Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af?

Sigurður Steinþórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað er það við kísilinn í íslensku vatni sem veldur því að það er svona erfitt að ná honum af?

Erlendis er kalksteinn og annað kalkríkt berg algengt, sem aftur veldur því að vatnið er „hart“, það er í því er uppleyst kalk (CaCO3). Kalk er þeirrar náttúru að leysni þess eykst með lækkandi sýrustigi (pH), til dæmis leysir súrt regn upp listaverk og annað sem unnið er úr kalksteini eða marmara. Hins vegar minnkar leysnin með vaxandi hitastigi - þess vegna fellur kalk út í pottum og hraðsuðukötlum sem notaðir eru til að hita vatn.

Íslenskt berg er aftur á móti fremur kalksnautt og þar af leiðandi er minna kalk í vatninu okkar en víða erlendis. Auk þess er heita vatnið hér yfirleitt jarðhitavatn sem inniheldur kísil (SiO2). Þó er sá hluti hitaveitukerfis Reykjavíkur sem tengdur er Nesjavöllum upphitað „Þingvallavatn“ og þess vegna laust við kísil. Ólíkt kalki, vex leysni kísils með hækkandi pH (er mest í basísku vatni) og hitastigi. Þegar jarðhitavatn kólnar fellur kísillinn út sem kísilhrúður (til dæmis hveraskál Geysis), en hrúðrið er myndlaust afbrigði kísils.



Á jarðhitasvæðum myndast kísilhrúður þar sem kísillinn í vatninu fellur út þegar það kólnar.

Leysni kísils er mjög lítil í köldu vatni - ekki síst súru - og raunar er það helst flússýra (HF) sem leysir upp kísil, en hún er allra sýra háskalegust. Á svæðum þar sem vatn er „hart“ er í verslunum seldur „kalkeyðir,“ veik sýra sem leysir upp kalkið. Slíkur kalkeyðir hefur sést í verslunum hér, en til að leysa upp kísilhrúður gerir hann minna en ekkert gagn.

Helsta ráðið sem venjuleg heimili hafa til að losna við kísilinn er að skrapa hann burt, en einnig má draga úr vandanum með því að „spúla“ með köldu vatni (sem er kísilsnautt) fleti sem hitaveituvatn hefur leikið um áður en það þornar, eða hreinlega þurrka það af, til dæmis af kranahausum og þess háttar. Vilji menn beita efnafræðilegum aðferðum, leysir lútur upp kísil (til dæmis sápuduft fyrir uppþvottavélar) en hvörfin eru hæg auk þess sem hætta er á að lúturinn skemmi glerung, til dæmis í baðkörum.

Mynd: Iceland Excursions Allrahanda

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

8.11.2005

Spyrjandi

Ragnar Ólafsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5391.

Sigurður Steinþórsson. (2005, 8. nóvember). Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5391

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5391>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað er það við kísilinn í íslensku vatni sem veldur því að það er svona erfitt að ná honum af?

Erlendis er kalksteinn og annað kalkríkt berg algengt, sem aftur veldur því að vatnið er „hart“, það er í því er uppleyst kalk (CaCO3). Kalk er þeirrar náttúru að leysni þess eykst með lækkandi sýrustigi (pH), til dæmis leysir súrt regn upp listaverk og annað sem unnið er úr kalksteini eða marmara. Hins vegar minnkar leysnin með vaxandi hitastigi - þess vegna fellur kalk út í pottum og hraðsuðukötlum sem notaðir eru til að hita vatn.

Íslenskt berg er aftur á móti fremur kalksnautt og þar af leiðandi er minna kalk í vatninu okkar en víða erlendis. Auk þess er heita vatnið hér yfirleitt jarðhitavatn sem inniheldur kísil (SiO2). Þó er sá hluti hitaveitukerfis Reykjavíkur sem tengdur er Nesjavöllum upphitað „Þingvallavatn“ og þess vegna laust við kísil. Ólíkt kalki, vex leysni kísils með hækkandi pH (er mest í basísku vatni) og hitastigi. Þegar jarðhitavatn kólnar fellur kísillinn út sem kísilhrúður (til dæmis hveraskál Geysis), en hrúðrið er myndlaust afbrigði kísils.



Á jarðhitasvæðum myndast kísilhrúður þar sem kísillinn í vatninu fellur út þegar það kólnar.

Leysni kísils er mjög lítil í köldu vatni - ekki síst súru - og raunar er það helst flússýra (HF) sem leysir upp kísil, en hún er allra sýra háskalegust. Á svæðum þar sem vatn er „hart“ er í verslunum seldur „kalkeyðir,“ veik sýra sem leysir upp kalkið. Slíkur kalkeyðir hefur sést í verslunum hér, en til að leysa upp kísilhrúður gerir hann minna en ekkert gagn.

Helsta ráðið sem venjuleg heimili hafa til að losna við kísilinn er að skrapa hann burt, en einnig má draga úr vandanum með því að „spúla“ með köldu vatni (sem er kísilsnautt) fleti sem hitaveituvatn hefur leikið um áður en það þornar, eða hreinlega þurrka það af, til dæmis af kranahausum og þess háttar. Vilji menn beita efnafræðilegum aðferðum, leysir lútur upp kísil (til dæmis sápuduft fyrir uppþvottavélar) en hvörfin eru hæg auk þess sem hætta er á að lúturinn skemmi glerung, til dæmis í baðkörum.

Mynd: Iceland Excursions Allrahanda...