Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 297 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi?

Þjóðsögur eru frásagnir sem lifað hafa í munnmælum mann fram af manni. Við notum hugtakið þjóðsaga þó aðallega um sögur sem menntamenn tóku að safna af vörum alþýðu á 19. öld og skrá á bækur, innblásnir af rómantískum hugmyndum sem lögðu áherslu á forn fræði og listræna sköpun alþýðu. Frumkvæðið má rekja til þ...

category-iconHugvísindi

Er satt að danski fangavörðurinn Sigvardt Bruun hafi á 18. öld nauðgað 60 föngum í Reykjavík og myrt þá?

Víst var Sigvardt Bruun til en að hann hafi nauðgað og myrt 60 fanga er vafasamara. Bruun var ráðinn fangavörður við tukthúsið á Arnarhóli 1785 og 1786 tók hann við starfi ráðsmanns þar. Þessum störfum sinnti Bruun á miklum harðindaárum. Móðuharðindi ríktu í kjölfar eldgosanna 1783 og jarðskjálftahrina gekk yfir S...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?

Grýla er nafn á allmörgum stöðum í landinu, að minnsta kosti einum 20 talsins, oftast eru það sérkennilegir klettar, drangar eða vörður. Nafnið er hið sama og á óvættinni, sem er í tröllkonulíki og þekkt er úr þjóðtrúnni. En nafnið er einnig til á goshver í Hveragerði í Árnessýslu. Lengi hefur hann verið nefnd...

category-iconHugvísindi

Hvenær er góa og hvað þýðir orðið eiginlega?

Góan er fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar eftir gömlu íslensku tímatali. Hún tekur við af þorranum. Hún hefst á sunnudegi á bilinu 18.- 24. febrúar og stendur þar til einmánuður tekur við. Orðmyndin góa virðist ekki notuð fyrr en í lok 17. aldar. Áður var notuð kvenkynsmyndin gói (beygist eins og elli) allt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan" sem er víst úr Brennu Njáls sögu og einnig til sem "að gjalda bláan belg fyrir gráan". Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan merkir að 'hefna sín rækilega á einhverjum' og er, eins og fram k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Gæti grávaran askraki í Egils sögu verið það sama og astrakan?

Öll spurningin hljómaði svona:Hefur verið skoðað nánar, hvort grávaran sem nefnd er í Egils sögu og kölluð “askraki” (-ar) og Sigurður Nordal segir í formála sögunnar vera torskilið orð, (án þess að skýra það frekar), - sé etv. það sama og “astrakan” skinn (astrakan pels)? Miðaldra konur og eldri sem ég hef hitt, ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Theodor W. Adorno og hvert var framlag hans til vísindanna?

Þýski heimspekingurinn, félagsfræðingurinn og menningarrýnirinn Theodor W. Adorno (1903-1969) er einn þeirra lykilhöfunda sem kenndir eru við Frankfurtar-skólann, en nafnið er tengt „Rannsóknarstofnun í félagsvísindum“ sem var stofnuð við Johann Wolfgang Goethe-háskólann í Frankfurt árið 1924. Meðlimir skólans fen...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er Sjólyst og hvað þýðir þetta orð?

Nokkur dæmi eru um sérnafnið Sjólyst á Íslandi og er þetta yfirleitt nafn á húsi.[1] Að minnsta kosti tvö dæmi koma fyrir í örnefnasafni Árnastofnunar og eru þau bæði á Austurlandi: annað þeirra er að finna á Eyrum í Seyðisfirði og hitt á Búlandsnesi í Berufirði. Samkvæmt öðrum gögnum er nafnið einnig að finna á S...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?

Þótt spyrjandi geri fyrirvara og spyrji um elsta málverkið sem vitað er um en ekki elsta málverkið yfirleitt er spurningunni samt ekki auðsvarað. Það helgast af því að heimildir um fyrsta tímabil listasögunnar eru ekki miklar. Þá sögu verður að ráða eingöngu af menjum og leifum og þó hægt sé að flokka leifarna...

category-iconVísindavefur

Fyrir hverju barðist Nelson Mandela?

Barist gegn kynþáttaaðskilnaði Nelson Rolihlahla Mandela fæddist 18. júlí árið 1918 í þorpi nálægt Umtata í Suður-Afríku. Hann lagði stund á nám í lögfræði við háskólann í Witwatersrand og árið 1952 opnaði hann lögmannstofu ásamt Oliver Tambo, sem seinna varð forseti Afríska þjóðarþingsins (e. African Natio...

category-iconJarðvísindi

Hver var Charles Lyell og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Charles Lyell (1797-1875) fæddist í Skotlandi, af efnuðu foreldri. Faðir hans var þekktur fyrir kunnáttu í grasafræði og drengurinn varð snemma áhugasamur um náttúruna, ekki síst skordýr. Eigi að síður lærði hann lögfræði í Oxford þar sem áhugi hans á jarðfræði kviknaði. Næstu 10 árin stundaði hann lögmannsstörf e...

category-iconÞjóðfræði

Eru sendingar í gömlu þjóðsögunum draugar eða djöflar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er að vinna í verkefni sem tengist gömlum þjóðsögum. Mig vantar samt góða heimild um sendingar í þjóðsögum og er að spá hvort að þig getið hjálpað mér með það. Spurning mín til ykkar er: Hvað eru sendingar, hvort eru þær draugar eða djöflar? Hugtakið sending er í þjó...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað?

Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðrúnar spanna vítt svið íslenskra miðaldabókmennta og liggja eftir hana fjöldi alþjóðlegra ritrýndra greina og bóka. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslenskum m...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Anna Agnarsdóttir stundað?

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hóf störf sem stundakennari við Háskólann upp úr 1980, var skipuð dósent árið 1990 og prófessor 2004. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830. Markmið rannsóknanna er að sýna fram á að Ísland...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni Ægishjálms og hvar er hans fyrst getið á prenti?

Einnig var spurt: Hvað merkir galdrarúnin Ægishjálmur? Elsta dæmið um Ægishjálm í þeirri átta arma mynd sem þekktust er í dag er að finna í skinnhandritinu Lbs 143 8vo sem varðveitt er á handritadeild Landsbókasafns-Háskólabóksafns og gefið var út 2004. Handritið er talið frá því um miðja 17. öld og þar er að...

Fleiri niðurstöður