Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað varð Keikó gamall?

Jón Már Halldórsson

Háhyrningurinn Keikó er talinn hafa fæðst annað hvort 1977 eða 1978. Hann endaði æfi sína 12. desember 2003 og varð því 25 eða 26 ára. Algengt er að háhyrningar verði að minnsta kosti fertugir. Þó eru skráð tilvik um mun hærri aldur háhyrninga.

Hér eru helstu æviatriði frægasta háhyrnings sem nokkurn tímann hefur lifað:
  • 1977/78 Fæðist einhvers staðar undan ströndum Íslands.
  • 1979 Er veiddur og komið fyrir á Sædýrasafninu í Hafnarfirði.
  • 1982 Keikó er seldur til skemmtigarðarins Marineland í Ontario í Kanada. Þar hefst þjálfun hans sem skemmtikrafts.
  • 1985 Keiko er seldur fyrir 350 þúsund dali til Reino Aventura, sem er skemmtigarður í Mexíkóborg.
  • 1992 Framleiðsla hefst á kvikmyndinni Free Willy þar sem Keikó fer með annað aðalhlutverkið.
  • 1996 Keikó er fluttur til Oregon í Bandaríkjunum eftir slæma vist í Mexikó. Á þessu tímabili vó hann aðeins rúm 3,8 tonn sem er langt undir eðlilegri þyngd háhyrnings. Sýkingar á skinni hvalsins höfðu ágerst mjög og var hann orðinn illa haldinn af þeim sökum.
  • 1997 Keiko er þjálfaður í að veiða lifandi fisk. Fyrst veiddi hann fiskinn og gaf þjálfara sínum en eftir nokkra mánuði var hann farinn að éta fiskinn sem hann veiddi. Skinnsýkingin var um mitt árið alveg gengin til baka og hann hafði bætt verulega á sig, vó um 4,8 tonn.
  • 1998 Keiko er fluttur í september með flutningavél Bandaríkjahers til Vestmannaeyja. Tilgangurinn er að sleppa honum lausum í hafið þar sem hann var veiddur tveimur áratugum áður.
  • 1998-2002 Þjálfunin í Klettavíkinni í Vestmannaeyjum miðast að því að gera honum fært að lifa af í hafinu. Honum er sleppt lausum og reynt er að koma honum í kynni við aðra háhyrninga.
  • 2002 Keikó syndir til Noregs, á leiðinni eltir hann norskan fiskibát. Menn efast mjög að hægt sé að sleppa honum lausum í hafið á nýjan leik þar sem hann eigi erfitt með að koma sér í mjúkinn meðal villtra háhyrninga og veiða sér til matar. Í litlum norskum firði leikur hann sér með börnum. Hann virðist hafa lagt mjög af og rennir það stoðum undir þá kenningu að hann geti vart bjargað sér í villtri náttúru.
  • Þann 12. desember 2003 er sagt frá því að háhyrningurinn Keikó sé allur.

Myndin er fengin af vefsetrinu CNN.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

31.10.2002

Spyrjandi

Kristín Magnúsdóttir, f. 1991

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað varð Keikó gamall?“ Vísindavefurinn, 31. október 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2828.

Jón Már Halldórsson. (2002, 31. október). Hvað varð Keikó gamall? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2828

Jón Már Halldórsson. „Hvað varð Keikó gamall?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2828>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað varð Keikó gamall?
Háhyrningurinn Keikó er talinn hafa fæðst annað hvort 1977 eða 1978. Hann endaði æfi sína 12. desember 2003 og varð því 25 eða 26 ára. Algengt er að háhyrningar verði að minnsta kosti fertugir. Þó eru skráð tilvik um mun hærri aldur háhyrninga.

Hér eru helstu æviatriði frægasta háhyrnings sem nokkurn tímann hefur lifað:
  • 1977/78 Fæðist einhvers staðar undan ströndum Íslands.
  • 1979 Er veiddur og komið fyrir á Sædýrasafninu í Hafnarfirði.
  • 1982 Keikó er seldur til skemmtigarðarins Marineland í Ontario í Kanada. Þar hefst þjálfun hans sem skemmtikrafts.
  • 1985 Keiko er seldur fyrir 350 þúsund dali til Reino Aventura, sem er skemmtigarður í Mexíkóborg.
  • 1992 Framleiðsla hefst á kvikmyndinni Free Willy þar sem Keikó fer með annað aðalhlutverkið.
  • 1996 Keikó er fluttur til Oregon í Bandaríkjunum eftir slæma vist í Mexikó. Á þessu tímabili vó hann aðeins rúm 3,8 tonn sem er langt undir eðlilegri þyngd háhyrnings. Sýkingar á skinni hvalsins höfðu ágerst mjög og var hann orðinn illa haldinn af þeim sökum.
  • 1997 Keiko er þjálfaður í að veiða lifandi fisk. Fyrst veiddi hann fiskinn og gaf þjálfara sínum en eftir nokkra mánuði var hann farinn að éta fiskinn sem hann veiddi. Skinnsýkingin var um mitt árið alveg gengin til baka og hann hafði bætt verulega á sig, vó um 4,8 tonn.
  • 1998 Keiko er fluttur í september með flutningavél Bandaríkjahers til Vestmannaeyja. Tilgangurinn er að sleppa honum lausum í hafið þar sem hann var veiddur tveimur áratugum áður.
  • 1998-2002 Þjálfunin í Klettavíkinni í Vestmannaeyjum miðast að því að gera honum fært að lifa af í hafinu. Honum er sleppt lausum og reynt er að koma honum í kynni við aðra háhyrninga.
  • 2002 Keikó syndir til Noregs, á leiðinni eltir hann norskan fiskibát. Menn efast mjög að hægt sé að sleppa honum lausum í hafið á nýjan leik þar sem hann eigi erfitt með að koma sér í mjúkinn meðal villtra háhyrninga og veiða sér til matar. Í litlum norskum firði leikur hann sér með börnum. Hann virðist hafa lagt mjög af og rennir það stoðum undir þá kenningu að hann geti vart bjargað sér í villtri náttúru.
  • Þann 12. desember 2003 er sagt frá því að háhyrningurinn Keikó sé allur.

Myndin er fengin af vefsetrinu CNN.com...