Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í ættbálki andfugla eru endur, gæsir, svanir og ýmsir aðrir hópar vatnafugla. Andaættin inniheldur endur, gæsir og svani. Alls eru 7 eða 8 tegundir svana í þessari ætt. Helst má nefna álftina (Cygnus cygnus), hnúðsvan (Cygnus olor) og svartsvaninn (Cygnus atratus) sem er uppruninn í Suðurálfu. Tegundir ættkvíslarinnar finnast nú um allan heim.
Af þessum tegundum verpir nú aðeins álftin (Cygnus cygnus) á Íslandi en til skamms tíma verptu innfluttir hnúðsvanir í Reykjavíkurtjörn og í Heiðmörk. Utan Íslands verpir álftin í Skandinavíu (aðallega í Finnlandi og Svíþjóð), á túndrusvæðum Rússlands og á strjálingi í Austur-Evrópu, aðallega í Eystrasaltslöndunum og í Hvíta-Rússlandi.
Íslenski álftastofninn er sérstök deilitegund þar sem hann er svo æxlunarlega einangraður frá öðrum álftum. Deilitegundin nefnist Cygnus cygnus islandicus.Mynd:Sergey Panayotov - differentphotos.com
Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru álftir flokkaðar?“ Vísindavefurinn, 28. september 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4534.
Jón Már Halldórsson. (2004, 28. september). Hvernig eru álftir flokkaðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4534
Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru álftir flokkaðar?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4534>.