Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru bráðger börn?

Orri Smárason

Hugtakið bráðger er notað yfir börn sem talin eru búa yfir óvenju miklum hæfileikum í samanburði við jafnaldra sína. Nákvæmlega á hvaða sviðum þessir hæfileikar liggja eða hversu mikið börnin taka fram úr því sem þykir í meðallagi er þó ekki ljóst. Fjölmargar skilgreiningar hafa verið settar fram til að reyna að útkljá þetta mál í eitt skipti fyrir öll, án teljandi árangurs eða sátta. Það er því ansi misjafnt hvernig þessi hópur, bráðger börn, er skilgreindur.

Árið 2003 setti Fræðsluráð Reykjavíkur starfshóp á laggirnar sem ætlað var að fjalla um málefni bráðgerra barna og leiðir til að koma til móts við þau í skólakerfinu. Starfshópurinn setti fram skilgreiningu á bráðgerum börnum sem er svohljóðandi:

Þau börn teljast bráðger sem sýna framúrskarandi hæfileika, hvort sem er á einu eða mörgum sviðum. Bráðger börn eru líklegri en önnur börn til að:

  • Sýna óvenju snemma miðað við aldur mikla hæfileika á einu eða fleiri sviðum.
  • Hafa sterka innri áhugahvöt og námsárangur sem skýrist ekki síður af eigin náms- og rannsóknarhvöt en áhrifum umhverfisins.
  • Geta unnið úr framandi upplýsingum og geta yfirfært þekkingu, reynslu og innsæi á framandi aðstæður.
  • Hugsa óhlutbundið og eiga auðvelt með að leysa framandi og óvænt verkefni.
  • Fá hlutfallslega háar einkunnir í prófum og öðru námsmati.
  • Vera næm á aðstæður, sýna hluttekningu, samhygð og hafa áhuga á samfélagsmálum.
  • Vera gagnrýnin og koma auga á ósamræmi eða ósamkvæmni.
  • Vinna skipulega og kerfisbundið.
  • Heillast svo af ákveðnum sviðum náms eða námsgreinum að þau geti ekki stillt sig um að kafa dýpra eða æfa sig meira.
  • Vera rökföst og hafa áhuga á orsakasamhengi.
  • Vera óvenju skapandi og hugmyndarík.
  • Eiga auðvelt með að tjá hugsanir og hugmyndir.
  • Sýna leiðtogahæfileika og sætta deilur.
  • Sýna óvenjulega mikla hæfileika í listum, hönnun eða íþróttum.

Þessi skilgreining starfshóps Fræðsluráðs er sennilega sú sem almennt er miðað við í umræðu um bráðger börn á Íslandi. Skýrslu starfshópsins má finna í heild sinni með því að smella hér.

Við bendum einnig á svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni Varðandi orðin: "bráðger börn": Hvað þýðir -ger í þessu nýyrði? Af hverju ekki bráðgefin, bráðþroska eða eitthvað álíka?

Höfundur

sálfræðingur

Útgáfudagur

24.8.2005

Spyrjandi

Eyrún Fríða Árnadóttir, f. 1991
Eva Gunnarsdóttir

Tilvísun

Orri Smárason. „Hvað eru bráðger börn?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5217.

Orri Smárason. (2005, 24. ágúst). Hvað eru bráðger börn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5217

Orri Smárason. „Hvað eru bráðger börn?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5217>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru bráðger börn?
Hugtakið bráðger er notað yfir börn sem talin eru búa yfir óvenju miklum hæfileikum í samanburði við jafnaldra sína. Nákvæmlega á hvaða sviðum þessir hæfileikar liggja eða hversu mikið börnin taka fram úr því sem þykir í meðallagi er þó ekki ljóst. Fjölmargar skilgreiningar hafa verið settar fram til að reyna að útkljá þetta mál í eitt skipti fyrir öll, án teljandi árangurs eða sátta. Það er því ansi misjafnt hvernig þessi hópur, bráðger börn, er skilgreindur.

Árið 2003 setti Fræðsluráð Reykjavíkur starfshóp á laggirnar sem ætlað var að fjalla um málefni bráðgerra barna og leiðir til að koma til móts við þau í skólakerfinu. Starfshópurinn setti fram skilgreiningu á bráðgerum börnum sem er svohljóðandi:

Þau börn teljast bráðger sem sýna framúrskarandi hæfileika, hvort sem er á einu eða mörgum sviðum. Bráðger börn eru líklegri en önnur börn til að:

  • Sýna óvenju snemma miðað við aldur mikla hæfileika á einu eða fleiri sviðum.
  • Hafa sterka innri áhugahvöt og námsárangur sem skýrist ekki síður af eigin náms- og rannsóknarhvöt en áhrifum umhverfisins.
  • Geta unnið úr framandi upplýsingum og geta yfirfært þekkingu, reynslu og innsæi á framandi aðstæður.
  • Hugsa óhlutbundið og eiga auðvelt með að leysa framandi og óvænt verkefni.
  • Fá hlutfallslega háar einkunnir í prófum og öðru námsmati.
  • Vera næm á aðstæður, sýna hluttekningu, samhygð og hafa áhuga á samfélagsmálum.
  • Vera gagnrýnin og koma auga á ósamræmi eða ósamkvæmni.
  • Vinna skipulega og kerfisbundið.
  • Heillast svo af ákveðnum sviðum náms eða námsgreinum að þau geti ekki stillt sig um að kafa dýpra eða æfa sig meira.
  • Vera rökföst og hafa áhuga á orsakasamhengi.
  • Vera óvenju skapandi og hugmyndarík.
  • Eiga auðvelt með að tjá hugsanir og hugmyndir.
  • Sýna leiðtogahæfileika og sætta deilur.
  • Sýna óvenjulega mikla hæfileika í listum, hönnun eða íþróttum.

Þessi skilgreining starfshóps Fræðsluráðs er sennilega sú sem almennt er miðað við í umræðu um bráðger börn á Íslandi. Skýrslu starfshópsins má finna í heild sinni með því að smella hér.

Við bendum einnig á svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni Varðandi orðin: "bráðger börn": Hvað þýðir -ger í þessu nýyrði? Af hverju ekki bráðgefin, bráðþroska eða eitthvað álíka?

...