Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hversu miklum pening eyðir persóna á mánuði að meðaltali? Þá fyrir mat, reikninga, föt o.s.frv Breytist það með aldri?
Hagstofa Íslands heldur utan um ýmislegt talnaefni, meðal annars tölur um neysluútgjöld Íslendinga. Því miður er eitthvað síðan tölurnar undir þessum lið voru uppfærðar og ekki eru til nýrri tölur en fyrir árið 2016.
Samkvæmt talnaefni Hagstofunnar eru árleg neysluútgjöld einhleypra Íslendinga á tímabilinu 2013-2016 rétt um 3,5 milljónir eða um 290 þúsund krónur á mánuði.
Hér er hægt að skoða talnaefnið:
Hægt er að skoða útgjöld í einstökum flokkum á Hagstofuvefnum. Til að mynda eyðir einstaklingurinn samkvæmt þessu um 365 þúsund krónum í mat og drykk á ári og um 130 þúsund krónum í föt og skó. Í liðina húsnæði, hita og rafmagn fara rúmar 1,2 milljónir á ári.
Samkvæmt talnaefni Hagstofunnar eru árleg neysluútgjöld einhleypra Íslendinga á tímabilinu 2013-2016 rétt um 3,5 milljónir eða um 290 þúsund krónur á mánuði.
Einnig er rétt að benda á reiknivél fyrir neysluviðmið á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar er hægt að setja inn upplýsingar um fjölskyldustærð og annað og vélin reiknar þá út viðmiðunartölu fyrir útgjöld.
Rétt er að taka fram að inni í neysluviðmiðunum sem Stjórnarráðið miðlar, eru ekki liðir sem falla undir húsnæðisgjöld, til að mynda húsaleiga, viðhaldskostnaður húsnæðis, rafmagn og hiti. Eyðsla langflestra er því nokkuð hærri en reiknivélin sýnir.
Með reiknivélinni er bæði hægt að sjá svokallað dæmigert viðmið, sem byggist á raunverulegum útgjöldum fólks, og grunnviðmið sem á að gefa vísbendingu um það hvað fólk þarf að lágmarki til að framleyta sér.
Dæmigerð mánaðarleg útgjöld einstaklings sem býr einn á höfuðborgarsvæðinu og á bíl, er samkvæmt reiknivélinni um 198 þúsund krónur, án húsnæðiskostnaðar.
Af þeirri upphæð fara rúmar 37 þúsund krónur í mat, drykkjarvöru og aðrar dagvörur til heimilishalds og um 5.500 krónur í föt og skó á hverjum mánuði.
Grunnviðmið miðað við sömu forsendur er hins vegar 80 þúsund krónur.
Séu tveir fullorðnir á heimili á höfuðborgarsvæðinu, einn bíll og tvö börn, annað á leikskólaaldri og hitt á skólaaldri í skólamötuneyti og í frístundavistun eftir skóla, eru heildarútgjöld um 486 þúsund krónur.
Grunnviðmið miðað við sömu forsendur er um 270 þúsund krónur.
Með reiknivélinni er ekki hægt að setja inn aldur einstaklinga en gera má ráð fyrir að margir útgjaldaliðir séu sambærilegir þrátt fyrir að fólk sé á ólíkum aldri. Sumt gæti þó hækkað og annað lækkað.
Heimildir:
JGÞ. „Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði?“ Vísindavefurinn, 20. september 2021, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82412.
JGÞ. (2021, 20. september). Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82412
JGÞ. „Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2021. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82412>.