Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að hafa meðfædda hæfileika?

EDS

Já það er alveg öruggt að við höfum öll einhverja meðfædda hæfileika.

Sem dæmi má taka hæfileikann til að læra tungumál. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast? kunnum við ekki tungumál þegar við fæðumst. Hins vegar hafa flestir hæfileika til þess að læra að tala og nýta sér þann hæfileika óspart á fyrstu árum ævinnar.

Sama er að segja um margt annað sem við tileinkum okkur hvort sem það er hreyfing, hegðun, þekking eða jafnvel viðhorf, það byggist á þeim meðfædda hæfileika okkar að geta lært. Það er okkur til dæmis ekki meðfætt að renna á skíðum eða þylja upp margföldunartöfluna, hins vegar höfum við meðfædda hæfileika til þess að læra svona hluti.



Svo er annað mál að sumum gengur betur að tileinka sér ákveðna hluti en öðrum og sumir virðast hafa meiri hæfileika á ákveðnum sviðum. Við getum ekki öll orðið heimsmeistarar á skíðum, nóbelsverðlaunahafar í efnafræði, píanóleikarar í fremstu röð eða framúrskarandi kokkar. Í þessu spila erfðir og umhverfi örugglega saman, en vægi hvors þáttar um sig hefur verið, er og verður sjálfsagt áfram mjög umdeilt.

Flestum ætti til dæmis að vera ljóst að ef menn eiga einstaklega auðvelt með að renna sér á svigskíðum en rækta þann hæfileika lítið sem ekkert, eru litlar líkur til þess að menn nái langt í heimsmeistarakeppni á skíðum. Eins er víst að sá sem hefur ekki gott jafnvægi mun líklega seint komast í fremstu röð í sömu grein, þrátt fyrir miklar æfingar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.3.2008

Spyrjandi

Grétar Guðmundsson, f. 1993

Tilvísun

EDS. „Er hægt að hafa meðfædda hæfileika?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7243.

EDS. (2008, 17. mars). Er hægt að hafa meðfædda hæfileika? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7243

EDS. „Er hægt að hafa meðfædda hæfileika?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7243>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að hafa meðfædda hæfileika?
Já það er alveg öruggt að við höfum öll einhverja meðfædda hæfileika.

Sem dæmi má taka hæfileikann til að læra tungumál. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast? kunnum við ekki tungumál þegar við fæðumst. Hins vegar hafa flestir hæfileika til þess að læra að tala og nýta sér þann hæfileika óspart á fyrstu árum ævinnar.

Sama er að segja um margt annað sem við tileinkum okkur hvort sem það er hreyfing, hegðun, þekking eða jafnvel viðhorf, það byggist á þeim meðfædda hæfileika okkar að geta lært. Það er okkur til dæmis ekki meðfætt að renna á skíðum eða þylja upp margföldunartöfluna, hins vegar höfum við meðfædda hæfileika til þess að læra svona hluti.



Svo er annað mál að sumum gengur betur að tileinka sér ákveðna hluti en öðrum og sumir virðast hafa meiri hæfileika á ákveðnum sviðum. Við getum ekki öll orðið heimsmeistarar á skíðum, nóbelsverðlaunahafar í efnafræði, píanóleikarar í fremstu röð eða framúrskarandi kokkar. Í þessu spila erfðir og umhverfi örugglega saman, en vægi hvors þáttar um sig hefur verið, er og verður sjálfsagt áfram mjög umdeilt.

Flestum ætti til dæmis að vera ljóst að ef menn eiga einstaklega auðvelt með að renna sér á svigskíðum en rækta þann hæfileika lítið sem ekkert, eru litlar líkur til þess að menn nái langt í heimsmeistarakeppni á skíðum. Eins er víst að sá sem hefur ekki gott jafnvægi mun líklega seint komast í fremstu röð í sömu grein, þrátt fyrir miklar æfingar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....