Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast snjókorn?

Trausti Jónsson

Snjór er gjarnan greindur í flyksur, kornsnjó, ískorn og hagl. Hagl greinist í snjóhagl og íshagl. Flyksur eru algengastar hérlendis, snjóhagl er algengt, kornsnjór nokkuð algengur, ískorn sjaldséð og íshagl sárasjaldgæft.



Úrkoma myndast þegar raki þéttist í skýjum. Ef ís er til staðar getur úrkoman fallið sem snjór.

Úrkoma myndast við rakaþéttingu í skýjum, oftast vegna kælingar samfara uppstreymi. Ský eru ýmist samsett úr ískristöllum eða örsmáum vatnsdropum. Vatn í skýjum hefst við í fljótandi formi langt neðan eiginlegs frostmarks (0°C) og er til dæmis stór hluti skýja samsettur úr örsmáum vatnsdropum þó í frosti séu. Dropar og ískristallar eiga erfitt sambýli því vatn gufar síður upp frá ís en vökvafleti, uppgufun verður þá við dropann, en þétting við ísögnina, sem vex á kostnað þess fyrrnefnda. Sé raki að þéttast í skýi og ís er til staðar, þéttist nær allur rakinn á ískristöllum sem þá vaxa mjög hratt og falla til jarðar, rekast á aðra kristalla, klessast og krækjast saman og mynda snjóflyksur eða korn.

Vatn sem þéttist á ís myndar oftast kristalla. Algengustu ískristallar eru aflangir sexstrendingar að lögun, næst algengastar eru sexstrendar flatar plötur og síðan langar sexstrendar ísnálar. Stjörnukristallar með sex örmum eru einnig algengir og greinar geta myndast á stjörnunni. Snjókorn eru þó venjulega óreglulegar samhangandi hrúgur af kristöllum, jafnvel margra gerða. Hver gerð myndast helst við ákveðin skilyrði og er það hiti sem ákvarðar vaxtarstefnu. Sé hitinn á bilinu 0°C til –3°C eða á bilinu –8°C til –25°C myndast plötur. Á bilinu –3°C til –8°C og í meira frosti en 25 stigum myndast helst nálar og langir sexstrendingar. Þróun áframhaldandi vaxtar fer eftir hraða áhleðslunnar, sé hún hæg bæta kristallarnir jafnt og þétt við sig og verða reglulegir og þéttir, en sé áhleðslan hröð verða kristallarnir greinóttari og holóttari.



Ískristallar hafa mismunandi lögun. Hér má sjá sexstrenda flata plötu og stjörnukristal með greinum.

Snjókoma getur ýmist verið samfelld eða með uppstyttum. Snjókoma sem fellur úr skúraskýjum (éljaskýjum) kallast él. Hún byrjar þá og endar oft snögglega og tekur snöggum ákafabreytingum. Allur snjór er ís sem endurkastar óreglulega megninu af því ljósi sem á hann fellur og er því venjulega hvítur, þó einstakir ískristallar í flyksu geti verið glærir.

Snjóflyksur eru gerðar úr fjölda samklesstra ískristalla, oftast sexstrendum eða sexgreindum, og sé frost vægt geta þær orðið mjög stórar, jafnvel nokkrir cm að þvermáli. Flyksurnar eru mjög óreglulegar að lögun, en séu þær skoðaðar með stækkunargleri má oft sjá einstaka smáa reglulega kristalla af ýmsu tagi.

Hagl (snjóhagl) fellur alloft úr skúraflókum eða éljaklökkum og eru höglin hvít og ógegnsæ, hnöttótt, stöku sinnum keilulaga, um 2–5 mm að þvermáli (á stærð við krækiber). Oft má sjá að hvert þeirra er myndað utan um snjófrauð sem kjarna, þakið þunnri skel úr ís. Þau eru því gljáandi að útliti, allhörð viðkomu og kremjast ekki auðveldlega. Haglið er oft blautt af því að það fellur venjulega í frostlausu veðri, oft með rigningu. Ískúlur eða högl stærri en 5 mm að þvermáli kallast íshögl. Höglin eru oftast lagskipt, hreinn ís skiptist þá á við ísfrauð. Íshagl er mjög sjaldgæft hérlendis en hefur þó fallið í miklum þrumuveðrum að sumarlagi.

Kornsnjór er gerður úr hvítum og ógagnsæjum kornum (frauði) og líkist snjóhagli en er mun smágerðari og oft samansettur úr aflöngum eða flötum kornum, yfirleitt minni en 1 mm í þvermál og falla þau því svo hægt að þau hoppa ekki verulega þótt þau mæti hörðu í fallinu. Venjulega fellur mjög lítið magn af kornsnjó og aldrei úr skúraskýjum heldur yfirleitt úr þokuskýjum.

Ískorn eru gegnsæjar eða hálfgegnsæjar, hnöttóttar eða óreglulegar ískúlur 1 til 4 mm í þvermál (á stærð við sagógrjón eða jafnvel krækiber) og hoppa upp ef þau mæta hörðu í fallinu. Þau myndast þegar rigning fellur gegnum kalt loftlag og frýs áður en hún nær til jarðar. Takið eftir því að þessi rigning myndaðist fyrst sem snjór sem bráðnaði.

Hægt er að lesa meira um snjókorn í svari Halldórs Svavarssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hver er innri gerð snjókorna? Eru engin tvö snjókorn eins?

Myndir:

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

6.12.2005

Spyrjandi

Helga Dís, f. 1991

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvernig myndast snjókorn?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2005, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5461.

Trausti Jónsson. (2005, 6. desember). Hvernig myndast snjókorn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5461

Trausti Jónsson. „Hvernig myndast snjókorn?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2005. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5461>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast snjókorn?
Snjór er gjarnan greindur í flyksur, kornsnjó, ískorn og hagl. Hagl greinist í snjóhagl og íshagl. Flyksur eru algengastar hérlendis, snjóhagl er algengt, kornsnjór nokkuð algengur, ískorn sjaldséð og íshagl sárasjaldgæft.



Úrkoma myndast þegar raki þéttist í skýjum. Ef ís er til staðar getur úrkoman fallið sem snjór.

Úrkoma myndast við rakaþéttingu í skýjum, oftast vegna kælingar samfara uppstreymi. Ský eru ýmist samsett úr ískristöllum eða örsmáum vatnsdropum. Vatn í skýjum hefst við í fljótandi formi langt neðan eiginlegs frostmarks (0°C) og er til dæmis stór hluti skýja samsettur úr örsmáum vatnsdropum þó í frosti séu. Dropar og ískristallar eiga erfitt sambýli því vatn gufar síður upp frá ís en vökvafleti, uppgufun verður þá við dropann, en þétting við ísögnina, sem vex á kostnað þess fyrrnefnda. Sé raki að þéttast í skýi og ís er til staðar, þéttist nær allur rakinn á ískristöllum sem þá vaxa mjög hratt og falla til jarðar, rekast á aðra kristalla, klessast og krækjast saman og mynda snjóflyksur eða korn.

Vatn sem þéttist á ís myndar oftast kristalla. Algengustu ískristallar eru aflangir sexstrendingar að lögun, næst algengastar eru sexstrendar flatar plötur og síðan langar sexstrendar ísnálar. Stjörnukristallar með sex örmum eru einnig algengir og greinar geta myndast á stjörnunni. Snjókorn eru þó venjulega óreglulegar samhangandi hrúgur af kristöllum, jafnvel margra gerða. Hver gerð myndast helst við ákveðin skilyrði og er það hiti sem ákvarðar vaxtarstefnu. Sé hitinn á bilinu 0°C til –3°C eða á bilinu –8°C til –25°C myndast plötur. Á bilinu –3°C til –8°C og í meira frosti en 25 stigum myndast helst nálar og langir sexstrendingar. Þróun áframhaldandi vaxtar fer eftir hraða áhleðslunnar, sé hún hæg bæta kristallarnir jafnt og þétt við sig og verða reglulegir og þéttir, en sé áhleðslan hröð verða kristallarnir greinóttari og holóttari.



Ískristallar hafa mismunandi lögun. Hér má sjá sexstrenda flata plötu og stjörnukristal með greinum.

Snjókoma getur ýmist verið samfelld eða með uppstyttum. Snjókoma sem fellur úr skúraskýjum (éljaskýjum) kallast él. Hún byrjar þá og endar oft snögglega og tekur snöggum ákafabreytingum. Allur snjór er ís sem endurkastar óreglulega megninu af því ljósi sem á hann fellur og er því venjulega hvítur, þó einstakir ískristallar í flyksu geti verið glærir.

Snjóflyksur eru gerðar úr fjölda samklesstra ískristalla, oftast sexstrendum eða sexgreindum, og sé frost vægt geta þær orðið mjög stórar, jafnvel nokkrir cm að þvermáli. Flyksurnar eru mjög óreglulegar að lögun, en séu þær skoðaðar með stækkunargleri má oft sjá einstaka smáa reglulega kristalla af ýmsu tagi.

Hagl (snjóhagl) fellur alloft úr skúraflókum eða éljaklökkum og eru höglin hvít og ógegnsæ, hnöttótt, stöku sinnum keilulaga, um 2–5 mm að þvermáli (á stærð við krækiber). Oft má sjá að hvert þeirra er myndað utan um snjófrauð sem kjarna, þakið þunnri skel úr ís. Þau eru því gljáandi að útliti, allhörð viðkomu og kremjast ekki auðveldlega. Haglið er oft blautt af því að það fellur venjulega í frostlausu veðri, oft með rigningu. Ískúlur eða högl stærri en 5 mm að þvermáli kallast íshögl. Höglin eru oftast lagskipt, hreinn ís skiptist þá á við ísfrauð. Íshagl er mjög sjaldgæft hérlendis en hefur þó fallið í miklum þrumuveðrum að sumarlagi.

Kornsnjór er gerður úr hvítum og ógagnsæjum kornum (frauði) og líkist snjóhagli en er mun smágerðari og oft samansettur úr aflöngum eða flötum kornum, yfirleitt minni en 1 mm í þvermál og falla þau því svo hægt að þau hoppa ekki verulega þótt þau mæti hörðu í fallinu. Venjulega fellur mjög lítið magn af kornsnjó og aldrei úr skúraskýjum heldur yfirleitt úr þokuskýjum.

Ískorn eru gegnsæjar eða hálfgegnsæjar, hnöttóttar eða óreglulegar ískúlur 1 til 4 mm í þvermál (á stærð við sagógrjón eða jafnvel krækiber) og hoppa upp ef þau mæta hörðu í fallinu. Þau myndast þegar rigning fellur gegnum kalt loftlag og frýs áður en hún nær til jarðar. Takið eftir því að þessi rigning myndaðist fyrst sem snjór sem bráðnaði.

Hægt er að lesa meira um snjókorn í svari Halldórs Svavarssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hver er innri gerð snjókorna? Eru engin tvö snjókorn eins?

Myndir:...