Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Grýla er nafn á allmörgum stöðum í landinu, að minnsta kosti einum 20 talsins, oftast eru það sérkennilegir klettar, drangar eða vörður. Nafnið er hið sama og á óvættinni, sem er í tröllkonulíki og þekkt er úr þjóðtrúnni.

En nafnið er einnig til á goshver í Hveragerði í Árnessýslu. Lengi hefur hann verið nefndur Grýta. Ástæða þess nafns er sú að í Lýsingu Íslands eftir Þorvald Thoroddsen var prentvillan Grýta í stað Grýla í 1. útgáfu (II. bindi (Kmh. 1911), bls. 219) en var leiðrétt í lista um prentvillur framan við bls. 1, og í nafnaskrá.

Grýla heitir vík í Þingvallavatni. Í henni er uppsprettuvatn og er hún notuð sem vatnsból frá Vatnskoti. Í landi Hofs í Öræfum er klettur sem heitir Grýla en einnig nefndur Kerling. Stóra-Grýla heitir stór hraunstrýta skammt frá bænum Geirastöðum í Mývatnssveit. Við hana eru kenndir Grýluklettar. Finnbogi Stefánsson gerir ráð fyrir að þessi heiti hafi verið fundin upp til að hræða börnin vegna þess að þetta er skammt frá bæ. (Finnbogi Stefánsson, Vítt og breitt í Ríkisútvarpinu desember 2006).

Örnefni með Grýlu- að fyrri lið eru fjölmörg, og má nefna sem dæmi Grýlubæli, gjá ofan í klettarið í landi Álftártungu, Mýrarsýslu og Grýlufoss, bæði í Tröllatunguá í Steingrímsfirði í Strandasýslu og í Skógardal á Rauðasandi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Grýlutindur er í Berufirði í Suður-Múlasýslu, og Grýluvogur gengur inn í norðurhlið Flateyjar á Breiðafirði. Líklegt er að Grýlu-örnefnin hafi verið einhvers konar barnafælur, nöfn á hættulegum stöðum sem börn máttu ekki fara nærri.



Grýluvogur í Flatey á Breiðafirði.

Uppruni nafnsins Grýla er ekki fullljós, ef til vill merkir það ‘hin hræðilega’, samanber grue ‘vera hræddur’ í dönsku (Ásgeir Bl. Magnússon, Íslensk orðsifjabók. 1989). Gregor Lamb nefnir hliðstæðu frá Hjaltlandi:
Á Hjaltlandseyjum nefndist hún Greuili, Uiligreuli (það er Ill-Grýla) og Minnie Gruli, allt nöfn sem notuð voru til að hræða börn. Fyrir utan merkinguna ‘herfa’ á skoska orðinu Minnie hafði það aukamerkinguna ‘móðir kvikinda’, það er að segja læða eða tík. Á Fair Isle í Hjaltlandi tók fyrirbærið á sig nafnið Grullyan, það er Grýla-n, norska formið með ákveðnum greini, og óþekku börnunum var sagt að hún myndi koma niður um reykháfinn að nema þau á brott.
Hann nefnir einnig aðra skýringarkosti:
Norska orðið "gryle" merkir að ýlfra eða urra og freisting að bera kennsl á Grýlu sem "urrara" sem vel hæfir hundslegri mynd hennar en ef til vill er til betri skýring. Líkindi eru fyrir því að orðið sé meira skylt nýnorska orðinu "gryla", einhver sem fer á fætur í dögun, komið frá norska orðinu gry, dögun. Grýla hefði þá verið séð sem grá vera fremur en einhver sem urrar. (Norrænar þjóðsagnir í mállýskum Orkneyja og Hjaltlandseyja á www.Kistan.is/Fræði).

Mynd: Eyjasigling. Sótt 16. 12. 2008


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

18.12.2008

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50737.

Svavar Sigmundsson. (2008, 18. desember). Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50737

Svavar Sigmundsson. „Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50737>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?
Grýla er nafn á allmörgum stöðum í landinu, að minnsta kosti einum 20 talsins, oftast eru það sérkennilegir klettar, drangar eða vörður. Nafnið er hið sama og á óvættinni, sem er í tröllkonulíki og þekkt er úr þjóðtrúnni.

En nafnið er einnig til á goshver í Hveragerði í Árnessýslu. Lengi hefur hann verið nefndur Grýta. Ástæða þess nafns er sú að í Lýsingu Íslands eftir Þorvald Thoroddsen var prentvillan Grýta í stað Grýla í 1. útgáfu (II. bindi (Kmh. 1911), bls. 219) en var leiðrétt í lista um prentvillur framan við bls. 1, og í nafnaskrá.

Grýla heitir vík í Þingvallavatni. Í henni er uppsprettuvatn og er hún notuð sem vatnsból frá Vatnskoti. Í landi Hofs í Öræfum er klettur sem heitir Grýla en einnig nefndur Kerling. Stóra-Grýla heitir stór hraunstrýta skammt frá bænum Geirastöðum í Mývatnssveit. Við hana eru kenndir Grýluklettar. Finnbogi Stefánsson gerir ráð fyrir að þessi heiti hafi verið fundin upp til að hræða börnin vegna þess að þetta er skammt frá bæ. (Finnbogi Stefánsson, Vítt og breitt í Ríkisútvarpinu desember 2006).

Örnefni með Grýlu- að fyrri lið eru fjölmörg, og má nefna sem dæmi Grýlubæli, gjá ofan í klettarið í landi Álftártungu, Mýrarsýslu og Grýlufoss, bæði í Tröllatunguá í Steingrímsfirði í Strandasýslu og í Skógardal á Rauðasandi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Grýlutindur er í Berufirði í Suður-Múlasýslu, og Grýluvogur gengur inn í norðurhlið Flateyjar á Breiðafirði. Líklegt er að Grýlu-örnefnin hafi verið einhvers konar barnafælur, nöfn á hættulegum stöðum sem börn máttu ekki fara nærri.



Grýluvogur í Flatey á Breiðafirði.

Uppruni nafnsins Grýla er ekki fullljós, ef til vill merkir það ‘hin hræðilega’, samanber grue ‘vera hræddur’ í dönsku (Ásgeir Bl. Magnússon, Íslensk orðsifjabók. 1989). Gregor Lamb nefnir hliðstæðu frá Hjaltlandi:
Á Hjaltlandseyjum nefndist hún Greuili, Uiligreuli (það er Ill-Grýla) og Minnie Gruli, allt nöfn sem notuð voru til að hræða börn. Fyrir utan merkinguna ‘herfa’ á skoska orðinu Minnie hafði það aukamerkinguna ‘móðir kvikinda’, það er að segja læða eða tík. Á Fair Isle í Hjaltlandi tók fyrirbærið á sig nafnið Grullyan, það er Grýla-n, norska formið með ákveðnum greini, og óþekku börnunum var sagt að hún myndi koma niður um reykháfinn að nema þau á brott.
Hann nefnir einnig aðra skýringarkosti:
Norska orðið "gryle" merkir að ýlfra eða urra og freisting að bera kennsl á Grýlu sem "urrara" sem vel hæfir hundslegri mynd hennar en ef til vill er til betri skýring. Líkindi eru fyrir því að orðið sé meira skylt nýnorska orðinu "gryla", einhver sem fer á fætur í dögun, komið frá norska orðinu gry, dögun. Grýla hefði þá verið séð sem grá vera fremur en einhver sem urrar. (Norrænar þjóðsagnir í mállýskum Orkneyja og Hjaltlandseyja á www.Kistan.is/Fræði).

Mynd: Eyjasigling. Sótt 16. 12. 2008


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.

...