Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er álft og svanur sami fuglinn?

ÞV

Einfalda, stutta svarið er stutt og laggott: Já, oftast nær í íslensku.



Latneska tegundarheitið á þessum hvíta og fallega fugli er Cygnus cygnus og er það nefnt til dæmis í Íslenskri orðabók, 3. útg., 2002.

Mismunandi orð sem hafa sömu merkingu nefnast í málfræðinni samheiti (e. synonyms). Þótt eiginleg merking eða vísun sé hin sama getur að sjálfsögðu verið blæbrigðamunur á orðunum þannig að málnotandinn beitir þeim ekki alveg eins eða hvoru um sig í stað hins alveg viðstöðulaust. Sem dæmi um önnur samheiti má nefna köttur/kisa, drengur/strákur, barn/krakki, hestur/hross/fákur/jór, kýr/belja og svo framvegis.

Við sjáum væntanlega að tungumálið yrði miklu fátækara ef við ættum ekki slík samheiti að moða úr!

Í almennu máli okkar eru álft og svanur samheiti enda erum við þá að hugsa um íslenska fugla sem lifa í íslenskri náttúru. Í máli líffræðinga eru orðin hins vegar ekki endilega samheiti, heldur er orðið svanur þar notað um ættkvíslina Cygnus sem tegundin álft, Cygnus cygnus, tilheyrir. Orðið álft er hins vegar ekki haft um ættkvíslina.

Hægt er að lesa um flokkunarfræði álftarinnar í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvernig eru álftir flokkaðar?

Mynd: www.gdccc.org

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.5.2003

Spyrjandi

Árni Hlynsson

Tilvísun

ÞV. „Er álft og svanur sami fuglinn?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3390.

ÞV. (2003, 5. maí). Er álft og svanur sami fuglinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3390

ÞV. „Er álft og svanur sami fuglinn?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3390>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er álft og svanur sami fuglinn?
Einfalda, stutta svarið er stutt og laggott: Já, oftast nær í íslensku.



Latneska tegundarheitið á þessum hvíta og fallega fugli er Cygnus cygnus og er það nefnt til dæmis í Íslenskri orðabók, 3. útg., 2002.

Mismunandi orð sem hafa sömu merkingu nefnast í málfræðinni samheiti (e. synonyms). Þótt eiginleg merking eða vísun sé hin sama getur að sjálfsögðu verið blæbrigðamunur á orðunum þannig að málnotandinn beitir þeim ekki alveg eins eða hvoru um sig í stað hins alveg viðstöðulaust. Sem dæmi um önnur samheiti má nefna köttur/kisa, drengur/strákur, barn/krakki, hestur/hross/fákur/jór, kýr/belja og svo framvegis.

Við sjáum væntanlega að tungumálið yrði miklu fátækara ef við ættum ekki slík samheiti að moða úr!

Í almennu máli okkar eru álft og svanur samheiti enda erum við þá að hugsa um íslenska fugla sem lifa í íslenskri náttúru. Í máli líffræðinga eru orðin hins vegar ekki endilega samheiti, heldur er orðið svanur þar notað um ættkvíslina Cygnus sem tegundin álft, Cygnus cygnus, tilheyrir. Orðið álft er hins vegar ekki haft um ættkvíslina.

Hægt er að lesa um flokkunarfræði álftarinnar í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvernig eru álftir flokkaðar?

Mynd: www.gdccc.org...