Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Elmar Geir Unnsteinsson er lektor í heimspeki við University College Dublin og fræðimaður við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld. Elmar hefur sérstaklega fengist við spurningar um tengsl máls og hugar.

Grundvallarspurning í heimspeki tungumálsins snýr að því hvað ákvarði inntak eða merkingu þess sem við segjum og hvernig við útskýrum getu fólks til að skilja hvert annað nokkurn veginn áreynslulaust. Það sem við meinum og það sem viðmælendur okkar skilja virðist ekki geta falist í einberri merkingu orðanna sem við notum, því virðast mannleg samskipti byggja á flóknum hæfileikum til að eigna öðrum ýmsar ætlanir, hugsanir, eða langanir. Á undanförnum árum hefur Elmar tekið þátt í ýmsum þverfræðilegum rannsóknum sem ætlað er að svara þessari grundvallarspurningu eða öðrum spurningum sem af henni leiða.

Til dæmis hefur íslenskan að geyma greinarmun sem oft er erfiðara að tjá á öðrum tungumálum, nefnilega muninn á meiningu og merkingu. Hið fyrra er það sem einhver meinar eða ætlar sér með því að segja eitthvað, hið seinna þær takmörkuðu upplýsingar sem felast í orðunum sjálfum. „Það rignir“ veitir engar upplýsingar nema staðsetning rigningarinnar sé tilgreind, en orðin sjálf veita bersýnilega engar slíkar upplýsingar. Merking vanákvarðar meiningu með þessum hætti miklu oftar en fólk almennt áttar sig á. Annað hugtak sem Elmar hefur reynt að innleiða í íslensku er svokölluð aukmeining (e. implicature). Ef Gunna vill yfirgefa partíið gæti hún sagt við vinkonu sína: „Ég er þreytt“ og ætlað henni að skilja sem svo að hún vilji að þær fari. Þá segir hún og meinar eitt, að hún sé þreytt, en meinar annað aukalega, nefnilega að hún vilji fara. Aukmeining er afar merkilegt fyrirbæri og mun erfiðara að útskýra hvernig fólk fer að því að tjá þær og skilja en fólki gæti virst við fyrstu sýn. Kenningar um meiningu, merkingu og aukmeiningu eru helst sprottnar úr hefð sem stundum er kölluð ætlunarhyggja (e. intentionalism) og á rætur að rekja til heimspekingsins Pauls Grice.

Rannsóknir Elmars hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld.

Flestar rannsóknir Elmars hafa birst í erlendum tímaritum og reyna að svara frumspekilegum spurningum um mál, merkingu og hugsun innan vébanda ætlunarhyggjunnar. Ber þar helst að nefna greinar um tilvísun (e. reference), ráðgátu Freges um samsemdarsetningar, duldar skoðanir (e. implicit belief), hljóð- eða framburðarvillur (sérstaklega „malapropisms“), eðli málhæfileikans, tengsl samhengis og merkingar, og samsetta merkingarfræði (e. compositional semantics). Elmar hefur einnig rannsakað ýmis praktískari efni, eins og þöggun (e. silencing), hatursorðræðu og lygar eða blekkingar. Til er ein grein eftir hann á íslensku sem fjallar um þöggun (Hugur 2019).

Greinar Elmars um heimspekisögu hafa fjallað um heimspekingana Wittgenstein, Austin, Grice og Frege. Elmar er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi frá City University of New York, Graduate Center, árið 2015, og hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir störf sín. Hann hlaut styrki frá Fulbright og Thor Thors sjóðunum til framhaldsnáms og verkefnastyrk frá Rannís árið 2016 til rannsókna í heimspekilegri merkingarfræði.

Frekari upplýsingar um Elmar:

Mynd:
  • Úr safni EGU.

Útgáfudagur

19.5.2020

Síðast uppfært

27.5.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2020, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78547.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2020, 19. maí). Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78547

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2020. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78547>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?
Elmar Geir Unnsteinsson er lektor í heimspeki við University College Dublin og fræðimaður við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld. Elmar hefur sérstaklega fengist við spurningar um tengsl máls og hugar.

Grundvallarspurning í heimspeki tungumálsins snýr að því hvað ákvarði inntak eða merkingu þess sem við segjum og hvernig við útskýrum getu fólks til að skilja hvert annað nokkurn veginn áreynslulaust. Það sem við meinum og það sem viðmælendur okkar skilja virðist ekki geta falist í einberri merkingu orðanna sem við notum, því virðast mannleg samskipti byggja á flóknum hæfileikum til að eigna öðrum ýmsar ætlanir, hugsanir, eða langanir. Á undanförnum árum hefur Elmar tekið þátt í ýmsum þverfræðilegum rannsóknum sem ætlað er að svara þessari grundvallarspurningu eða öðrum spurningum sem af henni leiða.

Til dæmis hefur íslenskan að geyma greinarmun sem oft er erfiðara að tjá á öðrum tungumálum, nefnilega muninn á meiningu og merkingu. Hið fyrra er það sem einhver meinar eða ætlar sér með því að segja eitthvað, hið seinna þær takmörkuðu upplýsingar sem felast í orðunum sjálfum. „Það rignir“ veitir engar upplýsingar nema staðsetning rigningarinnar sé tilgreind, en orðin sjálf veita bersýnilega engar slíkar upplýsingar. Merking vanákvarðar meiningu með þessum hætti miklu oftar en fólk almennt áttar sig á. Annað hugtak sem Elmar hefur reynt að innleiða í íslensku er svokölluð aukmeining (e. implicature). Ef Gunna vill yfirgefa partíið gæti hún sagt við vinkonu sína: „Ég er þreytt“ og ætlað henni að skilja sem svo að hún vilji að þær fari. Þá segir hún og meinar eitt, að hún sé þreytt, en meinar annað aukalega, nefnilega að hún vilji fara. Aukmeining er afar merkilegt fyrirbæri og mun erfiðara að útskýra hvernig fólk fer að því að tjá þær og skilja en fólki gæti virst við fyrstu sýn. Kenningar um meiningu, merkingu og aukmeiningu eru helst sprottnar úr hefð sem stundum er kölluð ætlunarhyggja (e. intentionalism) og á rætur að rekja til heimspekingsins Pauls Grice.

Rannsóknir Elmars hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld.

Flestar rannsóknir Elmars hafa birst í erlendum tímaritum og reyna að svara frumspekilegum spurningum um mál, merkingu og hugsun innan vébanda ætlunarhyggjunnar. Ber þar helst að nefna greinar um tilvísun (e. reference), ráðgátu Freges um samsemdarsetningar, duldar skoðanir (e. implicit belief), hljóð- eða framburðarvillur (sérstaklega „malapropisms“), eðli málhæfileikans, tengsl samhengis og merkingar, og samsetta merkingarfræði (e. compositional semantics). Elmar hefur einnig rannsakað ýmis praktískari efni, eins og þöggun (e. silencing), hatursorðræðu og lygar eða blekkingar. Til er ein grein eftir hann á íslensku sem fjallar um þöggun (Hugur 2019).

Greinar Elmars um heimspekisögu hafa fjallað um heimspekingana Wittgenstein, Austin, Grice og Frege. Elmar er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi frá City University of New York, Graduate Center, árið 2015, og hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir störf sín. Hann hlaut styrki frá Fulbright og Thor Thors sjóðunum til framhaldsnáms og verkefnastyrk frá Rannís árið 2016 til rannsókna í heimspekilegri merkingarfræði.

Frekari upplýsingar um Elmar:

Mynd:
  • Úr safni EGU.
...