Snjóleysi stafar annað hvort af hlýindum eða þurrkum. Hlýindi valda því að sjaldnar snjóar en ella og sá snjór sem á annað borð fellur hverfur fljótt aftur. Snjóleysi getur einnig orðið ef ekkert snjóar, þó kalt sé. Norðlægar vindáttir eru að jafnaði kaldar, suðlægar hlýjar, en vestlægar geta verið hvoru tveggja... ... Undanfarnir vetur hafa verið mjög hlýir, þó allsnörp kuldaköst hafi komið hafa þau verið skammvinn og snjó því tekið fljótt upp aftur að þeim loknum. Snjóleysið um norðaustanvert landið undanfarin ár verður að teljast óvenjulegt, en suðvestanlands er hins vegar fremur um afturhvarf til hlýrri ára um miðja síðustu öld að ræða, en þá var snjór oft mjög lítill í Reykjavík.Lesendur eru hvattir til að kynna sér nánar þau svör sem hér hefur verið vitnað til og önnur svör á Vísindavefnum um snjó og úrkomu, til dæmis:
- Hvar snjóar mest hér á land? eftir Trausta Jónsson
- Hvernig myndast snjókorn? eftir Trausta Jónsson
- Hvernig stendur á því að veðurmunur er svona mikill á milli svæða á jafnlitlu landi og Íslandi? eftir Trausta Jónsson
- 1) Af hverju myndast ský og 2) af hverju falla þau ekki til jarðar? eftir Harald Ólafsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.