Hitt er annað mál að það að læra tungumál virðist vera manninum áskapað. Rannsóknir hafa sýnt að í vinstra heilahveli eru málstöðvar sem sjá um mismunandi þætti móðurmálsins. Máltökunni eru einnig sett ákveðin tímamörk frá náttúrunnar hendi. Barn verður að læra það sem við nefnum móðurmál á tímabilinu frá fæðingu og fram að kynþroska. Ef það gerist ekki er ekki hægt að tala um að barnið hafi móðurmál. Einnig benda rannsóknir til þess að börn nái ekki fullum tökum á móðurmáli sínu nema máltakan fari fram fyrir 4-6 ára aldurinn. Hægt er að lesa meira um þetta í svari Sigríðar Sigurjónsdóttur við spurningunni Hvernig læra börn tungumálið? Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.