Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2209 svör fundust
Hvort er réttara að tala um uppreisn æru eða uppreist æru?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Mikið finnst mér orðið sem er notað núna „uppreist æru“ undarlegt. Væri ekki betra að segja „uppreist æra“ eða að menn fái „uppreista æru“? Ég hef aldrei heyrt þetta notað svona. Alltaf „uppreisn æru“. Í íslensku lagamáli er talað um „uppreist æru“. Þetta á einkum v...
Hvað er slangur gamalt fyrirbrigði?
Erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvað átt er við með orðinu slangur. Það nær yfir óformlegt orðfæri sem er frábrugðið viðurkenndu málsniði. Slanguryrðin eru oft tengd ákveðnum hópum í samfélaginu sem nota þau sem sitt sérstaka mál. Slangur einkennist af óvenjulegri orðmyndun, orðaleikjum og myndmáli og er fyrst ...
Hvernig er hægt að skilgreina íslenska tungu?
Við sem eigum íslensku að móðurmáli erum ekki í vandræðum með að þekkja hana þegar við heyrum hana talaða eða sjáum hana á prenti, en málið vandast ef við eigum að skilgreina tunguna. Fram á síðustu öld hefði dugað að segja: „Íslenska er það tungumál sem er talað á Íslandi“, því að tæpast voru önnur tungumál töluð...
Er álft og svanur sami fuglinn?
Einfalda, stutta svarið er stutt og laggott: Já, oftast nær í íslensku. Latneska tegundarheitið á þessum hvíta og fallega fugli er Cygnus cygnus og er það nefnt til dæmis í Íslenskri orðabók, 3. útg., 2002. Mismunandi orð sem hafa sömu merkingu nefnast í málfræðinni samheiti (e. synonyms). Þótt eiginleg me...
Hvaða "sneis" er í orðinu "sneisafullur"?
Orðið sneis þekkist þegar í fornu máli um trépinna eða mjóa grein. Í öðrum kafla Svarfdæla sögu segir til dæmis frá því er Þórólfur Þorgnýsson tók af sér sverð sitt og gaf Þorsteini bróður sínum. Sverðið þótti góður gripur. Þorsteinn tók við sverðinu lék það illa, rétti Þórólfi aftur og bað hann að láta sig hafa a...
Hvernig getum við náð jafnvægi á hjóli með engum hjálpardekkjum?
Í svari við spurningunni Af hverju er auðveldara að halda jafnvægi á hjóli þegar maður er á ferð? er fjallað um hvernig hjólreiðamaður heldur hjóli uppréttu. Það er þó ekki aðeins vegna viðbragða hjólreiðamannsins sem að hjólið helst upprétt, ef hjól er hannað rétt getur það sjálft leitast við að halda jafnvægi, j...
Hvernig elta menn vísitölu?
Við rekstur vísitölusjóða er í grófum dráttum reynt að elta vísitölu, það er láta vægi bréfa í einstökum fyrirtækjum í sjóðnum vera sem líkast vægi bréfa í vísitölunni. Ef sjóður gæti endurspeglað vísitölu fullkomlega, það er vægi eigna í sjóðnum væri ætíð nákvæmlega það sama og í vísitölunni, og enginn kostnaður ...
Hvað er langt á milli Egilsstaða og Reykjavíkur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað er langt í km á milli Egilsstaða og Reykjavíkur (bæði norður- og suðurleið)? Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna ýmsan fróðleik og tölulegar upplýsingar um vegakerfið, meðal annars upplýsingar um vegalengdir á milli staða. Þar kemur fram að vegalengdin á milli Egil...
Af hverju heita einvígi ekki tvívígi, samanber enska orðið 'duel' og 'Zweikampf' á þýsku?
Orðið einvígi er þekkt þegar í fornu máli um vopnaviðskipti tveggja manna. Það er samgermanskt og var í fornsænsku envîghe, fornháþýsku einwîc og fornensku ânwîg. Algengara var þó að tala um hólmgöngu og að skora einhvern á hólm, einkum á vesturnorræna svæðinu þótt svo virðist af sumum gömlum heimildum að munur ha...
Er Plútó horfinn úr Vetrarbrautinni okkar?
Nei, Plútó er enn á sínum stað í Vetrarbrautinni. Upphaflega var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. Þann 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Dvergreikistja...
Í Ölkofra sögu segir svo um hann: „Honum voru augu þung.“ Hvað merkir setningin?
Í Ölkofra sögu, sem oftar er kölluð Ölkofra þáttur, vegna þess hve sagan er stutt er í upphafi lýsing á Þórhalli nokkrum á Þórhallsstöðum í Bláskógum. Hann var sagður lítill og ljótur. Ein helsta iðja hans var að selja öl á þingum. Hann hafði oft kofra á höfði en kofri var kollótt húfa sem bæði var borin af körlum...
Hvað er daoismi?
Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...
Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður?
Einfaldasta svarið er væntanlega það að þess yrði vart langt að bíða að peningar yrðu teknir aftur upp! Engu að síður er gaman að velta þessum möguleika fyrir sér. Peningar gegna afar mikilvægu hlutverki í nútímasamfélögum, meðal annars sem greiðslumiðill og mælikvarði á verðmæti. Ef þeir væru ekki til staðar e...
Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?
Með orðinu sletta er átt við orð eða samband orða sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt þar sem það hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfinu. Í íslensku er helst talað um dönsku- eða enskuslettur. Enska orðið sjeik 'mjólkurhristingur' er til dæmis merkt ?? í nýju orðabókinni frá...
Hvort segir maður, „ég er að spá í því“ eða „ég er að spá í það“?
Í Íslenskri orðabók segir að hið „óformlega“ orðalag „að spá í“ geti bæði tekið með sér þolfall og þágufall og þar er ekki gerður greinarmunur á að spá í eitthvað og að spá í einhverju. Þolfallið, „að spá í e-ð“, virðist hljóma eðlilegar þegar um verknað er að ræða, til dæmis „ég er að spá í það að fara í nám í ha...