Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr hverju eru asíur eiginlega? Er í alvöru til einhver ávöxtur eða grænmeti sem kallast asíur?

JGÞ

Asíur eru einfaldlega stórar gúrkur (Cucumis sativus) sem yfirleitt eru seldar súrsaðar. Nafnið er hingað komið úr dönsku en þar er asie notað um kjarnhreinsaða, niðurskorna og súrsaða gúrku í edikslegi. Danska orðið gæti verið afbökun orðsins achar sem er haft um hvers kyns súrsað og kryddað grænmeti og ávexti.

Asíur eru yfirleitt eitt kíló eða meira að þyngd, sumar heimildir gefa þó upp að þær séu á bilinu hálft til tvö og hálft kíló.

Asíur eru stórar gúrkur sem seldar eru súrsaðar.

Asíur, eins og aðrar gúrkur, eru ávextir en kallast þó engu að síður grænmeti dagsdaglega. Orðið agúrka er komið úr forngrísku en þar er orðið angourion haft um vatnsmelónur.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.8.2011

Síðast uppfært

19.2.2021

Spyrjandi

Bengta María Ólafsdóttir, Elsa Rut Jóhönnudóttir, Andrés Gunnarsson, f. 1989

Tilvísun

JGÞ. „Úr hverju eru asíur eiginlega? Er í alvöru til einhver ávöxtur eða grænmeti sem kallast asíur?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60512.

JGÞ. (2011, 30. ágúst). Úr hverju eru asíur eiginlega? Er í alvöru til einhver ávöxtur eða grænmeti sem kallast asíur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60512

JGÞ. „Úr hverju eru asíur eiginlega? Er í alvöru til einhver ávöxtur eða grænmeti sem kallast asíur?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60512>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Úr hverju eru asíur eiginlega? Er í alvöru til einhver ávöxtur eða grænmeti sem kallast asíur?
Asíur eru einfaldlega stórar gúrkur (Cucumis sativus) sem yfirleitt eru seldar súrsaðar. Nafnið er hingað komið úr dönsku en þar er asie notað um kjarnhreinsaða, niðurskorna og súrsaða gúrku í edikslegi. Danska orðið gæti verið afbökun orðsins achar sem er haft um hvers kyns súrsað og kryddað grænmeti og ávexti.

Asíur eru yfirleitt eitt kíló eða meira að þyngd, sumar heimildir gefa þó upp að þær séu á bilinu hálft til tvö og hálft kíló.

Asíur eru stórar gúrkur sem seldar eru súrsaðar.

Asíur, eins og aðrar gúrkur, eru ávextir en kallast þó engu að síður grænmeti dagsdaglega. Orðið agúrka er komið úr forngrísku en þar er orðið angourion haft um vatnsmelónur.

Heimildir og mynd:...