Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þó litlu máli hvernig fólk skilgreinir hina og þessa hnetti í sólkerfinu. Það er einstaklega heillandi og spennandi staður hvort sem reikistjörnurnar eru átta, níu eða tólf talsins. Það sem öllu máli skiptir er að læra um hnettina sjálfa, hvort sem þeir kallast tungl, reikistjörnur eða eitthvað annað, því nóg er af töfrandi stöðum í sólkerfinu. Plútó sjálfur hefur til dæmis ekkert breyst við það að íbúar jarðarinnar velti því fyrir sér hvernig þeir vilji flokka hann sér til hægðarauka.Mynd:
- en.wikipedia.org - Pluto. Sótt 23.5.2012.