Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er langt á milli Egilsstaða og Reykjavíkur?

EDS

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað er langt í km á milli Egilsstaða og Reykjavíkur (bæði norður- og suðurleið)?

Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna ýmsan fróðleik og tölulegar upplýsingar um vegakerfið, meðal annars upplýsingar um vegalengdir á milli staða. Þar kemur fram að vegalengdin á milli Egilsstaða og Reykjavíkur ef farið er um Norðurland er 654 km en ef ekið er um Suðurland er vegalengdin 698 km. Það er því 44 km lengra að fara suður um land.

Fyrir opnun Hvalfjarðarganga munaði ekki miklu á vegalengd hvort farið var um Norðurland eða Suðurland þegar ekið var á milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Göngin undir Hvalfjörð styttu hins vegar leiðina norður um land um 42 km.

Leiðin um Suðurland styttst þó um nálega 60 km ef vegur um Öxi er farinn. Það er hins vegar ekki heilsársvegur.



Þegar val stendur á milli tveggja eða fleiri leiða á milli áfangastaða skiptir vegalengdin að sjálfsögðu miklu máli en segir þó ekki alla söguna. Einnig þarf að taka tillit til ástands vega, til dæmis hvort einhver hluti leiðarinnar er ekki lagður bundnu slitlagi. Jafnframt skiptir lega vega máli, til dæmis hversu margir fjallvegir eru á leiðinni.

Til samanburðar má að lokum geta þess að loftlínan á milli Egilsstaða og Reykjavíkur er 381 km eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hve löng er loftlínan á milli Reykjavíkur og Egilsstaða annars vegar og Hafnar í Hornafirði og Egilsstaða hins vegar?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.12.2004

Spyrjandi

Ragnhildur Þóra

Tilvísun

EDS. „Hvað er langt á milli Egilsstaða og Reykjavíkur?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4647.

EDS. (2004, 7. desember). Hvað er langt á milli Egilsstaða og Reykjavíkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4647

EDS. „Hvað er langt á milli Egilsstaða og Reykjavíkur?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4647>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er langt á milli Egilsstaða og Reykjavíkur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað er langt í km á milli Egilsstaða og Reykjavíkur (bæði norður- og suðurleið)?

Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna ýmsan fróðleik og tölulegar upplýsingar um vegakerfið, meðal annars upplýsingar um vegalengdir á milli staða. Þar kemur fram að vegalengdin á milli Egilsstaða og Reykjavíkur ef farið er um Norðurland er 654 km en ef ekið er um Suðurland er vegalengdin 698 km. Það er því 44 km lengra að fara suður um land.

Fyrir opnun Hvalfjarðarganga munaði ekki miklu á vegalengd hvort farið var um Norðurland eða Suðurland þegar ekið var á milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Göngin undir Hvalfjörð styttu hins vegar leiðina norður um land um 42 km.

Leiðin um Suðurland styttst þó um nálega 60 km ef vegur um Öxi er farinn. Það er hins vegar ekki heilsársvegur.



Þegar val stendur á milli tveggja eða fleiri leiða á milli áfangastaða skiptir vegalengdin að sjálfsögðu miklu máli en segir þó ekki alla söguna. Einnig þarf að taka tillit til ástands vega, til dæmis hvort einhver hluti leiðarinnar er ekki lagður bundnu slitlagi. Jafnframt skiptir lega vega máli, til dæmis hversu margir fjallvegir eru á leiðinni.

Til samanburðar má að lokum geta þess að loftlínan á milli Egilsstaða og Reykjavíkur er 381 km eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hve löng er loftlínan á milli Reykjavíkur og Egilsstaða annars vegar og Hafnar í Hornafirði og Egilsstaða hins vegar?...