Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5550 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Tala kindur fjármál?

Svarið við þessari spurningu er bitamunur en ekki fjár. Líklegt þykir að fé á fjalli tali ekki aðeins fjármál heldur samþykki það líka fjárlög og fjáraukalög og standi fyrir fjáröflun -- annars væri jú töluverð hætta á fjárþroti! Fé án hirðis er álitin hin versta fjárfesting og kemur heiðvirðu fólki vafningala...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um þríbrota?

Þríbrotar (trilobita) eru útdauður hópur liðdýra (Arthropoda) sem uppi var á fornlífsöld. Þríbrotar voru með svokallaða ytri stoðgrind sem varðveitist afar vel í jarðlögum og gerir það að verkum að þetta er einn best þekkti hópur dýra frá fornlífsöld. Þríbrotar hafa varðveist vel í jarðlögum. Elstu þríbrotarnir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eiga menn við þegar þeir 'leggja höfuðið í bleyti'?

Við notum orðasambandið 'að leggja höfuðið í bleyti' til dæmis þegar við ætlum að hugsa eitthvað vel og lengi eða brjóta eitthvað vandamál til mergjar. Ef vinkona okkar spyrði til dæmis spurningarinnar: "Dettur þér eitthvað í hug til að koma Háskóla Íslands í hóp 100 bestu háskóla í heiminum?" Þá væri ekkert vitla...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta sniglar lifað það af að missa hausinn?

Stutta svarið er já, vissar tegundir sæsnigla lifa þetta af. Eða réttara sagt, hausinn lifir af og endurmyndar nýjan líkama. Þekkt er að tré missa lauf og greinar án vandræða en dýr missa yfirleitt ekki líkamsparta án aukaverkana. Undantekningarnar eru reyndar nokkrir hópar dýra sem missa líffæri, til dæmis de...

category-iconJarðvísindi

Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálftum er þá miðað við sjávarmál?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálfta, er þá átt við dýpi frá yfirborði þess landssvæðis þar sem upptök skjálftans eru eða er átt við dýpi miðað við sjávarmál? Dæmi: Ef jarðskjálfti verður á 0,1 km dýpi undir Bárðarbungu er þá átt við að upptökin séu 100 m undir yfi...

category-iconHugvísindi

Mig langar að vita hvort það sé vitlaust að segja að klukkan sé fimm mínútur í sjö og hvernig er þetta með að klukkan sé "gengin í " og klukkuna "vanti"?

Katrín Axelsdóttir skrifaði grein sem hún nefndi ,,Hvað er klukkan?“ í tímaritið Orð og tungu 8. hefti 2006, bls. 93–103, og er stuðst við hana hér. Katrín gerir grein fyrir ,,gömlu kerfi“ og ,,nýju kerfi“ þegar sagt er til um klukkuna. Samkvæmt gamla kerfinu var sagt þegar klukkan var 12.05: ,,Klukkan er fimm...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig lýsir félagsfælni sér og er hún algengt vandamál?

Á sumrin fer fólk að sækja meira í það að vera sem mest úti að njóta veðurblíðunnar. Miðbærinn fyllist af fólki og um hverja helgi býr fólk til ástæðu að fara úr bænum og njóta sveitasælunnar í góða veðrinu. Fyrir flestum er þetta því indæll tími, fullur af skemmtilegum stundum með vinum og vandamönnum, en fyrir ö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau?

Erfitt er að segja með vissu hversu mörg orð eru til yfir djöfulinn í íslensku. Flest þeirra heita sem þekkjast hafa orðið til við það að ekki þótti við hæfi að nefna djöfulinn og því var það gert með því að nota umritanir eða gæluorð. Í Íslenskri samheitabók eru þessi talin upp undir flettiorðinu fjandi:andskotia...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur geislun frá þráðlausu Interneti á heimilum verið hættuleg heilsu fólks?

Geislun frá þráðlausu Interneti (e. WiFi) er á formi útvarpsbylgna, rétt eins og sjónvarps- og útvarpsútsendingar og bylgjur farsíma. Útvarpsbylgjur eru ein tegund rafsegulbylgna. Með því að senda gögn þráðlaust á milli tölva losna menn við umstang sem fylgir snúrum og köplum. Þráðlausar gagnasendingar á milli töl...

category-iconFornleifafræði

Hvað er Sfinxinn gamall?

Sfinxinn er vera sem kemur mikið við sögu í egypskum og grískum goðsagnaheimum og listaverkum. Veran hefur búk ljóns en höfuð manns. Elsta og þekktasta dæmið um Sfinx innan lista er stytta í Giza í Egyptalandi sem var reist á tímum Khafre konungs (um 2575—2465 fyrir Krist. Talið er að höfuð styttunnar sé eftirm...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út?

Spurningin í heild sinni er sem hér segir:Líffræði og útlit skötuorms? Hversu mikilvægur er skötuormur fyrir tilvist urriða og bleikju? Er hægt að sjá mynd af dýrinu?Skötuormurinn (Lepidurus arcticus) er eini fulltrúi barðskjöldunga (Notostraca) í íslenskri náttúru. Skötuormurinn Skötuormurinn er einnig stærst...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er stærsti maður í heimi stór?

Sá maður sem mælst hefur hæstur í heimi er Robert Pershing Wadlow. Hann fæddist í Alton í Illinoisfylki í Bandaríkjunum þann 22. febrúar 1918. Wadlow gnæfir yfir samnemendur sína við útskrift úr framhaldsskóla árið 1936 Í fyrstu var fátt sem benti til þess að Wadlow yrði frábrugðinn öðrum börnum því við fæð...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvaða kenningu um alheiminn hélt Gíordanó Brúnó fyrstur fram?

Heimspekingurinn Gíordanó Brúnó (1548–1600) hélt fyrstur manna að því er vitað er fram þeirri stórkostlegu kenningu að önnur sólkerfi væru til en okkar eigið: stjörnurnar væru sólir sem umhverfis sveimuðu jarðhnettir eins og okkar eina jörð. Brúnó er einnig talinn merkur hugsuður fyrir kenningar sínar um óenda...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir „nema skör höggvist“ í kvæði Gríms loðinkinna?

Í Gríms sögu loðinkinna segir frá því að Grímur gekk að eiga konu sem hét Lofthæna. Þau eignuðust dóttur sem Brynhildur hét. Hún óx upp í Hrafnistu og var hin fegursta mær. Unni Grímur henni mikið. En er hún var tólf ára gömul, bað hennar sá maður, er Sörkvir hét og var Svaðason. Hún vildi ekki eiga hann og fyrir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til tvíhöfða dýr önnur en stökkbreytt afbrigði?

Undir venjulegum kringumstæðum hafa öll dýr sem á annað borð eru með höfuð aðeins eitt. Frávik frá þessu eru vegna stökkbreytinga. Fundist hafa dýr eins og þessi naðra af tegundinni Elaphe scalaris sem geta þrifist með tvo hausa. Hún fannst á Spáni og var þá orðin tveggja mánaða gömul og hafði náð 20 cm lengd. ...

Fleiri niðurstöður