Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gæti grávaran askraki í Egils sögu verið það sama og astrakan?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Öll spurningin hljómaði svona:
Hefur verið skoðað nánar, hvort grávaran sem nefnd er í Egils sögu og kölluð “askraki” (-ar) og Sigurður Nordal segir í formála sögunnar vera torskilið orð, (án þess að skýra það frekar), - sé etv. það sama og “astrakan” skinn (astrakan pels)? Miðaldra konur og eldri sem ég hef hitt, kalla smáhrokkinn skinnpels, (af unglambi) “Astrakanpels” og slíkir eru til í minni fjölskyldu, enn þann dag í dag. Á námskeiði í Egilssögu hjá Jóni Böðvarssyni, fyrir margt löngu, kom þetta til umræðu og karlar í hópnum þekktu undantekningarlaust ekki til þessa (ekki frekar en Sigurður Nordal) en nokkrar konur í hópnum töldu víst að þetta væri sami hlutur.

Ásgeir Blöndal Magnússon fjallaði bæði um orðið astrakan og askraki í Íslenskri orðsifjabók (1989:27, 29). Um askraki segir hann:

askraki k. † ‘grávara, loðskinn’. To., líkl. úr frússn. skorka ‘lítið loðskinn’; ummyndað eftir askur og rakki (1).

Krossinn merkir að orðið sé þekkt í fornu máli. Rakki (1) merkir ‘hundur’ og skinnið hefur ef til vill minnt á feld á hundi. Svipuð skýring kemur fram í orðsifjabók Jan de Vries (1962:15). Hann tengir fyrri liðinn þó við orðið aska og síðari liðinn við rakki í merkingunni ‘refur’.

Inúítar klæddir í loðskinnsúlpur.

Í fyrsta bindi fornmálsorðabókarinnar sem unnið er að í Kaupmannahöfn (ONP 1995: dálkur 611) segir: „Pelsværk (uvist af hvilken art)““ og vísað er í dæmið í Egils sögu og til Sigurðar Nordal eins og fram kemur í fyrirspurninni.

Eldri er umfjöllun í ONS IV:36 þar sem birtar eru viðbætur og leiðréttingar við verk Johans Fritzners í umsjón Finns Hødnebøs. Þar stendur:

askrak(k)i ordets ophav og bet [merking] er meget omdiskutert.

Um astrakan segir í orðsifjabókinni:

astrakan h. (19. öld) ‘hrokkinhært lambskinn; vefnaður með svipaðri áferð’; af heiti rússn. borgarinnar Astrakan sem á að vera nefnd eftir stofnanda, Hadjidji Tarkhan.

Af þessu sést að Ásgeir hefur elst dæmi um orðið frá 19. öld. Kemur það heim og saman við dæmin sem koma fram á timarit.is. Þar er til dæmis minnst á „astrakan hundskinns-húfu“ í blaðinu Lögbergi 1898.

Yngri tillögur til skýringar á askraki hef ég ekki fundið né tilraun til að tengja saman það orð og orðið astrakan.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Orðabókina má einnig finna rafrænt á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum ræðum á málið.is.)
  • ONP = Ordbog over det norrøne prosasprog. I: a–ban. 1995. Den arnamagnæanske commission, København.
  • ONS: Ordbog over Det gamle norske Sprog.1972. Fjerde bind. Rettelser og tillegg ved Finn Hødnebø. Universitetsforlaget, Oslo, Bergen, Tromsø.
  • Vries, Jan de. 1960. Altnordisches etymologisches Wörterbuch. E.J.Brill, Leiden.

Mynd:
  • Eskimo couple in fur parkas, woman with tatoo on chin, location unknown, ca 1899 - Wikimedia Commons. (Sótt 03.01.2020).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.5.2020

Spyrjandi

Þórarinn Guðnason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Gæti grávaran askraki í Egils sögu verið það sama og astrakan?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78302.

Guðrún Kvaran. (2020, 4. maí). Gæti grávaran askraki í Egils sögu verið það sama og astrakan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78302

Guðrún Kvaran. „Gæti grávaran askraki í Egils sögu verið það sama og astrakan?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78302>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gæti grávaran askraki í Egils sögu verið það sama og astrakan?
Öll spurningin hljómaði svona:

Hefur verið skoðað nánar, hvort grávaran sem nefnd er í Egils sögu og kölluð “askraki” (-ar) og Sigurður Nordal segir í formála sögunnar vera torskilið orð, (án þess að skýra það frekar), - sé etv. það sama og “astrakan” skinn (astrakan pels)? Miðaldra konur og eldri sem ég hef hitt, kalla smáhrokkinn skinnpels, (af unglambi) “Astrakanpels” og slíkir eru til í minni fjölskyldu, enn þann dag í dag. Á námskeiði í Egilssögu hjá Jóni Böðvarssyni, fyrir margt löngu, kom þetta til umræðu og karlar í hópnum þekktu undantekningarlaust ekki til þessa (ekki frekar en Sigurður Nordal) en nokkrar konur í hópnum töldu víst að þetta væri sami hlutur.

Ásgeir Blöndal Magnússon fjallaði bæði um orðið astrakan og askraki í Íslenskri orðsifjabók (1989:27, 29). Um askraki segir hann:

askraki k. † ‘grávara, loðskinn’. To., líkl. úr frússn. skorka ‘lítið loðskinn’; ummyndað eftir askur og rakki (1).

Krossinn merkir að orðið sé þekkt í fornu máli. Rakki (1) merkir ‘hundur’ og skinnið hefur ef til vill minnt á feld á hundi. Svipuð skýring kemur fram í orðsifjabók Jan de Vries (1962:15). Hann tengir fyrri liðinn þó við orðið aska og síðari liðinn við rakki í merkingunni ‘refur’.

Inúítar klæddir í loðskinnsúlpur.

Í fyrsta bindi fornmálsorðabókarinnar sem unnið er að í Kaupmannahöfn (ONP 1995: dálkur 611) segir: „Pelsværk (uvist af hvilken art)““ og vísað er í dæmið í Egils sögu og til Sigurðar Nordal eins og fram kemur í fyrirspurninni.

Eldri er umfjöllun í ONS IV:36 þar sem birtar eru viðbætur og leiðréttingar við verk Johans Fritzners í umsjón Finns Hødnebøs. Þar stendur:

askrak(k)i ordets ophav og bet [merking] er meget omdiskutert.

Um astrakan segir í orðsifjabókinni:

astrakan h. (19. öld) ‘hrokkinhært lambskinn; vefnaður með svipaðri áferð’; af heiti rússn. borgarinnar Astrakan sem á að vera nefnd eftir stofnanda, Hadjidji Tarkhan.

Af þessu sést að Ásgeir hefur elst dæmi um orðið frá 19. öld. Kemur það heim og saman við dæmin sem koma fram á timarit.is. Þar er til dæmis minnst á „astrakan hundskinns-húfu“ í blaðinu Lögbergi 1898.

Yngri tillögur til skýringar á askraki hef ég ekki fundið né tilraun til að tengja saman það orð og orðið astrakan.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Orðabókina má einnig finna rafrænt á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum ræðum á málið.is.)
  • ONP = Ordbog over det norrøne prosasprog. I: a–ban. 1995. Den arnamagnæanske commission, København.
  • ONS: Ordbog over Det gamle norske Sprog.1972. Fjerde bind. Rettelser og tillegg ved Finn Hødnebø. Universitetsforlaget, Oslo, Bergen, Tromsø.
  • Vries, Jan de. 1960. Altnordisches etymologisches Wörterbuch. E.J.Brill, Leiden.

Mynd:
  • Eskimo couple in fur parkas, woman with tatoo on chin, location unknown, ca 1899 - Wikimedia Commons. (Sótt 03.01.2020).

...