Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2846 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Hvað þýðir Bimbi rimbi rimm bamm?

Í orðunum bimbi rimbi rimm bamm er að finna margbreytileika mannlífsins, skala stórbrotinna tilfinninga, átök góðs og ills, efann og vissuna, þekkingarþrána, ástríðuna og neyðina. Því er ekki nema von að við leggjumst í vangaveltur yfir tilvist okkar og spyrjum: “Hvað þýðir bimbi rimbi rimm bamm?” Fyrst skulum ...

category-iconHugvísindi

Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?

Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orð á að nota yfir kynfæri kvenna og er píka upprunalegasta orðið?

Spurningin frá Þebu hljóðaði svo:Nú eru uppi miklar pælingar um hvaða orð eigi að nota yfir kynfæri kvenna. Sumir segja að það eigi að nota orðið píka því það sé það „upprunalegra“ en aðrir benda á önnur orð, til dæmis budda, pjalla, pjása, klobbi, klof og fleira, og segja að þau eigi jafnmikinn rétt á sér. Þá...

category-iconHugvísindi

Hvað er stóuspeki?

Stóuspeki er heimspekikerfi sem varð til í Aþenu undir lok 4. aldar f.Kr. Upphafsmaður þessa heimspekikerfis var maður að nafni Zenon frá Kítíon. Eftir að hafa numið hjá hundingjanum Kratesi, platonistanum Pólemoni og spekingunum Díodórosi Krónosi og Stilponi frá Megöru hóf hann að kenna undir súlnagöngunum Stoa P...

category-iconHagfræði

Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu miklum pening eyðir persóna á mánuði að meðaltali? Þá fyrir mat, reikninga, föt o.s.frv Breytist það með aldri? Hagstofa Íslands heldur utan um ýmislegt talnaefni, meðal annars tölur um neysluútgjöld Íslendinga. Því miður er eitthvað síðan tölurnar undir þessum lið voru upp...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?

Elmar Geir Unnsteinsson er lektor í heimspeki við University College Dublin og fræðimaður við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld. Elmar hefur sérstaklega fengist við spurningar um tengsl máls o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getið þið sagt mér hvað orðin áraþollur og flóapollur merkja?

Orðið þollur hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra er ‘keipur’ en með því orði er átt við umbúnað á borðstokki báts sem árin er lögð í við róður. Annað orð um það sama er samsetta orðið áraþollur. Árin er lögð í áraþoll þegar róið er. Orðabók Háskólans á engin dæmi um orðið flóapollur og ekki fannst það í út...

category-iconHeimspeki

Hvernig er sönnun Pascals á því að betra sé að trúa á Guð?

Í riti sínu Pensées (grein 418) segir Blaise Pascal (1623-1662): Annað hvort er Guð til eða hann er ekki til. En hvort eigum við að halda? Skynsemin getur ekki skorið úr. Á milli þessara tveggja kosta er ginnungagap og úti í óendanleikanum er hlutkesti varpað. Hvor hliðin kemur upp? Á hvað ætlar þú að veðja? S...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað búa margir í Ástralíu?

Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað varð Keikó gamall?

Háhyrningurinn Keikó er talinn hafa fæðst annað hvort 1977 eða 1978. Hann endaði æfi sína 12. desember 2003 og varð því 25 eða 26 ára. Algengt er að háhyrningar verði að minnsta kosti fertugir. Þó eru skráð tilvik um mun hærri aldur háhyrninga. Hér eru helstu æviatriði frægasta háhyrnings sem nokkurn tímann he...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Turner-sjúkdómur?

Turner-heilkennið er nefnt eftir lækninum Henry Turner sem uppgötvaði sjúkdóminn og lýsti honum árið 1938. Um er að ræða erfðagalla sem stafar af því að annan kvenkynlitning (X) vantar í konu. Ástæðan er sú að X-litning hefur vantað í annað hvort eggfrumu móðurinnar eða sáðfrumu föðursins. Konur með Turner-heilken...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er það við kísilinn í íslensku vatni sem veldur því að það er svona erfitt að ná honum af? Erlendis er kalksteinn og annað kalkríkt berg algengt, sem aftur veldur því að vatnið er „hart“, það er í því er uppleyst kalk (CaCO3). Kalk er þeirrar náttúru að leysni þess ey...

category-iconVeðurfræði

Af hverju kemur svona lítill snjór á Íslandi?

Það eru sjálfsagt ekki allir sammála því að það snjói lítið á Íslandi þó að síðustu vetur hafi vissulega verið óvenju snjóléttir. Til að snjór verði til í háloftunum þarf bæði kulda og raka í loftinu. Einnig skiptir hitastig við jörðu máli þar sem það hefur áhrif á það hvort sá raki sem þéttist í háloftunum sem sn...

category-iconSálfræði

Er hægt að hafa meðfædda hæfileika?

Já það er alveg öruggt að við höfum öll einhverja meðfædda hæfileika. Sem dæmi má taka hæfileikann til að læra tungumál. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast? kunnum við ekki tungumál þegar við fæðumst. Hins vegar hafa flestir hæfileika til þess að læra að tala ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er staddur á Balí á leið til Taílands, er þá Taíland útland?

Hugtakið útlönd vísar til allra annarra landa en ‚heimalands‘ þess sem talar eða skrifar. Einfalda svarið við spurningunni er þess vegna: Ef spyrjandi er staddur á Balí á leið til Taílands, þá er hann að fara úr einu útlandi í annað útland. Eintölumyndin útland er hins vegar sjaldgæf og þá nær alltaf með ákveðn...

Fleiri niðurstöður