvernig hann hefur komist að þessari niðurstöðu. Við skulum því hugsa okkur að hann hafi stigið á þokkalega nákvæma vog bæði um kvöldið og síðan morguninn eftir, og hann hafi að sjálfsögðu gætt þess að vera annaðhvort fatalaus í bæði skiptin eða þá í nákvæmlega sömu fötum. Við gerum ráð fyrir að hann eigi vog sem mælir massa hans með nákvæmninni 0,2 kg eins og margar vogir á markaðnum gera nú á dögum. Þá getur að minnsta kosti tvennt valdið mælanlegri léttingu eins og lýst er í spurningunni:

  • Maðurinn hefur "létt á sér" annaðhvort með þvagi eða hægðum. Massabreytingar af þessum sökum eru vel mælanlegar með vogum eins og við nefndum hér á undan.
  • Maðurinn hefur tapað vökva með svita, uppgufun frá húðinni og öndun. Sem dæmi um þetta má nefna að hlauparar og aðrir íþróttamenn léttast verulega á hverri æfingu en þurfa auðvitað að bæta sér það upp að mestu með drykkjum á eftir.
Þeir sem vilja fylgjast grannt með massa sínum eða þyngd þurfa að hafa ríkt í huga að "eðlilegar" massabreytingar eða sveiflur yfir sólarhringinn geta hæglega numið allt að einu kg til eða frá. Til að mæta þessum "skekkjuvaldi" er best að stíga alltaf á vogina við sömu aðstæður, til dæmis á morgnana eftir að menn hafa "létt á sér". Þeir sem gera sér grillur út af breytingum innan kílógrammsins án þess að gæta að þessum aðstæðum eru að búa til úlfalda úr mýflugu. Með öðrum orðum eru þeir ekki að tala um marktækar breytingar eins og það er kallað í vísindum....