Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast?

JGÞ

Börn tala ekki við fæðingu af því að það er ekki meðfæddur eiginleiki að kunna tungumál. Við þurfum að læra að tala en við þurfum ekki að læra að anda. Að draga andann er meðfæddur eiginleiki.



Hitt er annað mál að það að læra tungumál virðist vera manninum áskapað. Rannsóknir hafa sýnt að í vinstra heilahveli eru málstöðvar sem sjá um mismunandi þætti móðurmálsins. Máltökunni eru einnig sett ákveðin tímamörk frá náttúrunnar hendi. Barn verður að læra það sem við nefnum móðurmál á tímabilinu frá fæðingu og fram að kynþroska. Ef það gerist ekki er ekki hægt að tala um að barnið hafi móðurmál. Einnig benda rannsóknir til þess að börn nái ekki fullum tökum á móðurmáli sínu nema máltakan fari fram fyrir 4-6 ára aldurinn.

Hægt er að lesa meira um þetta í svari Sigríðar Sigurjónsdóttur við spurningunni Hvernig læra börn tungumálið?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.2.2008

Spyrjandi

Ársól, f. 1995 og Viktoría, f. 1994

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7128.

JGÞ. (2008, 29. febrúar). Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7128

JGÞ. „Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7128>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast?
Börn tala ekki við fæðingu af því að það er ekki meðfæddur eiginleiki að kunna tungumál. Við þurfum að læra að tala en við þurfum ekki að læra að anda. Að draga andann er meðfæddur eiginleiki.



Hitt er annað mál að það að læra tungumál virðist vera manninum áskapað. Rannsóknir hafa sýnt að í vinstra heilahveli eru málstöðvar sem sjá um mismunandi þætti móðurmálsins. Máltökunni eru einnig sett ákveðin tímamörk frá náttúrunnar hendi. Barn verður að læra það sem við nefnum móðurmál á tímabilinu frá fæðingu og fram að kynþroska. Ef það gerist ekki er ekki hægt að tala um að barnið hafi móðurmál. Einnig benda rannsóknir til þess að börn nái ekki fullum tökum á móðurmáli sínu nema máltakan fari fram fyrir 4-6 ára aldurinn.

Hægt er að lesa meira um þetta í svari Sigríðar Sigurjónsdóttur við spurningunni Hvernig læra börn tungumálið?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....