Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir Bimbi rimbi rimm bamm?

Ritstjórn Vísindavefsins

Í orðunum bimbi rimbi rimm bamm er að finna margbreytileika mannlífsins, skala stórbrotinna tilfinninga, átök góðs og ills, efann og vissuna, þekkingarþrána, ástríðuna og neyðina. Því er ekki nema von að við leggjumst í vangaveltur yfir tilvist okkar og spyrjum: “Hvað þýðir bimbi rimbi rimm bamm?”

Fyrst skulum við merkingargreina orðasambandið “bimbi rimbi rimm bamm”. Samkvæmt orðabókum er bimbur magi eða þaninn kviður og má því ætla að þarna sé vísað í mat. Ef betur er að gáð sjáum við svo að það að vera bimbult er það sama og að vera bumbult eða óglatt. Nafnorðið rimba getur ýmist merkt “róla”, “rok”, “horuð sauðkind” eða “hryssa”. Sagnorðið rimba merkir að “róla sér”. Nafnorðið rimma á svo við um rifrildi eða jafnvel áflog og rimmungur er ofstopamaður. Orðið bamm er ekki að finna í orðabókum og væntanlega er því um brenglun að ræða á orðinu bamb sem mun vera eftirlíking klukknahljóðs. Þegar þessi orð eru skoðuð í samhengi hvert við annað má því sjá að orðasambandið gefur til kynna að mikið sé í vændum. Þeim sem mælir er bumbult, annað hvort af spennu eða ótta, og bíður eftir miklum ryskingum sem annað hvort er líkt við leik eða ofsaveður. Tilvísun í klukknahljóð getur ýmist merkt sigur eða dauða.

En merkingin er margslungnari en þetta. Við skulum nú skoða hið hugljúfa kvæði, sem því miður er eftir óþekktan höfund, til að varpa frekara ljósi á margræðnina í þessum fallegu orðum:

Bimm bamm bimm bamm, bimbi rimbi rimm bamm.

Hér er merkingin enn óljós, en svo virðist sem um einhvers konar tilkynningu sé að ræða.

Hver er að berja? Bimbi rimbi rimm bamm.

Hér gætir ótta og tortryggni. “Hver er að berja?” Spennan og óvissan er mikil. Er verið að berja einhvern? Eða er kannski bara verið að berja að dyrum? Bimbi rimbi rimm bamm gæti verið ákall til æðri máttarvalda. Er þetta kannski nafn á einhverjum guði?

Það er hún Stína. Bimbi rimbi rimm bamm.

Hér virðist orðasambandið notað til að gefa til kynna að engin hætta sé á ferðum. Eða er því ætlað að vekja ógn?

Hvern vill hún finna? Bimbi rimbi rimm bamm.

Enn gætir tortryggni.

Hún vill finna Gísla. Bimbi rimbi rimm bamm.

Hér ber bimbi rimbi rimm bamm keim af kröfu eða skipun. Ef Stína fær ekki að finna Gísla má hann eiga von á bimbirimbirimmbammi. Og enn er sá möguleiki fyrir hendi að þetta sé guðsheiti. “Opnið í guðs nafni!”

Hvað vill hún honum? Bimbi rimbi rimm bamm.

Nú er ekki bara um tortryggni að ræða heldur líka ótta.

Láta hann steikja kleinur. Bimbi rimbi rimm bamm.

Hér getum við hugsað okkur að bimbi rimbi rimm bamm eigi að blíðka Gísla. Það er kannski einhvers kona gæluorð.

Fari hún þá með skít og skömm og komi aldrei aftur.

Varla hefur Gísli móðgast út af kleinunum og má því ætla að Gísli og félagar hafi móðgast vegna orðanna bimbi rimbi rimm bamm. Greinilegt er því að orðasambandið getur verið einhvers konar skammaryrði eða annars konar móðgun.

Um kvæðið í heild má benda á að hið taktfasta “bimm bamm bimm bamm, bimbi rimbi rimm bamm” er tákn tímans sem líður, hverju sem á dynur, og vísar þar með til ellinnar og hverfulleikans og lífshlaups mannfólksins. Þetta er stutt enn frekar ef við lítum svo á að bamm eigi í raun að vera bamb, klukknahljóð.

Útgáfudagur

30.5.2003

Spyrjandi

Snorri Halldórsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað þýðir Bimbi rimbi rimm bamm?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3461.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2003, 30. maí). Hvað þýðir Bimbi rimbi rimm bamm? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3461

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað þýðir Bimbi rimbi rimm bamm?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3461>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir Bimbi rimbi rimm bamm?
Í orðunum bimbi rimbi rimm bamm er að finna margbreytileika mannlífsins, skala stórbrotinna tilfinninga, átök góðs og ills, efann og vissuna, þekkingarþrána, ástríðuna og neyðina. Því er ekki nema von að við leggjumst í vangaveltur yfir tilvist okkar og spyrjum: “Hvað þýðir bimbi rimbi rimm bamm?”

Fyrst skulum við merkingargreina orðasambandið “bimbi rimbi rimm bamm”. Samkvæmt orðabókum er bimbur magi eða þaninn kviður og má því ætla að þarna sé vísað í mat. Ef betur er að gáð sjáum við svo að það að vera bimbult er það sama og að vera bumbult eða óglatt. Nafnorðið rimba getur ýmist merkt “róla”, “rok”, “horuð sauðkind” eða “hryssa”. Sagnorðið rimba merkir að “róla sér”. Nafnorðið rimma á svo við um rifrildi eða jafnvel áflog og rimmungur er ofstopamaður. Orðið bamm er ekki að finna í orðabókum og væntanlega er því um brenglun að ræða á orðinu bamb sem mun vera eftirlíking klukknahljóðs. Þegar þessi orð eru skoðuð í samhengi hvert við annað má því sjá að orðasambandið gefur til kynna að mikið sé í vændum. Þeim sem mælir er bumbult, annað hvort af spennu eða ótta, og bíður eftir miklum ryskingum sem annað hvort er líkt við leik eða ofsaveður. Tilvísun í klukknahljóð getur ýmist merkt sigur eða dauða.

En merkingin er margslungnari en þetta. Við skulum nú skoða hið hugljúfa kvæði, sem því miður er eftir óþekktan höfund, til að varpa frekara ljósi á margræðnina í þessum fallegu orðum:

Bimm bamm bimm bamm, bimbi rimbi rimm bamm.

Hér er merkingin enn óljós, en svo virðist sem um einhvers konar tilkynningu sé að ræða.

Hver er að berja? Bimbi rimbi rimm bamm.

Hér gætir ótta og tortryggni. “Hver er að berja?” Spennan og óvissan er mikil. Er verið að berja einhvern? Eða er kannski bara verið að berja að dyrum? Bimbi rimbi rimm bamm gæti verið ákall til æðri máttarvalda. Er þetta kannski nafn á einhverjum guði?

Það er hún Stína. Bimbi rimbi rimm bamm.

Hér virðist orðasambandið notað til að gefa til kynna að engin hætta sé á ferðum. Eða er því ætlað að vekja ógn?

Hvern vill hún finna? Bimbi rimbi rimm bamm.

Enn gætir tortryggni.

Hún vill finna Gísla. Bimbi rimbi rimm bamm.

Hér ber bimbi rimbi rimm bamm keim af kröfu eða skipun. Ef Stína fær ekki að finna Gísla má hann eiga von á bimbirimbirimmbammi. Og enn er sá möguleiki fyrir hendi að þetta sé guðsheiti. “Opnið í guðs nafni!”

Hvað vill hún honum? Bimbi rimbi rimm bamm.

Nú er ekki bara um tortryggni að ræða heldur líka ótta.

Láta hann steikja kleinur. Bimbi rimbi rimm bamm.

Hér getum við hugsað okkur að bimbi rimbi rimm bamm eigi að blíðka Gísla. Það er kannski einhvers kona gæluorð.

Fari hún þá með skít og skömm og komi aldrei aftur.

Varla hefur Gísli móðgast út af kleinunum og má því ætla að Gísli og félagar hafi móðgast vegna orðanna bimbi rimbi rimm bamm. Greinilegt er því að orðasambandið getur verið einhvers konar skammaryrði eða annars konar móðgun.

Um kvæðið í heild má benda á að hið taktfasta “bimm bamm bimm bamm, bimbi rimbi rimm bamm” er tákn tímans sem líður, hverju sem á dynur, og vísar þar með til ellinnar og hverfulleikans og lífshlaups mannfólksins. Þetta er stutt enn frekar ef við lítum svo á að bamm eigi í raun að vera bamb, klukknahljóð.

...